12.1.2010 | 16:40
Skattar eru framtíðin
Það er ekki sársaukalaust að breyta neysluhagkerfi í útflutningshagkerfi. Markmiðið núna er að hámarka afgangsgjaldeyri til að borga erlendar skuldir. Til að það takist þarf að skrúfa niður einkaneyslu og draga sem mest úr innflutningi. Þetta er auðvita auðveldast að gera með samblandi of lágu gengi og háum sköttum.
Í framtíðinni verða Íslendingar að sætta sig við að slíta sér út í gjaldeyrisskapandi störfum þar sem afrakstur af þeirra streði endar í vösum útlendinga. Ríkið mun "skammta" fólki vasapeninga svo það eigi til hnífs og skeiðar en allt umfram það verður skattlagt. Þetta er rétt að byrja, 2010, 2011 og 2012 þarf að hækka, hækka og hækka skatta, eins og Steingrímur gefur í skyn.
Landflótti verður eina lausnin fyrir marga, sérstaklega ungt og háskólamenntað fólk. Aðeins erlendis geta almennir launþegar byggt upp varanlegan sparnað í alvöru gjaldmiðli. Læknar vísa leiðina. Aðrar stéttir munu fylgja í þeirra fótspor.
Nauðsynlegt að hækka skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
já, og sorglegast er, einsog OECD benti á, þá hækkaði ekkert land skattheimtu á almenning jafn mikið og Íslandi gerði síðastliðna áratugi.. bara með því að hækka ekki frítekjumarkið og láta fólk detta inn í skattkerfið af meiri þunga en áður.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 12.1.2010 kl. 17:46
Eru þá engir skattar erlendis? T.d. ekki viss um að læknar getir rekið sig sem ehf. á öðrum norðulöndum? Og mér skilst að þar lendi þeir líka í háum sköttum? Held að hér sé þetta líka spurning að vegna niðurskurðar sé nú ekki um mikið um störf fyrir lækna svona yfirleitt. Og þetta er þjónusta sem er borguð að mestu með sköttum!
Magnús Helgi Björgvinsson, 12.1.2010 kl. 18:07
SKATTMANN mun sjá til þess að fólksflóttinn verður þónokkur, enda slæmt þegar verðlag á VÍN & MAT er komið yfir í OKUR, þá er líklegt að fólk kjósi með löppunum og fari í burt. Það eru tvö ár síðan ég lagði bílnum mínum og keypti reiðhjól, ég ef ekki að auknar hækkanir tengt bílrekstri muni leiða til fækkun bíla, sem i sjálfu sér er ekkert voðalega slæmt, en með fækkun fólks, þá koma auðvitað MINNI tekjur í ríkiskassann.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 12.1.2010 kl. 18:13
Það er í lagi að borga sanngjarna skatta en skattpíning er annað. Það sem launþeginn metur á endanum er hvað hann fær fyrir skattpeningin. Hann mun leita þar sem afraksturinn verður mestur. Hvað fá menn fyrir skattana á Íslandi ef við viljum fullyrða að Ísland beri áþekka skattheimtu og meðal Evrópuríki ?
Dæmi hver um sig um gæði eftirfarandi atriða á Íslandi í samanburði við erlend ríki:
*Menntakerfið
*Heilbrigðiskerfið
*Tryggingarkerfið - aldraðir og öryrkjar
Í öllum tilvikum legg ég varla að segja skoðun mína en þið getið lesið í þögnina.
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 18:19
Magnús,
Þetta snýst um þær krónur eða evrur sem verða eftir í umslaginu þegar skattar hafa verið greiddir. Ein ástæða þess að hægt er að halda uppi norrænu velferðakerfi með háum sköttum er að taxtakaup á Norðurlöndunum er hátt. Há laun eru undirstaða velferðakerfisins, þau skapa nauðsynlegan skattstofn. Þess vegna er svo erfitt fyrir suður-Evrópu lönd að bjóða upp á sömu þjónustu og er til staðar á Norðurlöndunum.
Landsframleiðsla á mann á Íslandi hefur á síðustu árum verið yfir meðalagi miðað við hin Norðurlöndunum, en samkvæmt spá AGS verður landsframleiðsla á mann hér á landi mitt á milli landsframleiðslu Ítalíu og Grikklands.
