Er Icesave að fara með þjóðina á hausinn?

Hvort er líklegar að Icesave samningurinn fari með þjóðina á hausinn eða sú staðreynd að allt er hér í stoppi vegna rifrildis um málefni sem nemur um 2.5% af landsframleiðslu.  Er virkilega skynsamlegt að setja hin 97.5% á ís mánuðum saman og fórna uppbyggingartækifærum og trausti okkar vegna Icesave?  Þurfum við ekki að setja þetta í rétt samhengi?  Góð erlend umræða hefur sín takmörk?

Allt bendir til að eignir Landsbankans dugi upp í höfuðstól lánsins þannig að það eru vextirnir sem verða íþyngjandi þar til lánið er að fullu greitt.  Í upphafi eru þetta um 950 dollara á mann á ári af landsframleiðslu upp á 37,000 dollara eða um 2.5%.

Það er sama tala og Bretar eyða í hernaðarútgjöld og þar sem við höfum ekki her og Icesave samningurinn á að bjarga okkur frá efnahagshruni passar þetta vel í bókhaldið!

Bandaríkjamenn eyða um 4.5% af þjóðartekjum í hernaðarmál til samanburðar.

Vandamálið er að þessi útgjöld skapa ekki vinnu hér á landi nema að takmörkuðu leyti og fara ekki í framleiðslu hér.  Kannski getum við reynt að fá Hollendinga og Breta til að "endurfjárfesta" hluta af þessu fjármagni í íslenskum atvinnurekstri.  

Icesve yrði þá okkar "hernaðarútgjalda" póstur í ríkisbókhaldinu.

Við þurfum að fara að hugsa um þetta mál á nýjum nótum.


mbl.is Quest tekur málstað Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Mikið til í þessu hjá þér.  Þjóðremba, hroki og heimska virðist vera að fara með þjóðina á hausinn, ekki Icesave sjálft.

Óskar, 12.1.2010 kl. 10:53

2 identicon

Það eru ansi margar órökstuddar fullyrðingar hjá þér. Það er til að mynda alls ekki öruggt að eignir landsbankans dugi fyrir öllu og allt bendir til að hlutfall af eignum upp í skuld fari lækkandi. Þá eru vaxtagreiðslur á þessu ári nærri 45 milljarðar það eitt og sér er 3,75 prósent af landsframleiðslu. Það má vera að þér finnist þessar greiðslur ekki há upphæð en þetta eru tugir milljarða á ári sem fara frá vinnumarkaðnum í greiðslu skulda sem engin lagaleg krafa liggur á bakvið.

Landið (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 10:57

3 Smámynd: Þórður Bragason

Það hljomar eins og léttvægt að greiða vexti sem nema rekstri annars heilbrigðiskerfis, er það svo?

Ég fæ heldur ekki séð að við þurfum að réttlæta kostnað með því að skýra hann hernaðar-eitthvað.

Ert þú á því að við eigum að samþykkja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Þórður Bragason, 12.1.2010 kl. 11:08

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Landið,

Það er ekki aðalatriðið hvort þetta er 2.5% eða 3.75% það eru hin 97.5% eða 96.25% sem skipta meira máli.  Ef Icesave deilan verður til þess að þessi hluti dregst saman eða vaxi ekki eins hratt og annars hefði verið skiptir það miklu máli.  Tap hér upp á 1% er það sama og að vextirnir á Icesave lækki úr 5.5% niður í 3.8%.

Ef engin lagalega krafa er á bak við þetta þá þurfa Geir og Solla að svara fyrir sig, því þau settu þetta í samningarferli.  

Að sækja rétt sinn fyrir dómi getur oft verið dýrara en að sætta sig við óréttlæti.  Svona er nú einu sinni heimurinn sem við lifum í. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.1.2010 kl. 11:12

5 identicon

Við förum hvorteðer á hausinn, skil ekki alveg pointið. 

Af hverju ekki að gera það almennilega og með smá reisn.

Í staðinn fyrir að beygja okkur einu sinni enn fyrir auðvaldinu.

Ólinn (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 11:14

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það sem ég er að benda á er að nota kalt hagsmunamat á þetta og gleyma ekki að þó Icesave sé stórt er það sem stendur fyrir utan Icesave enn stærra.  Það er ekki hægt að einangar þessa hluti og líta eingöngu á Icesave burtséð frá öðrum þáttum hagkerfisins, eins og svo margir halda.

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.1.2010 kl. 11:18

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þórður,

Heilbrigðiskerfið okkar kostar um 11% af landsframleiðslu og er um 3-4 sinnum stærra en Icesave.

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.1.2010 kl. 11:19

8 identicon

Andri, tug milljarða millifærsla frá vinnumarkaðnum til Breta og Hollendinga, plús hundruð milljarða höfuðstóll er að fara halda hagvexti niðri næstu 15 árin. Ísland fer ekki á hausinn þó svo við neitum að greiða fyrir skuldir einkafyrirtækja. Verðmætasköpun hættir ekki í landinu. Við hættum ekki að selja framleiðslu okkar. Eina sem gerist er að við eigum meiri verðmæti í afganga sem getur farið í stækkun hagkerfisins og betri kjör launafólks.

