13.1.2010 | 07:51
Hollendingar og Bretar munu gefa eftir með nýju fólki
Icesve er hápólitískt. Pólitískur frami og trúverðugleiki einstakra stjórnmálamanna í öllum þremur löndunum er nú tengdur Icesave. Enginn getur gefið eftir því þá eru menn hræddir um að missta traust kjósenda og öll þrjú löndin standa frammi fyrir kosningum:
Ísland, þjóðaratkvæðisgreiðsla og sveitarstjórnarkosningar
Holland, sveitarstjórnarkosningar
Bretland, þingkosningar
Það er nær óhugsandi að Bretar og Hollendingar séu áfjáðir í að endursemja í svona ástandi enda getur það varla hjálpa einstökum stjórnmálamönnum og helstu flokkum þar. Ennfremur eru möguleikarnir á að ná "betri" samningi minni með núverandi mönnum en nýju fólki sem ekki hefur hengt sinn frama á þennan ólánssamning.
Í þessu ástandi er ótrúlegt að ekki megi ræða þann möguleika að samþykkja Icesave og reyna að endursemja eftir 3-4 ár þegar nýjar stjórnir og fólk hefur tekið við völdum í Bretlandi og Hollandi. Auðvita felst í þessu ákveðin áhætta en hún er engu meir en að reyna að þvinga menn að samningaborðin núna til að freista þess að ná fram betri samning.
Við verðum að passa okkur á að kasta ekki barninu út með baðvatninu eins og sagt er.
Hollendingar segjast ekki gefa eftir vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað með að leita sérsamninga við Breta en þar eru upphæðirnar sem um ræðir hlutfallslega miklu minni? Hollendingar eru ekki skeinuhættir út af fyrir sig og gætu þá bara étið það sem úti frýs.
Hvað með það svo að bíða þar til kosningar eru afstaðnar í báðum löndum? Ríkið þarf ekki að endurfjármagna neitt fyrr en á seinni hluta 2011 og jafnvel þótt málið drægist fram yfir það stendur gjaldeyrisvarasjóðurinn í um 490 milljörðum og viðskiptajöfnuður er hagstæður.
Samningsstaða skiptir meira máli en mótaðilarnir. Ef Bretar og Hollendingar gengu svona hart fram í tiltölulega veikri samningsstöðu, a.m.k hvað lögin snertir, þá hlýtur það að vera mikið vafamál að eitthvað betra fengist eftir að Icesave yrði gert að fullgildir og löglegri ríkisskuld.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 08:10
Þetta er athyglsiverð hugmynd, alls ekki galið ef að hægt væri að fara slíka leið. EN spurningin um árangur er alltaf tvísýn. En hver veit kannski verður komið fólk með annað vðhorf í nefndirnar.
Gísli Foster Hjartarson, 13.1.2010 kl. 08:14
Við áttum að ljúka þessu Icesave klúðursmáli sl vor. Á þessum 8 mánuðum sem liðið hafa frá þeim tíma hefur íslenska þjóðin aðeins tapað miklum verðmætum og seinkað endurreisninni. Og keyrt þjóðfélagið upp í illvíga sundrungu. Annað hefur ekki gerst. Við sleppum ekkert frá viðurkenningu á ábyrgð okkar á þessu Icesave klúðri. Samþykkt þess var gerð við hrunið 2008 þega heimurinn hélt að allt fjármálkerfi heims væri að hrynja. Þessvegna eru þetta neyðarsamningar. Með því að ljúka málinu strax komumst við í lífsnauðsynlega endurreisn. Og eins og þú bendir á , að 3-5 árum liðnum getum við endurskoðað málið með Bretum og Hollendingum - í gjörbreyttu andrúmslofti. Sá tími er ekki núna. Þangað til greiðum við aðeins vexti.
Ljúkum þessum þætti strax.
Sævar Helgason, 13.1.2010 kl. 08:15
Aðeins vexti???? herra Sævar, þú ert kanski orðinn roskinn stóreignamaður en nú er rauðskalli að fara skattpína almenning fyrir vöxtunum og segir sjálfur "þú hefur ekki séð allt enn" á Deloite fundinum og þetta finnst þér bara allt í lagi!!
Betra er að vera stoltur og beygður en nauðbeygður.
óskar (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 08:22
Andri,
Það verður miklu erfiðara semja ef *lánasamningur* er komin á. Algjörlega undir Bretum og Hollendingum komið þá.
Kalli (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 08:36
Öllu fylgir einhver áhætta. Það gæti orðið erfiðara en ávinningurinn gæti líka orðið meiri.
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.1.2010 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.