Grikkir geta ekki haldið uppi norrænu velferðakerfi, munum við geta það í framtíðinni með sömu tekjur og stærri skuldabagga og Grikkir per haus?
Andri Geir Arinbjarnarson, 12.1.2010 kl. 18:21
Jónas er ekki endalaust verið að tala um það af núverandi ríkisstjórn að skattar hafi verið lækkaðir í góðærinu? það þýðir ekki bæði að segja að þeir hafi lækkað og að þeir hafi hækkað. þó það sé nú vanin hjá vinstrimönnum að tala í kross þá á það nú ekki við í dag.
var ekki núverandi ríkisstjórn að enda við að aftengja skattleysismörk og persónuafslátt við verðlagsvísitöluna og hækka skattprósentuna ásamt því að hækka öll álög og senda verðbólguskot inn í samfélagið með því að hækka vörurverð? ólíkt því sem fyrri ríkisstjórn gerði sem var að lækka skattprósentuna og síðan að tengja persónuafsláttinn við verðlagsvísitöluna.
Fannar frá Rifi, 12.1.2010 kl. 18:22
Ég er læknir sem starfa á Norðurlöndunum. Flutti út skömmu fyrir hrun í framhaldsnám og bý suður Svíþjóð.
Á Norðurlöndunum geta læknar stofnað einkafyrirtæki vandræðalaust utan um atvinnu sína. Á kannski ekki við um sjúkrahúslækna en flesta aðra. Á Skáni eru stofur heimilislækna margar hverjar reknar af læknunum sjálfar og fleiri og fleiri sérfræðingar farnir að gera slíkt hið sama. Læknar geta rekið einkafyrirtæki, stofur, jafnvel opnar sjúkrahús með tilskildum leyfum og samþykki yfirvalda.
Nóg af atvinnu er í boði fyrir lækna í Svíþjóð, Noregi og jafnvel Danmörku.
Rétt er að skattar eru háir og maður fær lítið fyrir að vinna meira en venjulegt þykir. Skattar á einkafyrirtækin eru líkar í takt við tekjuskatta.
Hérna fær maður þó að finna vel fyrir því hvert skattarnir fara. Það finn ég á gæðum leikskólans/skólans sem börnin mín ganga í. Öllu nærumhverfi og þjónustu, barnabótum og meðlagi í félagslíf barnanna. Á sjúkrahúsinu er líka veitt þjónusta í fremsta flokki.
mbk, Ragnar
Ragnar Freyr Ingvarsson, 12.1.2010 kl. 18:55
Andri; þú segir ungt og háskólamenntað fólk - ég telst reyndar miðaldra og er mjög vel menntaður, með góða starfsreynslu og hef nóg að gera.
Ég læt ekki nokkra heimska óreiðumenn hrekja mig úr landi. Það hefur nú ekki verið gæfulegt að heyra í nokkrum þeirra þar sem þeir hafa opnað munninn nýlega í fjölmiðlum.
Þeir sem brjóta niður velferðar- og efnahagskerfið hér eiga að fara héðan, ekki ég.
Hvet fólk til þess að halda áfram hér og hliðra frekar með neyslumynstur og kröfur til innihaldslausra "lífsgæða" s.s. hundruði fermetra íbúðir og 5-10 milljón króna bifreið til að fara á milli A - B. Fókúsera á það sem raunverulega skiptir máli.
Og endilega að fá sér blogg og láta í sér heyra Ekki standa á vegkanntinum og þegja.
Takk annars fyrir frábært blogg. Kíki reglulega inn.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 19:02
@Andri, góður pistill og áhugaverðar umræður.
@Hákon, ég telst víst í þessum hópi ungt/miðaldra (fer eftir því hvar maður dregur þau mörk). Við hjónin gáfumst upp eftir að ég hafði misst vinnuna og sótt um hátt í hundrað störf síðan skömmu eftir hrunið 2008. Það var okkur straxljóst að við gætum ekki staðið undir þeim skuldbindingum sem við áttum á einum launum og í stað þess að bíða þess að við yrðum gjaldþrota þá fórum við annað. Við erum búin að koma okkur vel fyrir með börnin hérna í Svíþjóð og förum ekki til Íslands aftur nema til að fara í heimsóknir. Börnin kunna vel við sig hérna og þeim líður vel í skólanum sínum. Í okkar tilfelli þá er Ísland búið að missa úr landi 5 þegna, þar af tvo mjög vel menntaða einstaklinga. Sem ekki hafa hugsað sér að flytja tilbaka.
Ég verð að segja að ég er feginn að ég er farinn úr þessu umhverfi og áttum við þó ekki mikið. Við keyrðum um á einum bíl 9 ára gömlum, ekkert lúxusdót, ekki flatskjá ekkert stórt hús, bara blokkaríbúð, enginn sumarbústaður, ekkert í þessa áttina. Íbúðina okkar leigðum við út í von um að geta losað okkur við hana seinna án þess að verða of skuldsett. Hérna vinnum við hörðum höndum að því að endurbyggja sparnaðinn okkar sem fór í að halda heimilinu á floti þegar ég var atvinnulaus sem og að greiða kostnaðinn við flutninginn út.
Það er líf annarstaðar en á Íslandi, þetta er bara spurning hversu margir hafa þor til að stíga skrefið. Í okkar tilfelli var valið auðvelt því það var auðvelt fyrir okkur að fá vinnu við hæfi.
Sigurður (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 19:21
Það sorglega er að ríkisvaldið hefði getað farið leiðir í skattheimtu sem snerta ráðstöfunarfé ekki né hefðu áhrif á vísitölur, leiðin sem farin var mokar eignum almennings til fjármagnseigenda og minkar ráðstöfunartekjur og þar með neyslu.
Jón Jósef Bjarnason (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 19:52
Ég er tiltölulega nýútskrifaður verkfræðingur frá Norðurlöndum og mér þykir heldur illa farið með skuldara hér, sem hljóta að vera flestir í yngri kantinum. Ég átti lítið til að byrja með og það er allt farið, ég hef því fyrir engu efnislegu að berjast hérna og gleðst lítið yfir að fá að bæta öðrum sinn skaða að fullu og líða enn meir fyrir það í Icesave deilunni. Þó þykir mér sárt að þurfa að yfirgefa fjölskyldu og vini, en þetta ástand gengur ekki öllu lengur. Það mun amk verða ein töpuð kynslóð hérna, sem er fólk sem var ekki búið að koma undir sig fótunum, en búið að mennta sig. Þeir sem eru aðeins eldri áttu eitthvað og halda því, hinir sem eru yngri skulda ekkert og sleppa því einnig betur.
Sirrý (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 20:37
Sirrý,
Þetta er mjög gott innlegg hjá þér. Ef við töpum einni kynslóð þá lendum við í miklum vandaræðum. Eina sambærilega reynslan, er reynsla Nýfundnalands en þar hvarf heil kynslóð til Kanada og USA. Eftir 14 ár gafst þjóðin upp og samþykkti ríkjasamband við Kanada. Þetta er auðvita ekki alveg sambærilegt dæmi. Nálægðin og tungumálið gerði landflótta auðveldan frá Nýfundnalandi.
Andri Geir Arinbjarnarson, 12.1.2010 kl. 20:46
Annað sem er líka vert að minnast á, sem skiptir fleiri í svipaðri stöðu án efa máli líka, og hefur veruleg áhrif á mína ákvörðun, en það er hin stórkostlega lækkun á fæðingarorlofsstyrk sem er orðin og sér ekki fyrir endann á. Persónulega hef ég ekki efni á því að taka á mig svo mikla launalækkun m.v. núverandi skuldbindingar sem verða mun léttari eftir nokkur ár, en fyrir konu sem hefur menntað sig í löngu námi og verið í nokkur ár úti á vinnumarkaði, þá er það ekki tími sem er til staðar. Það væri ansi stór fórn af minni hálfu fyrir land og þjóð (og erlenda fjármagnseigendur), auk þess sem það er þjóðhagslega slæmt fyrir framtíð landsins.
Sirrý (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 21:05
Af hverju skildi sú staða sem kemur upp á Íslandi verða einhver önnur en hjá þjóðum sem hafa lent í efnahagsþrengingum. Það eru yfirgnæfandi líkur á að ekki ein heldur nokkrar kynslóðir muni fara. Við getum hins vegar minnkað þann skaða með því að halda rétt á spilunum.
Það er hins vegar ekkert í dag sem sýnir að ungt og menntað fólk ætti að sitja hér eftir. Horfið á stefnuna í:
Skattamálum
Atvinnumálum
Peningamálum
Menntamálum
Heilbrigðismálum
Hvar er heildarstefnan þar sem reynt að byggja samfélagið upp á heilbrigðan máta. Það er ekki einu sinni heilbrigð sýn í skattamálum !!
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 21:23
Verðum við ekki að setja farbann á menntafólk eins og Kúbu og gamla A- Þýskalandi?
Hörður Halldórsson, 12.1.2010 kl. 21:41
@Sirry og @Andri,
Færeyingar lentu líka í miklum fólksflótta eftir kreppuna sína fyrir um 20 árum síðan. Þeir hafa sagt að þeir séu ekki enn búnir að rétta úr kútnum, og það stafi fyrst og fremst af því að kynslóðin sem flutti þá burt hefur ekki skilað sér til baka.
Þeir héldu (eins og íslendingar halda ennþá) að fólk skilaði sér heim á endanum, en það varð ekki raunin með þessa kynslóð.
Helga (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 21:48
Helga,
Fólk skilar sér illa vegna þess að börn þeirra fara í erlenda skóla og festa rætur í nýju þjóðfélagi.
Andri Geir Arinbjarnarson, 12.1.2010 kl. 21:53
@Helga
Ég held að það sé mjög sorglegt að hrekjast úr landi vegna efnahagsþrenginga. Þeir sem tala þannig eru trúlega bara að fela eigin sársauka yfir sinni hjálparvana aðstöðu. Mér heyrist á þeim sem ég þekki að þeir sem hafa möguleika á því ætli að reyna að þreyja þorrann, enda skapa peningar ekki hamingjuna, frekar en fegurðin... en staðreyndin er sú að einstaklingar verða að taka eigin framtíð fram yfir framtíð "þjóðar", enda bíður fólks bara miskunnarlaust gjaldþrot hér með tilheyrandi niðurlægingu, eða óheyrilegum persónulegum þjáningum, burtséð frá öllu fjasi um flatskjái og game-overs. Fólk sem fer kemur kannski ekki aftur, enda erum við fallegur og gáfaður kynstofn og vel nýtileg til kynbóta annars staðar þrátt fyrir lítið fjármálavit...en aðrir koma kannski í staðinn!
Sirrý (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 22:00
Hvar eru mörk þess að skuldaviðurkenning sé réttlætanleg?
Gunnar Skúli Ármannsson, 12.1.2010 kl. 23:51
Andri. Ég vil að þú skilgreinir fyrir þessu fólki sem kommenterar á blogg þitt um hvað sé í alvörunni gjaldmiðill? Hvað mælir gjaldmiðilinn? Getur galdmiðill ekki verið "kartafla eða fiskur"o.sfr.
Útskýrðu fyrir þessu fólki þær hremmingar sem þjóðir eru að lenda í vegna STÖÐU GJALDMIÐLA.!!!!
Taktu samanburð við auðlegð (sparnað/eignastöðu) á milli Íslendinga og Evrópubúa, þá í tilliti pr. haus.
Skoðaðu auðlegð hvers Íslendings í Lífeyrissjóðsréttindum sínum á Íslandi og berðu það saman við réttindi Evrópubúa.
Skoðaðu framtíðarmöguleika Evrópubúa og settu það í samhengi við framtíðarmöguleika Íslendinga. Settu dæmið á hvern haus íbúa.
Ég frábið mér að Íslendingur skrifi aðra eins þvælu á blogg og hafi ekkert innihald fyrir því sem hann skrifar um.
Eggert Guðmundsson, 13.1.2010 kl. 00:38
Þá fari þeir sem fara vilja og komi þeir sem koma vilja,
ég þekki nokkra háskólamenntaða aðila sem vilja koma og vinna á Íslandi fyrir þessi kjör og jafnvel fyrir verri kjör enn sem nú er, tannlæknir, forritari, efnaverkfræðingur, allir þessir sjá BARA tækifæri hér enn á missjöfnum forsendum þó.
Heiður (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 01:16
Þegar skynsamir menn skoða möguleika á framtíðarhorfum sínum á Íslandi, í einlægni og án áróðurs, þá komast þeir að niðurstöðu eins og þú er að segja frá hér. Þetta gildir bæði um flesta Íslendinga og aðra skynsama erlenda menn.
Eggert Guðmundsson, 13.1.2010 kl. 01:50
Svokallaður árlegur Skattadagur Deloitte fór fram, þriðjudaginn 12. janúar. Á honum, flutti Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mjög áhugaverðan pistil, ásamt glærum.
Áhugavert, að fjölmiðlar landsins sýndu þessu engan áhuga, að því er virðist.
Hverjar eru niðurstöður hans?
Sjá glærur, fyrirlestur Ragnars Árnasonar, Skattadagur Deloitte
Hafa ber í huga, að ekki er víst að spá Seðlabanka um halla þessa árs, standist þannig, að núverandi kreppa getur enn, reynst dýpri en þetta.
En, ég tel ástæðu til að halda, að Seðlabankinn vanmeti áhrif vaxtastefnu sinnar, til aukningar samdráttar.
- Síðan fjallar hann um tjónið: 20/7/2007 stóð verðbréfamarkaðurinn Ísl. í 9016 stigum, en 7/1/2010 í 819 stigum. Þetta sé lækkun um 91%. Í peningum talið, tap 2000-3000 ma.kr. Síðan sé það verðgildi húsnæðis, er hafi lækkað um 30%, sirca tap 1000-1500 ma.kr. Samtals tap, milli 3000-5000 ma.kr.
Skv. spá Seðlabanka þá verður umtalsverð frekari lækkun húsnæðisverðs á þessu ári. Sú spá er alveg örugglega ekki of svartsýn.- Hrein erlend skuldastaða: 27/9/2009 5790 ma.kr. Endanleg skuldastaða, eftir afskriftir lána bankanna, fyrirtækja og vel gangi með eignasölu, geti e.t.v. orðið á bilinu 1/3 - 4/3 landsframleiðslu eða 500-2000 ma.kr.
Þarna er tekið mið af reikningum Seðlabanka, en það á algerlega eftir að koma í ljós, hversu vel við sleppum frá afskriftum og sölu eigna.Þetta þíðir einfaldlega að hvorki innlend neysla né innlend fjárfesting, er líkleg á næstunni að vera drifkraftur nýs hagvaxtar.
Útstreymi fjármagns úr hagkerfinu, til að standa undir skuldum, en þarna er einungis talið upp útstreymi vegna skulda ríkisins sjálfs, en skuldir annarra eru umtalsvert hærri, þannig að heildar árlegt útstreymi fjármagns úr hagkerfinu er mun stærri tala en þarna kemur fram.
Þetta fé nýtist ekki hagkerfinu á nokkurn hátt, og það fé sem til staðar til allra hluta, er mun minna af þessum sökum; og þetta er því mjög samdráttaraukandi.
- Staðan nú: Ónóg innlend eftirspurn og geta til fjárfestinga, til að koma hagkerfinu úr kreppunni. Það sé efniviður í langvarandi kreppu, og það dragi úr tekjumöguleikum ríkissjóðs sem auki líkur á greiðsluþroti. Eina leiðin út, felist í framköllun hagvaxtar, með einhverjum hætti.
Þetta er varsöm staða, en um þessar mundir, duga tekjur þjóðfélagsins ekki einu sinni fyrir vöxtum af nettó-heildar skuldum.- Til að framkalla hagvöxt: Til þurfi fjárfesting, fulla nýtingu framleiðsluþátta - en nú sé cirka 10% atvinnuleysi. aukið framtak og nýsköpun.
Þ.s. hvorki innlend neysla né innlend fjárfesting, verður það sterk á næstu árum til að skapa grundvöll að hagvexti, nema að skuldir þessarra aðila lækki með dramatískum hætti; þá þarf að koma til innstreymi fjármagns að utan.En, núverandi háa vaxtastig, er mjög bagalegt þ.s. vextir auka alltaf samdrátt, sem gerir þá hentuga ef þarf að kæla hagkerfið, en mjög óhentuga þegar vandinn er samdráttur.
Hækkanir skatta hafa sömu áhrif, og eru því einnig hentugt tæki ef þörf er á samdráttaraðgerðum til að kæla hagkerfi sem er í bullandi þenslu, en þeim mun bagalegri eru þeir ef vandinn er akkúrat viðvarandi samdráttur.
Áhugaverðast í spánni hans, og því sem kom annars fram hjá Ragnari Árnasyni, prófessor, er einmitt þau alvarlegu áhrif, sem skattahækkanir ríkisins muni að flestum líkindum hafa á hagvöxt.
Mín skoðun er, að af þeirra völdum og einnig af völdum hás vaxtastigs; sé líklegra en ekki að enginn hagvöxtur verði á næsta ári, þ.e.að samdráttur verði meiri en ríkisstjórnin og Seðlabankinn miða áætlanir sínar við.
Einar Björn Bjarnason, 13.1.2010 kl. 02:34
Sem betur fer er þessi mýta með "landflótta lækna" ekki rétt.
Þvert á móti, þar sem fjöldi íslendinga sem hafa menntað sig erlendis, einkum í Danmörku og Ungverjalandi, hefur aukist mjög undanfarin ár, hefur það leitt til þess að í dag fá ekki allir læknar vinnu. Svo einfalt er nú það!
Margret
Margret (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 08:43
Þessi glapræðis skattastefnu stjórnvalda mun valda því að fólk stofnar fyrirtæki sín erlendis.
Fólk sem selur hugvit, þjónustu og annað sem ekki þarf að vera efnislega upprunnið frá íslandi mun flytja sölustöðvar til útlanda og skattayfirvöld munu ekki fá krónu í skatta af því út á þessa skattastefnu.
Þau orð sem Steingrímur tók sér í munn, "you ain't seen nothing yet", eru stríðsyfirlýsing á fjölskyldur og fyrirtæki. Ríkið gegn fólkinu í landinu. Skjaldborginni er snúið í andhverfu sína. Nú hugsar fólk um að verja stöðu sína gegn frekara tapi og leitar leiða til að bjarga þeim verðmætum sem það á eftir og koma framtíðar tekjum sínum í þann farveg að þær renni ekki allar í skatta ríkisins og vaxtagreiðslna af Icesave.
Jóhann (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 09:53
Jóhann,
Fiskur, áliðnaður, landbúnaður og ferðamennska verður Ísland framtíðarinnar. Það er ekki nóg að gefa sprotafyrirtækjum skattaívilnun ef eigendur og stjórnendur verða skattlagðir upp í topp. Þá er hætta á að frumkvöðlar færi sig um set, nær mörkuðum þar sem framtíðaróvissan er minni en hér á landi.
Það er oft betra að fá lága prósentu af hárri upphæð en háa prósentu af engu!
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.1.2010 kl. 10:00
"Þvert á móti, þar sem fjöldi íslendinga sem hafa menntað sig erlendis, einkum í Danmörku og Ungverjalandi, hefur aukist mjög undanfarin ár, hefur það leitt til þess að í dag fá ekki allir læknar vinnu. Svo einfalt er nú það!"
-----------------------------------------
Ég veit ekki hvaða heimi þú ert stödd í, Margrét mín.
Að sjálfsögðu var fólk að flytja hingað, meðan allt lét í lyndi.
Á hinn bóginn, skv. meðal-kreppu hegðun á Íslandi, tekur 2 ár eftir upphaf kreppu þar til útflutningur fólks hefst af alvöru. Enda ekki eitthvað sem þú ákveður á 5 mínútum, að flytja heila fjölskyldu. Síðan laggar þetta aftur á ný, um einhverja hríð eftir upphaf hagvaxtar - um það getur munað árum, ef hagvöxtur er veikur þannig að lífskjör séu ekki að batna meið hraði.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.1.2010 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.