Ofboðslega eru þessar dómsdagspár ykkar leiðinlegar og þreyttar og ekkert sem liggur á bakvið þær hjá ykkur. Hins vegar er alveg vitað hvaða slæmu áhrif það hefur á hagkerfið að taka á sig hundruð milljarða skuldir plús 5,5 prósent vexti.

Landið (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 11:24

9 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Það hlýtur að valda mönnum hugarangri hversu ílla gengur að sannfæra þær þjóðir, sem ætla lána til uppbyggingar, að við eigum ekki að borga Icesave. Svíar og Danir gera fátt annað í sínum fjölmiðlum en að gera lítið úr þessum málafluttningi Íslendinga.

Ég persónulega hef áhyggjur af lánshæfi sem og öðru mati á stöðu Íslands í viðskiptaheiminum. Sér í lagi með útgerðina og orkufyritækin sem eru með samanlagðar skuldir upp á 1100 milljarða. Mikið af þessu fjármagni þarf að endurfjármagna með nýjum lánum. En sem dæmi þá féll HS í hendurnar á erlendum vulture kapitalistum sem fjármögnuðu kaupin, sem ódýr voru fyrir, með krónum keyptar á aflandsmarkaði. HS átti í vandræðum með endurfjármögnun.

Andrés Kristjánsson, 12.1.2010 kl. 11:39

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Landið,

Ég er ekki viss um að þú hafir lesið þennan pistil til enda.  Ég er einmitt að benda á að við þurfum að fá Hollendinga og Breta til að láta þessar vaxtagreiðslur aftur í hagkerfið.  Auðvita stoppar ekki landsframleiðslan en það getur hægt á vexti hennar og það er málið.  Virkjanir, skip og aðföng verða ekki keypt nema með erlendum gjaldmiðli og við þurfum erlend lán til að koma hagkerfinu aftur á fullan damp.  Ef þessi lán tefjast eða verða dýrari er það líka kostnaður sem þarf að taka með í reikninginn.  Icesave er ekki einstefnugata. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.1.2010 kl. 11:43

11 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Andrés,

Gott innlegg.   2011 verður eitt stærsta endurfjármögnunarár Íslandssögunnar og viðræður um þau lán byrja eflaust á þessu ári.  Ef Icesave er enn óleyst um mitt ár er ekki von á góðu.  Hins vegar er rétt að erlendir spekúlantar græða á þessari óvissu, hún er þeirra lifibrauð.  Hættan er að ef við förum að endursemja um Icesave föllum við á tíma með OR og LV og ef betri samningar nást um Icesave fást verri samningar hjá OR og LV.  Þetta er miklu flóknari reikningur en fólk gerir sér grein fyrir.

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.1.2010 kl. 11:48

12 identicon

Er ekki klúður Icesave enn ein sönnun þess að við höldum alltaf að við getum allt sjálf án þess að fá aðstoð frá fólki utanfrá. Halda menn virkilega að við höfum unnið Þorskastríðin aðeins á eigin forsendum ?

Held að það væri hins vegar lang best að leysa þetta vandræða mál með samningum. Þetta snýst um upphæð og vexti. Við eigum að semja um fasta upphæð og sanngjarna vexti og EKKI tengja eignir Landsbankans við þennan samning.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 11:49

13 identicon

Það eitt og sér að láta kúga sig eins og ríkisstjórnin hefur látið viðgangast er þess virði að standa á rétti okkar og sætta okkur ekki við þessa "saminga" í þeirri mynd sem barið var í gegnum Alþingi. Þjóðarstolt? Kannski, eða kannski bara að reyna að halda smá virðingu.

Ég vill líka halda því til haga að þessir "samningar" byggja óþarflega mikið á hugsun bankanna, þeirri sem kom Íslandi í þrot. Lengja lánstíma í gegnum slæma tímann + "þetta reddast" hugsun = $$$$. Ég sjálfur vill murka lífið úr þessari hugsun en ekki að ríkisstjórnin taki hana upp.

Gunnar (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 11:55

14 identicon

Af hverju kynnir ríkisstjórnin ekki þetta mál með tölum í stað málæðis.  Steingrímur Á að setja þetta upp eins og greiðslu plan fyrir lán, brotið niður á hvern einstakling í landinu, m.v. gefnar forsendur.  Hvað verður mikið innheimt af hverri fjölskyldu í landinu á hverju ári til að standa straum af láninu sem ÞJÓÐIN er að taka vegna þessa máls.  Er það vegna þess að það er auðveldara að sverja af sér orðræður en tölur.

Þetta hefur líka með það að gera að erfitt er að sætta sig við að við þurfum að borga allan pakkann, ekki bara 20.000 evrurnar.  Þeim sem minna eiga var fórnað fyrir þá sem meira eiga, þegar allar innistæður á Íslandi voru tryggðar, tryggðar af ríkissjóði sem átti ekki ekkert nema framtíðar skattgreiðslur sem veð.  Hugsanlegt tap fjármagnseigenda var almannavætt af Ingibjörgu og Geir, fólki sem gerði sér "kannski" ekki grein fyrir víðtækum afleiðingum gjörða sinna.  

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 11:58

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einmitt - með 60% fyrirtækja skv. AGS raungjaldþrota, þá er frekari samdráttur 100% óhjákvæmilegur.

Við getum treyst því, að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast næstu 2 - 3 árin.

Aðgerð ríkisstjórnarinnar, er hefur skilað í svipinna "appearance of things looking beter" var framkvæmd með þeim hætti, eins og kom fram í fréttum rétt fyrir jól:

  • 50% fyrirtækja, fengu tímabundna lækkun á greiðslubyrði.
  • 2/8 ftrirtækja, eru í erfiðleikum.

Samanlagt, rúmlega 60% fyrirtækja.

Á sama tíma, hefur almenningur fengið sambærileg úrræði.

-------------------------------------

Hjá báðum aðilum hækka skuldir, á meðan, þ.s. mismunur bætist aftan við.

Með öðrum orðum, þessi aðferð gerir íllt verra, raunverulega vandamálið - þ.e. skuldirnar versna.

S'iðan, þegar hin tímabundna lækkun greiðslubyrði er úti, þá getur þú treyst því, að komi svokallað seinna "dip in recession" í boði ríkisstjórnarinna.

-----------------------------

-----------------------------

Varðandi hitt:

Ísland væri nú þegar greiðsluþrota, ef ekki hefði fengist neyðarlán frá AGS, þ.s. eins og ástatt er nú, duga gjaldeyristekjur okkar ekki einu sinni fyrir vöxtum af erlendum skuldbindingum.

Það að komast upp fyrir strik, en eins og ástandið er í dag eru skuldir þjóðarinnar ósjálfbærar, þá þarf:

  • Mjög hátt hlutfall að fást fyrir eignir banka, ekki bara Landsbanka, svo hægt sé að lækka skuldir. En, hafa ber í huga, að þeir sem dæma um virði þeirra eigna, eru sömu starfsmennirnir, er upphaflega reiknuðu virði þeirra eigna, sem starfsmenn viðkomandi banka. Þeir eru því dómarar í eigin sök - sem fær mig til að vantreysta þessu mati.
  • Þjóðarframleiðsla þarf að hækka um 3,4 - 3,6% næstu 10 árin, frá 2012. Svo mikill hagvöxtur er útilokaður fullkomlega, þegar gríðarleg skuldabyrði bæði heimila og fyrirtækja, bremsar niður getu hagkerfisins til hagvaxtar.
  • Afgangur af útflutningstekjum, þarf að vera á milli 160-180 milljarðar,næstu 10 árin. Nánast útilokað, er að þetta náist, með það í huga, að það fer aldrei saman til lengdar hérlendis, hár afgangur af útflutnigsreikningi og hár hagvöxtur - einnig, +i dag er halli af þessum reikningi þegar kostnaði af því að standa undir skuldbindingum er bætt inn.
  • 50 milljarða árleg tekjuaukning ríkissjóðs. Til þess þarf öfluga hækkun veltuskatt á hverju ári, þ.e. hagvöxt- en hagvöxtur sem slíkur, er til þyrfti - er nánast útilokarðu.

Niðurstaða: þetta gengur ekki upp.

Ekkert upp á sig, að bæta við gjaldþrota land, skuldbindingum sem það ræður ekki við.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.1.2010 kl. 12:10

16 Smámynd: Þórður Bragason

Sæll Andri,

Mér vitanlega kostar rekstur heilbrigðiskerfisins ca 50 milljarða á ári, svipuð upphæð og við eigum að borga í vexti af Icesave höfuðstólnum.  Er það ekki rétt?

Það er rétt að við erum að falla á tíma hvað endurfjármögnun 2011 varðar, en, ekki þar með sagt að bestu kaupin út úr þeirri stöðu kosti svona mikið.

Ef þú bersð saman 2 kosti, þjóð sem ekki borgar skuldir eins og Icesave og þjóð sem skuldar eitt Icsave, hvor þjóðin ætli fái betra lánshæfismat?  Þú gerir þér grein fyrir því að okkur er spáð þjoðargjaldþroti, líkt og Venezuela.

Þórður Bragason, 12.1.2010 kl. 12:16

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú heldur áfram að réttlæta það, Andri Geir, að við borgum það, sem við eigum ekki að borga. Þú hefur sagt þig margítrekað og með eindregnum hætti í lið með Steingrími og Jóhönnu í þessu máli. Það er kjarni þessa máls þíns. Og þegar þér er bent á, að tölur þínar um að Icesave-afborganir nemi um 2,5% af landsframleiðslu standist ekki, heldur séu t.d. vextirnir einir og sér 3,75 prósent af landsframleiðslu, þá biðstu ekki afsökunar, heldur segir léttúðlega: "Það er ekki aðalatriðið hvort þetta er 2.5% eða 3.75% það eru hin 97.5% eða 96.25% sem skipta meira máli"!!! En jafnvel 96,25% er rangt hjá þér, því að ekki aðeins stendur til að borga vexti, heldur líka af höfuðstólnum!

Og af því að þú gefur þig út fyrir að vera reikningshaus, þá ættirðu að reyna að reikna, hvernig þetta eyðir upp allri öflun okkar á erlendum gjaldeyri, með tilheyrandi frystingu stórs hluta nauðsynlegra vörukaupa erlendis frá.

Svo segirðu og viðurkennir: "Vandamálið er að þessi útgjöld skapa ekki vinnu hér á landi nema að takmörkuðu leyti og fara ekki í framleiðslu hér." – Það væri nú fróðlegt að sjá, hvað þu átt við með orðunum "nema að takmörkuðu leyti,", því að ég fæ ekki séð, að neinir fái vinnu við þetta mál aðrir en Svavar Gestsson og allur hans aðstoðarmannaskari og fólk í fjármálaráðuneytinu, auk starfsfólks Alþingis og fjölmiðlamanna, og væri sá "ávinningur" harla lítils virði miðað við það sem ætlazt er til í skuldaþrælkun þjóðarinnar í staðinn (hvar fær hver fjögurra manna fjölskylda um eða yfir 8–9 milljóna "aukapening" til að borga Icesave?!).

Og svo slærðu út þessu fáránlega trompi þínu: "Kannski getum við reynt að fá Hollendinga og Breta til að "endurfjárfesta" hluta af þessu fjármagni í íslenskum atvinnurekstri"!!! Ertu virkilega svona illa að þér, að þú vitir ekki af því, að Bretastjórn tók lán – á miklu lægri vöxtum en 5,55% – til að fjármagna útgreiðslur sínar til áhættufjárfestanna sem lögðu í Icesave-reikningana? Hvernig á á Bretastjórn að geta "endurfjárfest" þessa peninga hér?!!!

"Ef engin lagaleg krafa er á bak við þetta þá þurfa Geir og Solla að svara fyrir sig, því þau settu þetta í samningarferli," segir þú, en þau ábyrgðust engar tilteknar greiðslur né vexti og lögðu aldrei (eins og þau hefðu þá þurft að gera, til að þetta hefði eitthvert skuldbindandi gildi fyrir ríkissjóð og þjóðina) neina slíka samninga fyrir Alþingi.

Ef þú ert jafnan staddur erlendis að skrifa um þessi mál, þá er ekki úr vegi að benda þér á, að almenningur hér hefur verið að fá miklu meiri jákvæðar fréttir af málefnastöðu þessa máls en þig óraði fyrir, og allt stefnir í það, að málstaður þeirra, sem vilja Icesave-lögin frá 30. desember, verði kolfelldur í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þannig var t.d. í skoðanakönnun á Vísir.is um helgina og fram til dagsins í gær, og þar voru 68% sem sögðust ætla að greiða atkvæði gegn Icesave-lögunum, en 16% með þeim, og 16% voru óákveðnir. Ef aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku, eru 81% manna andvíg Icesave-lögunum frá 30. desember, en 19% með þeim. Sjá nánar HÉR! og þar með líka um stuðning við Ólaf Ragnar Grímsson forseta.

Veðjaðu ekki á vitlausan hest, það borgar sig aldrei til lengdar.

Jón Valur Jensson, 12.1.2010 kl. 15:04

18 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jón Valur,

Eitt er víst, ég er ekki í liði með Geir Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu, Árna Matt og Björgvini sem vildu semja upp á 6.7% og voru svo elskuleg að afhenda Hollendingum undirritaða viljayfirlýsingu þar af lútandi sem reyndist Bretum og Hollendingum afskaplega skarpt vopn.

Báðar tölurnar 2.5% og 3.75% hafa verið notaðar af mörgum aðilum og miðast við gefnar forsendur.  2.75% er líklega besta og auðskiljanlegasta talan en hún fæst með því að helminga 5.5% vexti af Icesave á þeim grundvelli að Icesave skuldin er helmingur af landsframleiðslu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.1.2010 kl. 15:22

19 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Einnig ber mönnum að kynna sér stöðu Argentínu þeir ákváðu að lýsa yfir þjóðargjaldþroti til að koma sér undan skuldbindingum en fundu sig í enn verri málum. .

Þessi frétt kemur frá Noregi og er enn eitt dæmi þess hversu ílla gengur fyrir okkur Íslendinga að sannfæra þá sem koma til með að lána okkur. Afstaða Svía, Finna og Dana ætti ekki að koma neinum á óvart.

Andrés Kristjánsson, 12.1.2010 kl. 15:26

20 Smámynd: Héðinn Björnsson

Talað hefur verið um að reikningurinn verði um 2+/-1 miljarðar evra þegar kemur að skuldardögum 2016 sem þá þarf að greiðast upp af vöruskiptajöfnuði. Vöruskiptajöfnuður er ólíklega hægt að ná langt upp yfir 250 miljón Evrur í langtímameðaltal sem þýðir að við erum um 36 ár að borga upp ef skuldin endar í 3 milljörðum Evra en um 5 ár ef skuldin endar í 1 miljarði. Á meðan hlaðast upp vextir af öðrum skuldum. Það er því annsi afgerandi fyrir það hvort um gerlega vegferð er farið í hvort skuldin endar í 1 eða 3 miljarða Evra. Ef Bretar og Hollendingar væru tilbúnir að taka yfir ríkisábyrgðina fyrir 1 miljarð Evra væri ég líklega tilbúinn að samþykkja slíkt en galopinn samning sem engin leið er til að segja fyrir um hvort við getum staðið við get ég ekki samþykkt.

Héðinn Björnsson, 12.1.2010 kl. 18:08

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var klént svar hjá þér, Andri Geir. Ef þú ferð inn á greinina, sem er efst hjá mér núna og á slóðirnir inn á upplýsingar Guðmundar Franklíns Jónssonar um fund fulltrúa Íslands með fulltrúum 7 EB-ríkja 12. nóvember 2008, þá sérðu, hve gifurlegur og ósanngjarn þrýstingurinn var á fyrri ríkisstjórn í málinu; það var á þessum fundi, sem íslenzku fulltrúarnir, "quite naively, “begged for mercy” before seven EU Representatives (Germany, UK, Netherlands, Austria, Finland, Sweden and Denmark)." Samt var þá þegar – jafnvel með viðurkenningu Hollendinga – búið að ógilda það minnisblað frá október 2008, sem þú ert í raun að vísa hér í, þar sem þú talar um 6,7% vexti. ENGIN skuldbinding hafði hins vegar verið gefin út af þar til bæru yfirvaldi hérlendis – þ.e. Alþingi – að greiða Hollendingum slíka vexti, og það er EKKI hægt að nota þetta úrelta minnisblað til að réttlæta neina "skuldbindingu" til að borga milljarðahundruðin eins og Icesave-samningarnir árið 2009 kváðu á um – um það eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og lögfræðingar sammála, þar á meðal brezka málflutningsstofan Mishcon de Reya.

Ef þú ert að halda þvi fram, að fyrri ríkisstjórn hafi bundið okkur til þessara skuldaþrælkunar-samninga, þá ertu að vinna gegn hagsmunum og málstað íslenzku þjóðarinnar. Er ekki kominn tími til að láta af því athæfi, Andri Geir?

Læt þetta nægja í bili; kem inn á aðra hluti á eftir.

Jón Valur Jensson, 12.1.2010 kl. 19:39

22 identicon

Var ekki málflutningur síðuritara fyrir nokkrum mánuðum á þá leið að auðvitað réðum við ekki við að borga en að við ættum að samþykkja samt því ESB myndi lauma peningunum aftur til okkar í formi styrkja eða þá að samið yrði upp á nýtt?

Núna segir síðuritari að það sé ekkert mál að greiða þetta.

Hvaða forsendur hafa breyst?

Mér vitanlega hefur ekkert gerst í millitíðinni nema að höfuðstóllinn hefur hlaðið á sig vöxtum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 20:05

23 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hans,

Þessi færsla segir ekki að við getum endilega borgað sama hvort við segjum já eða nei.  Ég er einfaldlega að benda á að líkurnar á að við getum lent í greiðsluvandræðum með því að segja nei eru ekki endilega lægri en með því að segja já.  

Ég er enn þeirra skoðunar að við verðum aldrei látin borga þetta nema að hluta til.  Hins vegar er ekki pólitískt landslag innan ESB nú til að gefa eftir, það breytist hins vegar með nýju fólki og inngöngu okkar inn í ESB eftir nokkur ár.

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.1.2010 kl. 20:19

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert reiðubúinn, Andri Geir, að 1) játa stórsyndir á okkur Íslendinga að ósekju, 2) auglýsa það fyrir alheimi og eyðileggja þannig fyrir lagalegum vörnum okkar, 3) mæla með því að við göngum um betlandi um miskunn, þegar við getum ekki borgað. Þú lætur þér detta í hug, að Bretar og Hollendingar hafi sótt málið af þvílíkri hörku sem raun ber vitni, m.a. með kröfunni um uppgjöf friðhelgi ríkiseigna, án þess að hafa meint neitt alvarlegt með því. Þú ert haldinn þeirri glórulausu bjartsýni, að Bretar segi bara: "Allt í lagi, þið þurfið ekkert að borga þetta lengur! Hefurðu lesið frásögn Tolstoys um skuldaánauð Fidji-eyja? Ég held það sé kominn tími til.

Jón Valur Jensson, 12.1.2010 kl. 21:09

25 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Andi Geir, góð greining á ljótu máli. Ég mun örugglega nota hana sem efnivið á minni bloggsíðu

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2010 kl. 21:27

26 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jón Valur,

Ég er ekki mikið fyrir kaþólska siði.

Er ekki nóg að hafa íslenska óvita sem féllu á kné fyrir Bretum og Hollendingum og skrifuðu upp á syndaaflausn með 6.7% vöxtum sem þeir síðan afneituðu þrisvar áður en haninn galaði tvisvar.

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.1.2010 kl. 21:52

27 Smámynd: Auðun Gíslason

Til höfuðs hinum stóryrtu, Jóni Val og fl.

Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave

11.10.2008

Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.

Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.

Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)

16.11.2008

Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.

Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.

Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrir­greiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.

Umsamin viðmið

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

Reykjavík 16. nóvember 2008

Kannski ekki úr vegi, að minna á þessar samninga ríkisstjórnar Geirs. H. Haarde nú þegar ásakanirnar  dynja á núverandi ríkisstjórn.  Svona hófst í raun þessi samningaruna.  Svona var ríkissjóður skuldbundinn í byrjun þessa leiðindamáls!  Nú virðist stór hluti þjóðarinnar telja að Jóhanna og Steingrímur J. eigi sök á hvernig komið er, og þau sæta ásökunum um hin villtustu svik við land og þjóð.  Munið að Icesave-myllan fór af stóð 2006 með vilja og vitund íslenskra yfirvalda!

Auðun Gíslason, 12.1.2010 kl. 22:49

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eins og margoft hefur verið útskýrt fyrir fólki þá er icesave aðeins einn hluti dæmisins og eins og bent er á í pisti þá er það svo langt í frá gáfulegt upplegg hjá íslendingum að gera þetta að - öllu.

Það sem er reyndar merkilegst við þetta félags-sálfræðilega séð, er nefnileg hvernig er búið að gera þetta að öllu.  Það er eins og ekkert annað skipti máli og ef eigi væri Icesave - nú, þá væri bara alltí gúddí hérna.  Þetta er stórmerkilegt hvernig búið er að spana upp eitthver rugl.

Annars er Kristinn H.  fv Alþingismaður með désk. góðan pistil og umhugsunarverðann:

http://www.kristinn.is/frettirpage.asp?ID=1340

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2010 kl. 23:53

29 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skv. Gylfa Magnússyni, miðað við 75% innheimtur, sem ríkisstjórnin kaus sjálf að miða við síðastliðið sumar, þá er þetta milli 4 - 6% af þjóðarframleiðslu.

Á hinn bóginn, er bandvitlaust að miða við þjóðarframleiðslu, þ.s. þetta er einfaldega ekki greitt með þjóðarframleiðsunni, heldur gjaldeyristekjum.

Ástæðan er sú, að um þessar mundir, er ekki mögulegt að greiða erlendi með tekjum í krónum - en, aðalorsök þess, eru sjálf gjaldeyrishöftin.

Þ.s. skiptir máli, er afgangur af gjaldeyristekjum - og því miður, er raunhalli á gjaldeyrisreikningi Íslands, og verður skv. skýrslu Hagstofu Íslands, út árið 2014.

----------------------------------------

Afleiðing þessa, er að ekki er peningur til fyrir þessum greiðslum, nema með því, að ganga á gjaldeyrisforðann.

Staðreyndin er sú, að Ísland er þ.s. kallað er "insolvent" - sem á Íslensku kallast gjaldþrota. En, þ.e. ástand sem markast af því, þegar kostnaður og gjöld þín af skuldum eru hærri en þær tekjur er þú hefur.

Ríkisstjórnin, vonast etftir að losna úr þessu ástandi, með eignasölu - þ.e. sölu eigna þrotabúa bankanna. Þá, lækkar kostnaður af erlendum skuldum, og ef nægilega góð verð, nær Ísland yfir tekjumúrinn, þannig að tekjur fara þá hugsanlega að duga fyrir vöxtum.

----------------------------------------

Vandinn er sá, að þetta ástand er ríkjandi í ár og var einnig í fyrra - en, þó var ekki kominn inn vaxtakostnaður fyrir Icesave né fyrir lánum frá Norðurlöndunum, og öðrum.

Þannig, að ef við við bætum þeim byrðum öllum við, þá óhjákvæmilega hækkar raunhallinn - og hættan er þá, að hratt gangi á þessi gjaldeyrissjóðslán, og Ísland verði að lokum þurrausið af gjaldeyri.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.1.2010 kl. 23:57

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"75% innheimtur, sem ríkisstjórnin kaus sjálf að miða við síðastliðið sumar"

Það var bara gert til að vera Uber varkár.  Uber varkár.

Áætlanir núna miða við 90%

Það er bara alveg sama hvernig á er litið.  Það réttlætir ekkert að gera þetta ákveðna atriði að ÖLLU í tengslum við erfiðleika þá er Ísland stendur nú í.  Það er engin skynsemi í því.  Langt í frá.  Og lesið pistil Kristins H. og hugleiðið áður en þið farið að sofa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.1.2010 kl. 00:15

31 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skv. síðustu áætlun Landsbanka, fást 88%.

75% var að mati ríkisstjórnarinnar, varfært mat - en, ég myndi ekki kalla það yfirvarfært.

Bjarki, ég legg til að þú lesir aftur þ.s. ég saðgi að ofan, svarið liggur þar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.1.2010 kl. 00:24

32 identicon

Það er mikill kjánaskapur að halda að vinnuskjal um 6,7 prósent vexti hafi einhvern lagalegan grundvöll. Þessi ríkistjórn sá um að semja um málið og gekk herfilega til verks.

Vextir sem eru 5,55 prósent á ári eða sirka 45 milljarðar á þessu ári sem bætast svo við höfuðstólinn. Síðan hækkar skuldin vegna hækkunar á evru og pundi en sú hækkun hefði numið 50 milljörðum á þessu ár ef samingurinn hefði verið sammþykktur. Til samanburðar kosta allir mennta og háskólar landsins sirka 30 miljarða í rekstir á ári.

Landið (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 01:15

33 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarki - þ.s. þú vísar til, er svokallað "memorandum of understanding", sem er bráðabygrðasamkomulag.

Þ.e. þó eingöngu bindandi, innan þess samningsferlis sem það "memorandum" er hluti af.

Ef, það ferli fjarar út eða leiðir ekki til niðurstöðu - þá hefur þetta "memorandum" enga sjálfvirka tengingu við næstu samningslotu.

-----------------------------------

Í næstu samningslotu, eru aðilar, formlega óbundnir, nema að aðilar verði ásáttir um, að halda áfram að vinna með það fyrra "memorandum of understanding".

------------------------------------

Þessi samingslota er þú vísar til, endaði ekki í samningi.

Þegar núverandi ríkisstjórn tók við, þá var hún algerlega óbundin af þessu bráðabyrgða samkomulagi, nem að að hún sjálf kysi að líta á sig sem bundna því.

Það, var aftur á móti hennar val eða, að samningamenn ríkisstjórnarinnar, kusu að líta á þau mál, þeim hætti.

------------------------------------------

Kostir vs. gallar: þú flýtir fyrir samningum - ef til vill, en á móti, þá bindur þú þig ákvörðunum fyrri ríkisstjórnar um samninga-aðferð og prinsipp, sem miðað er við.

Að mínu mati, voru þetta stórfelld mistök, að taka beint upp þetta "memorandum" og gera að sínu, þrátt fyrir þær lagfæringar í samanburði er ríkisstjórnin taldi sig ná fram.

Að velja, að hefja samninga á "0" punkti, hefði verið heppilegra - þó svo, að mögullega væru samningamenn Breta og Hollendinga pirraðir í fyrstu. En, þá hefði samningalota, hafist með þreyfingum um grunn prinsipp næstu samningalotu, sem síðan hefði leitt til formlegra viðræðna eftir að samkomulag um samningaviðmið hefði verið í höfn skv. nýju "memorandum".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.1.2010 kl. 01:50

34 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Við verðum að muna að hér er fólk að semja, ekki tölvur sem hægt er að hreinsa minnið á.  Memoið hans Árna Matt upp á 6.7% setur ákveðinn upphafspunkt á samningaferlið, bæði sálfræðilega og efnislega. 

Við erum ekki að semja við sjálfa okkur.  Andstæðingurinn getur alltaf vísað beint eða óbeint á þetta skjal og síðan má ekki gleyma að svona skjal gerir andstæðinginn miklu sjálfsöruggari, hann veit að hann er að semja við "óvita".  Íslendingarnir verða hins vegar nervösir þar sem þeir ósjálfrátt vita að þeir eru að eiga við algjöra sérfræðinga og harða andstæðinga.  Í svona samningum skiptir allt máli, hvert einasta smáatriði.  

Margt smátt gerir eitt stórt.  Það sannaðist í þessu máli.

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.1.2010 kl. 07:20

35 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það má vera, en vandinn var þarna fyrir jól 2008, þá var svo bersýnilegt að ákvarðanir Viðeyjarstjórnarinnar voru fremur flausturslegar, en eftir allt saman þá var annar formaðurinn fjarverandi mikinn hluta þess tíma, vegna krankleika og þá virtist enginn geta tekið upp hennar kyndil innan Samfó, svo hún var eins og höfuðlaus her.

Á sama tíma voru andstæðingarnir mjög ákveðnir, vel undirbúnir og keyrðu á málið.

----------------------------------

Niðurstaðan, útkoma sem var nærri alveg skv. þeirra hagsmunum.

Að sumu leiti voru þetta skiljanleg mistök. En, það var einmitt þ.s. þetta var, útkoma mistaka.

Mistök, er hægt að taka til baka, sérstaklega þegar ný stjórn er tekin við völdum, sem hefur fullt frelsi, til að ákveða að hvaða marki hún telur ákvarðanir fyrri ríkisstjírnar byndandi, sérstaklega hafandi í huga, flaustrið og ótrúlega röð mistaka er einkenndi síðustu mánuði stjórnartíðar þeirrar stjórnar.

---------------------------------------

Það var því full ástæða, til að hefja á "0" punktri, þó svo það hefði að sjálfsögðu tafið upphaf nýrra viðræðna.

En, sem augljóst dæmi, um hvað ekki var tekið tillit til, er akkúrat sú staðreynd, að það var og er enn, neyðarástand.

Skv. neyðarástandi, þá gildir reglan um "grunnhagsmuni þjóðar".

Þetta er ein af grunnreglum ESB, mjög sjaldan notuð, þ.s. blessunarlega hefur neyðarástand hent sjaldan.

En, EFTA hefur staðfest Neyðarlögin skv. því prinsippi, þ.e. að aðgerðir stjórnvalda hafi ekki gengið lengra, en réttlætanlegt hafi verið og sé, út frá sjónarmiðum neyðarréttar.

Ég tel rétt, sem dæmi, að út frá sjónarmiðum neyðarréttar, sé einfaldlega brot t.d. gagnvart Rómar-sáttmálanum, að neyða ofan i kokið á þjóð, skuldbindingar sem séu ósjálfbærar.

Það þíðir tvennt, A) ekki lengur hætta t.d. í dómsmáli, að við værum dæmd til að undirgangast ósjálfbærar skuldbindingar, þannig að ekki er lengur hætta á við værum dæmd til að borga meira, því má nú slá alveg föstu; B) Líkur til þess, að núverandi samningar séu einfaldlega ólöglegir skv. sáttmálum Evrópusambandsins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.1.2010 kl. 12:31

36 identicon

Það væri nú ekki verra ef menn lætu þessi 2,5% af þjóðarframleiðslu renna til Landhelgisgæslunnar, í stað þess að láta hana grotna niður, eins og landráðastjórnin virðist einmitt gera nú um stundir.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 12:36

37 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér sýnist að smjörklípuaðferð Davíðs sé orðin að þungamiðju allrar pólitískrar aðkomu hægri manna í þessari umræðu.

Eins og umrætt minnisblað ber með sér þá er það viðurkenning á kröfu Hollendinga. Til hvers annars eiginlega? Annað mál er svo hvernig samningurinn var fullnustaður. Mér sýnist núverandi rikisstjórn hafa unnið sína vinnu illa en það firrir forverana engan veginn ábyrgð á klúðrinu sem ýtti fullnustunni í farveg.

Útfærsla landhelginnar 1958 studdist ekki við þjóðréttarlegar hefðir. Síður en svo því fyrri samningsdrög við Breta höfðu aðra niðurstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn gekk í lið með Bretum með oddi og egg í því að tortyggja einhliða útfærslu og Morgunbl. beitti allri sinni málsnilld til að hrakyrða ráðherra ríkisstjórnar fyrir ámælisvert gönuhlaup sem það að leggja í styrjöld við hernaðarþjóð nágranna og mikilvægan markað. Ríkisstjórn okkar þá var óskemmd af hugleysi og við náðum fljótlega samúð og stuðningi alþjóðasamfélagsins. Bretar gáfust ekki upp fyrir gömlum varðskipum, hann gafst upp fyrir djörfung og samhug lítillarþjóðar sem varði lífshagsmuni. Og alþjóðasamfélagið tók afstöðu þegar málin voru komin úr þófi og orðin að heimsfrétt.

En með smjörklípuaðferðinni hefur arkitektum mesta klúðurs heimsviðskipta tekist að forða sér úr varnarstöðu og breyst í stórskotalið. 

Árni Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 22:09

38 Smámynd: Jón Valur Jensson

Árni, þú horfir þarna á eitthvað sem ríkisstjórnin í október 2008 hafi gert – og gert okkur, borgurum landsins, með "viðurkenningu" sem þú kallar. Þú horfir á vonzku eða vonda frammistöðu viðkomandi ríkisstjórnar. Hefurðu litið á umhverfi hennar þá, hvernig henni var hótað og hún beitt bolabrögðum og efnahagslegum þvingunaraðgerðum, jafnvel þannig, að svo horfði, að menn gætu ekki fengið lyf hingað? Hefurðu skoðað skýrslurnar um fundi íslenzkra stjórnarfulltrúa út í Evrópu í okt. og nóv. 2008? Hefurðu lagt það á þig að greina þær? Hefurðu ekkert orðið var við hroka og yfirgang erlendra stjórnarfulltrúa þar? Hafa þeir sýnt þar virðingu fyrir lagalegum vörnum okkar manna? Gera þeir það t.d. á fundinum 12. nóvember, sem sagt er frá HÉR hjá Guðmundi Franklín Jónssyni? Hefðir þú staðizt áhlaupið, ósanngjarnan þrýstinginn og samstöðu flestra viðstaddra fulltrúa stórra ríkja, og hefurðu trú á, að Steingrimur J. hefði ekki lyppazt niður?

Sýnist þér, að ásökun þín eigi að beinast að Íslendingum miklu frekar en að þessum erlendu stjórnarfulltrúum, ríkisstjórnum þeirra og samblæstrinum gegn Íslandi? Eru þeir ekki pólitísku bullurnar (bullies)?

Sýnist þér ekki, að Íslendingarnir hafi reynt að beita vissum vörnum, og hefurðu ekki tekið eftir því, – úr því að þú ert nú að tjá þig hérna, – að minnisblaðið til Hollendinganna gekk úr gildi í nóvember, jafnvel að þeirra eigin sögn, og finnst þér það ekki fagnaðarefni fyrir málsvörn okkar, eða viltu veifa endalaust þessu úr sér gengna minnisblaði og þá til hvers? Viltu kannski taka ábyrgðina af herðum Steingríms og Jóhönnu á Icesave-samningunum, er það þinn tilgangur?

Gerðu þér þá grein fyrir því, að jafnvel þótt minnisblaðið hefði ekki verið "gert ógilt" mánuði seinna, þá gat það samt ekki skuldbundið ríkissjóð til neinna greiðslna. Þvert á móti hefði það hugsanlega getað verið tilefni landsdóms yfir ráðherrum, ef þeir undirrituðu það, en nú var það ekki einu sinni svo, heldur voru það Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri og kona háttsett í einu ráðuneytinu, sem skrifuðu undir!

Jón Valur Jensson, 15.1.2010 kl. 01:41

39 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"""

Umsamin viðmið

1.Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög gjöf ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags svæð ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.

2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða gjald eyris sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.

3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

Reykjavík 16. nóvember 2008

"""

Í samnignum sem Svavar kom með heim er 94/19/EB vikið til hliðar enda eru ríkisábyrgðir bannaðar þar. Allt sem hann þurti að gera var að benda viðsemjendum á að hann væri bundin af þessu plaggi og þar sem sem stendur Skýrt að hann verði að samnigurinn eigi að virða 94/19/EB.

Guðmundur Jónsson, 15.1.2010 kl. 10:24

40 Smámynd: Guðmundur Jónsson

leiðrétt.

Allt sem hann þurfti að gera var að benda viðsemjendum á að hann væri bundin af þessu plaggi þar sem sem stendur skýrt að samnigurinn eigi að virða 94/19/EB.

Guðmundur Jónsson, 15.1.2010 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband