9.1.2010 | 18:50
Þúsund ár dagur, ei meir
Ólafur Forseti gerir það ekki endasleppt með stóryfirlýsingum erlendis. Pressan birtir eftirfarandi frá Aftenposten í Noregi:
Á neyðartímum sér hver þjóð hverjir eru vinir og hverjir eru óvinir. Að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hafi í efnahagsþrengingum okkar notað hryðjuverkalög gegn okkur þegar þeim var beint gegn Al-Qaida og Talibönum, var mikil móðgun. Sem þjóð erum við Íslendingar langminnugir. Það sem Bretarnir gerðu okkur verður munað í 1000 ár.
Norðmenn vita að við Íslendingar erum góðir vinir og alltaf traustir bandamenn. Svo kemur þetta útspil frá Bretum sem hóta Íslendingum einangrun á alþjóðavettvangi. Í sögulegu tilliti vona ég að þetta verði risavaxið dæmi um hvernig ekki á að haga sér á erfiðleikatímum.
Hvað varð um gamla sáttmála frá 1262? Það eru nú ekki liðin 1000 ár frá því að Ísland var innlimað í Noreg. Er það nú gleymt og grafið? Og hvað um Jan Mayen? Norðmenn náðu þeirri eyju undir sig og Norður Íshafinu fyrir framan nefið á Íslendingum.
Nei, Ólafi væri hollt að muna að frændur eru frændum verstir.
Það er skemmtilegt að sjá hvernig Ólafur skellir allri skuldinni á Breta, hann og hans útrásarvíkingar flaggandi fálkaorðunum eru alveg saklausir. Það verður þó Ólafur að eiga að hann er heldur betri í þessum bransa en Davíð.
PS.: Bretar hafa fundið upp nafn yfir þennan leik Ólafs og Davíðs og kalla hann "self-indulgent evasiveness"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það fjarar ansi hratt undan málefni þínu sé ég. Hvað á að tína til næst? Siðaskiptin? Sturlungaöldina?
Jón Steinar Ragnarsson, 9.1.2010 kl. 19:01
Hvað um Smuguna ?
Sú hegðun var íslandi eigi til framdráttar ogá sínum tíma voru nojarar mjög reiðir íslendingum. Það þekki ég.
En með þessi ummæli forseta í Norge núna - vaaá !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.1.2010 kl. 19:15
Ómar,
Einmitt, frændur eru frændum verstir.
Jón,
Hafðu engar áhyggjur, ég hef þegar skrifað um siðaskiptin og Sturlungaöldina.
Andri Geir Arinbjarnarson, 9.1.2010 kl. 21:15
íslendingar gátu kennt sér einum um það að hafa farið svo illa með landið og þjóðlífið 1262 að þeir urðu að leita sér hjálpar hjá Noregskonungi um að friða landið og tryggja siglingar til þess.
Íslensk stjórnvöld sváfu algerlega á verðinum fyrir hluta síðustu aldar gagnvart Jan Mayen og ekki við Norðmenna að sakast í þeim efnum því að þeir gerðu það sem Íslendingar áttu líka að gera, að halda fram af alefli rétti okkar.
Ómar Ragnarsson, 9.1.2010 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.