Tvær hliðar á Icesave

Icesave er flókið mál og flækist enn meir er tíminn líður.  Athyglisvert er að fólk bæði á Íslandi og erlendis horfið á málið frá tveimur mismunandi sjónarhornum og kemst því að mjög mismunandi niðurstöðum.

Einn hópur horfir á lagalegu hliðina og regluverkið í kringum bankana í hruninu.  Sá hópur spyr sig: er lagalegur rökstuðningur fyrir að Íslendingar taki á sig 100% af ábyrgðinni?

Hinn hópurinn horfir á þær yfirlýsingar sem íslenskir ráðamenn og Alþingi hafa gefið út fyrir og eftir hrun.  Sá hópur spyr sig: ætla Íslendingar að standa við sín orð?

Ofan á þetta bætist síðan leiðtogaleysið hjá íslenskum stjórnmálaflokkum.  Það var hvergi betur afhjúpað en þegar Forsetinn neyddist til að ganga fram og taka af skarið.  

Íslenska stjórnarskráin hefur orðið fórnarlamb þessa Icesave máls.  Ísland mun ekki endurheimta traust og trúverðugleika fyrr en almenningur (ekki stjórnmálamenn sem treysta á prófkjör)  taka af skarið og setja sér nýja og bætta stjórnarskrá. 


mbl.is Ríkisstjórnin í vandræðalegri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar uppá talninguna hjá þér.  Þetta mál snýst um vexti.  Mundu að eignir LB duga fyrir 90% af skuldinni en þar sem "lánið" er til 15 ára, og byrja að greiðast eftir 7 ár, munu vextirnir tikka frá degi eitt.

Ef að okkur text  að benda á brotalamirnar og lagaóvissuna (sem er sannarlega til staðar) og fá þá niðurstöðu að vextirnir af þessari upphæð ætti að skiptast á milli UK, NL, IS og ESB, værum við í miklu betri málum.  VIð skulum ekki gleyma að LB dugar fyrir 90% af skuldinni. 

 Það er ekki réttlátt að allir vextirnir lendi á Íslandi.  Það má ekki gleyma að UK og NL geta hirt Lansdsbankann með manni og mús.  Það dugar fyrir 90% af skuldinni.  Við erum að rífast um restina.  

Ég tel nauðsynlegt að semja upp á nýtt.  Fá að því alla flokka og skapa einingu meðal þjóðarinnar.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 09:49

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Andri Geir, vissulega væri jákvætt ef stjórnvöld gætu ávalt staðið við sýnar yfirlýsingar og það gerist nú yfirleitt.  En þegar stjórnvöld eru t.d. ÞVINGUÐ til að segja hluti sem allir sjá að eru "blekking & lygi" eins og gerðist í Icesave málinu, þá gefur auga leið að slíkar yfirlýsingar hafa AUÐVITAÐ ekkert gildi. Bresk, hollensk og íslensk stjórnvöld áttuðu sig á því strax árið 2006 að íslenska ríkið hafði auðvitað enga burði til að koma til bjargar, það var augljóst í raun frá árinu 2004 (sjá www.vald.org) en það er nú önnur saga.  Þanngi að borga tilbaka á þessum nótum stenst ekki nánari skoðun, það vita bretar & hollendingar, auk þess sem allar 3 þjóðirnar vissu allan tíma að "orð ráðherra bera ekki lagalega skildu".  Það er eðlilegt því einn eða fleiri heimskir stjórnmálaleiðtogar (hérlendis eða í Afríku) eiga ekki að geta RÚSTAÐ eiginn samfélagi, þó það gerist í Afríku ítrekað, þá gerist slíkt ekki hjá þjóð sem á elsta þjóðin í heimi.

Svo er það einnig "siðferðisleg ábyrgð" sem kemur inn í myndina.  Þar stöndum við hvað veikast, því alltaf var augljóst að þetta voru okkar bankaræningar sem fóru rænandi hérlendis & erlendis.  Stærstu bankaræningjar Evrópu komu þannig frá Íslandi, þjóðin skammast sýn fyrir sína siðblindu viðskipta- & stjórnmálamenn, en þýðir það að við eigum að lenda í SKULDAFANGELIS af því að hér gengu 50 útrásarrónar lausir???  Auðvitað er ekkert alvöru réttlæti í slíku, það sjá fleiri & fleiri.  Við höfum sagt að við viljum axla ÁBYRGÐ á SANNGJÖRNUM nótum.  Síðan er einnig það siðferðislega sjónarmið að það sé í raun RANGT að þessir "EINKABANKRA" hérlendis & erlendis geti ítrekað "einkavæt gróðann" en "ríkisvætt tapið".  Ekkert réttlæti er i slíkri efnahagsstjórnun, inn á það sjónarmið var komið í síðasta þætti hjá Agli (Silfur Egils 09.01.2010) og einnig skrifaði Hjörleifur Guttormsson fyrrum alþingismaður góða grein á www.smugan.is um akkurat þetta sjónarmið - brengluð hegðun bankamanna sem í raun haga sér ítrekað eins og siðblindir skíthælar.

Því miður er ekki verið að kenna hérlendis "heimspekilega hugsun" það er miður, og löngu tímabært að farið sé út í slíkt strax í barnaskóla.  Aðeins þannig eignumst við GÁFAÐ leiðtoga hérlendis í framtíðinni....lol...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 11.1.2010 kl. 09:55

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Teitur,

Ég hef margoft skrifað um að vextirnir ættu að vera u.þ.b. 4.5%.  Fjármögnunarkostnaður Breta og Hollendinga er líklega um 3.5% og ef 5.5% vextir eru markaðsvextir miðað við 100% ábyrgð væri eðlilegt að skipta þessu 50/50 eins og í umferðarslysi þar báðir eru ábyrgir. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 11.1.2010 kl. 10:07

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakob,

Það þarf að koma fram hverju Geir og Solla lofuðu í sinni ráðherratíð.  Fyrr fæst ekki heildarmynd á þetta.

Andri Geir Arinbjarnarson, 11.1.2010 kl. 10:09

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Andri Geir, nei það þarf ekkert að koma fram - þau lofuðu ávalt að standa við að greiða 24.887 EVRUR - en þó þau hafi ítrekað lofað slíku, þá breytir það ekki því að "breskum & hollenskum ríkisstjórnum átti að vera AUGLJÓST að ekki var hægt að standa við slík innantóm loforð" - þessir aðilr áttu því auðvitað að STÖÐVA starfsemi Landsbankans (eða allra íslensku bankanna sem áttu viðskipti í þeirra landi) - en breska & hollenska ríkisstjórnin sáu tækifæri í að leyfa þessum svikamyllum að halda áfram því þegr allt myndi hrynja (sem var alltaf augljóst) þá myndu þessi sömu lönd koma til okkar og KREFJAST greiðslu á því TJÓNI og þannig ná af okkur auðæfum okkar á snjallan hátt.  Bara vextir næstu 20-40 árin tengt Icesave eru 30-45 milljarðar á ári - hvað er þetta annað er útpælt ARÐRÁN hjá þessum fyrrum nýlenduveldum.  Þeir eru vanir að fást við "bannannalýðveldi" og þeir ætluð sér að gleypa Ísland í einum bita eins og hákarl, með aðstoð AGS, EB og annara aðila sem ítrekað tala málstað auðvaldsins gegn hagsmunum þjóða sem auðvaldið er að læsa klóm sínum í - þetta sjónarmiðo á jafn vel menntaður maður eins og þú að sjá & skilja miklu betur, hefði ég haldið.  Þú ert örugglega mjög fær á þínu sviði, því skil ég ekki alveg þinn málflutning, eða þannig.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 11.1.2010 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband