Icesave í myndrænu formi

 

 icesave_piebig_951431.jpg

 

Þessi mynd segir sína sögu. 

Landsframleiðsla á mann hér á landi féll um þriðjung eftir hrunið.  Miðað við það fall er Icesave aðeins um 8%.  Það segir þó ekki alla sögun, því Icesave skuldin er í gjaldeyri. Útflutningur landsins er nú um helmingur af landsframleiðslu en var þriðjungur fyrir fall. 

Icesave er stórt mál en ekki það stærsta, hrunið kippti þeim grunni undan okkar hagkerfi sem stóð undir velferðakerfinu.  Til að halda upp fyrsta flokks velferðarkerfi þarf þjóðartekjur upp á $50,000 á mann.  Háar tekjur og háir skattar er galdurinn við velferðaþjónustu Norðurlandanna.  Lágar tekjur og háir skattar skila ekki norrænu kerfi eins og önnur lönd vita.

Við erum á leið í tekjur og lífskjör svipuð og eru í Grikklandi.  

Spurningin er, hvað verður um okkar velferðakerfi á þeirri leið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhönnu ber að leggja allt undir núna þam sinn pólitiska feril. Hún verður að leiða þjóðina til sátta við umheiminn. Tal til þjóðarinnar með rökum sem hvorugt byggir á hagfræði né lögfræði. Það er reynt til þrautar. Nú er komið að stund sannleikans. Ætlum við að hlaupast undar þeirri ábyrgðsem sem fylgir því að velja okkar fulltrúa eða á að leggjast undir sæng með forsetanum. Hún verður að auka spennuna of fá fram framniðurstöðu. Þjóðin verður að gera sér grein fyrir því að höfnun hefur alfleiðingar sem ekki er hægt að kenna öðrum um ef illa fer. Það á ekki að vera ljóst hvernig atkvæði verða greidd. Er Jóhönnu alveg sama? Er hún ekki leiðtogi. Hún verður að taka slaginn.

harry (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 10:00

2 identicon

Í eina höndina er sagt að Icesave sé lítill hluti af heildarskuldum þjóðarinnar og þess vegna beri að að samþykkja þennan samning.

Á meðan er fullyrt að laun lækki, skattar hækki sem leiði til landsflótta sérstaklega ungs fólks. Við þetta er síðan spyrt að Íslendingar hafi ekki efni á velferðarkerfi.

Hverjir eiga þá að borga skuldirnar ?

Það vantar þráð í það sem þú ert að segja Andri. Ef fólk fer, skattar verða hækkaðir, kaupmáttur rýrnar þá leiðir það til minni hagvaxtar og landsframleiðslu.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 11:20

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björn,

Út frá hreint praktísku sjónarhorni er Icesave ekki það mest áríðandi hér alla vega ekki næstu  7 árin því við þurfum ekki að borga af þessu fyrr en þá.  Eins og ég hef oft sagt er ein strategían sem ég og aðrir hafa mælt með, að við hefðum átt að standa við okkar orð samþykkja Icesave í sumar og fara beint í atvinnuuppbyggingu.  Vinna í því af krafti næstu 4 árin og svo að taka Icesave upp þegar við erum komin inn í ESB og áður en við förum að borga.

Auðvita fylgir þessu ákveðin áhætta en ávinningurinn getur orðið betri og meiri en að þjösnast á þessu máli mánuði inn og út og hafa allt í stoppi á meðan.  

Eins og myndin að ofan sýnir er það ekki Icesave eitt og sér sem veldur lífskjarahruni hér, það hefði gerst án Icesave.  Við verðum að láta tölurnar tala en ekki tilfinningarnar.

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.1.2010 kl. 11:35

4 identicon

Þessar gríðarlegu skattkerfisbreytingar Steingríms og Indriða má fyrst og fremst rekja til þess að þeir eru knúnir áfram af mjög sterkri pólitískri hugsjón. Þetta er sögulegt tækifæri til breytinga í íslensku samfélagi sem þeir láta sér ekki úr greipum ganga. Lítið er dregið saman í útbólgnum ríkisrekstri, en meiri áhersla lögð á að styrkja umsvif hins opinbera og hámarka skattlagningu í nafni "réttlætis", "jöfnuðar" og "norræns velferðarkerfis" eða hvaða frasa sem Steingrímur notar hverju sinni til réttlætingar. Hægt hefði verið að afla sömu eða meiri skatttekna til lengri tíma með hófstilltari og skynsamari aðgerðum. Og nú mega landsmenn bíða hnípnir eftir hvað þeir fóstbræður eiga við með hótuninni gagnvart þjóðinni: "You ain't see nothin' yet!".

Að skapa einstaklingum og fyrirtækjum grundvöll til viðspyrnu, fá efnahagslífið i gang og efla hagvöxt eru ekki inni í orðabók þessarar ríkisstjórnar. Slíkar aðgerðir bíða nýrrar ríkisstjórnar, þegar búið verður að hreinsa upp eftir þá félaga, Steingrím og Indriða.  

Helgi J (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 11:46

5 identicon

Takk fyrir þetta Andri en ég vil fara að sjá áætlanir um:

*Atvinnuuppbyggingu:

*Stefnu til framtíðar í menntamálum og hvernig hún á að tengjast atvinnuuppbyggingu.

*Heilbrigðismál: einkaframtak vs. hið opinbera

*Peningamál: þurfum að fá botn í gjaldeyrismálin

*Stjórnmál: grundvallarbreyting þörf hér

o.s.frv.

Hvenær ætla Íslendingar að átta sig á því að vandinn sem við stöndum frammi fyrir er af þeirri stærðargráðu að við ein og sér ráðum ekki við hann. Okkur vantar reynsluna, mannauðinn o.s.frv. Við þurfum mikla aðstoð og þetta hef ég sagt í langan tíma. Við eigum ekki að vera óhrædd við að játa þetta gagnvart okkur sjálfum. Við erum aðeins 300.000. Það hlýtur að vera að 300.000.000 samfélag hafi ekki hlutfallslega meiri mögulega á að hjálpa okkur en við sjálf.  

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 11:51

6 identicon

Bið afsökunar á villu í síðustu setningu fyrr póstar en hún á að vera "Það hlýtur að vera að 300.000.000 vestrænt samfélag hafi hlutfallslega meiri mögulega á að hjálpa okkur en við sjálf". 

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 11:59

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björn,

Þetta er ekki svo flókið en allt hangir þetta saman.  Við verðum að laða að erlent áhættufjármagn og kunnáttu til að nýta möguleika okkar í endurnýjanlegri orku, heilbrigðisþjónustu, ferðamennsku og iðnaði.  Allt sem er framleitt hér er hægt að stimpla með "made using green energy" og neytendur eru tilbúnir að borga extra fyrir það alla vega nógu stór hópur til að skapa næg störf á Ísland.

Til að laða að erlent fjármagn þarf eftirfarandi að gerast:

1. Ganga frá Icesave

2. Ganga inn í ESB

3. Fá tvíhliða samning við Evrópska seðlabankann í gjaldeyrismálum

Í augum útlendinga er Ísland "emerging market" þegar kemur að fjárfestingaráhættu en með inngöngu í ESB breytist þetta og áhættan minnkar séð frá erlendu sjónarhól þó svo að fæstir Íslendingar geri sér grein fyrir því.

Ef Icesave hefði verið samþykkt í sumar væri ESB umsókn og samningur við Evrópska Seðlabankann kominn miklu lengra.

Það verður að finna lausn á Icesave og sú lausn verður að koma frá Íslendingum.  Hvar er leiðtoginn sem leysir málin?

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.1.2010 kl. 12:35

8 Smámynd: Sævar Helgason

"Hvenær ætla Íslendingar að átta sig á því að vandinn sem við stöndum frammi fyrir er af þeirri stærðargráðu að við ein og sér ráðum ekki við hann. Okkur vantar reynsluna, mannauðinn"

Þetta er mikið vanmat á íslensku þjóðinni í dag. Í landinu er gríðarlegur mannauður með mikla alþjóðlega menntun og reynslu. Okkur er ekkert að vanbúnaði að hefja stórsókn í að vinna okkur útúr þessum efnahagsvanda  Svo ég líti aftur til upphafs stórriðju á Íslandi -byggingu Búrfellsvirkjunnar og álversins í Straumsvík. Þá voru ca 100 verkfræðingar í landinu og flestir á byggingasviði.Svo til öll tæknivinna við þessar stórframkæmdir var í höndum erlendra verktaka. Og við rekstur fystu áverksmiðjunnar var mjög fátt um velmenntað tæknifólk.

Í dag getum við sinnt öllum svona málum sjálf frá A-Ö og álfyrirtækin fá fólk á heimsmælikvarða hvað menntum . þekkingu og reynslu snertir. Þetta hefur skeð á 40 árum.  Við erum í fremstu röð.

Ég held að fólk ætti að hætta þessu væli og koma sér á lappirnar og fara að taka til hendinni...  tækifærin bíða.   En ljúkum þessu Icesave núna strax- það hindrar endurreisnina...

Sævar Helgason, 13.1.2010 kl. 12:37

9 identicon

Sævar, þú ert aðeins að misskilja mig. Við erum jú menntuð þjóð en við höfum takmarkaða reynslu. Á þessu er grundvallarmunur. Íslenska þjóðin er praktískt aðeins um 60 ára gömul, slíkar hafa verið grundvallarbreytingarnar á þessum tíma.

Þótt við gerum margt vel, erum vel menntuð, dugleg og fljót að læra, þá vantar okkur reynsluna. Þetta helst ekki alltaf í hendur eins og sést á því hvar við erum stödd í dag. Við gerum hins vegar margt vel eins og sjá má hve tæknivæddur sjávarútvegurinn er, tölvuþekking og notkun, tæknifyrirtæki eins og CCP, Marel, Actavis, Decode (þótt menn hafi ólíkar skoðanir hér), fullkomið heilbrigðiskerfi,...

Þegar talið snýst hins um að endurreisa heilt efnahagskerfi þá snýst þetta ekki aðeins um menntun og reynslu heldur mannfjöldann sem þarf. Við höfum hann ekki og það sem meira er okkur vantar þar reynsluna. Þjóð lendir nefnilega ekki mjög oft (sem betur fer) í "total" hruni.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband