7.1.2010 | 21:53
Enn um Dani og Íslendinga
Fyrrverandi danskur ráðherra skammar Íslendinga sem strax fara í fýlu og byrja að þylja þuluna um vondu Danina. Já og nú eru Danir orðnir hrokafullir. Það er nú ekki langt síðan hlutirnir voru á annan veg.
Það er mjög eðlilegt að Danir skammi Íslendinga, þeim finnst örugglega að þeir beri nokkra ábyrgð á stöðu mála hér enda er flest í okkar stjórnkerfi, dómskerfi og stjórnarskrá fengið frá Dönum. Við eru eins og krakki í þeirra augum, og þó að við séum komin á miðjan aldur erum við alltaf börn í augum foreldra okkar. Og það getur stundum verið pirrandi eins og margir ættu að kannast við.
Þetta er ekkert nema föðurleg umhyggja en við eiginlega föst á gelgjuskeiðinu, finnst allt svo ómögulegt og hallærislegt sem kemur frá Danmörku en höfum auðvita enga getu eða þrek til að breyta neinu, ekki einu sinni stjórnarskránni sem danskur kóngur var svo vinsamlegur að færa okkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Facebook
Athugasemdir
Við erum nú búin að vera að reyna að breyta stjórnarskránni í 65 ár. Kannske getum við breytt 26. greininni á næstu 65 árum. Ég sé hins vegar mest eftir dönsku krónunni. Þegar við tókum upp okkar eigin krónu á fyrri hluta síðustu aldar var hún á pari við þá dönsku. Í gegnum tíðina hefur okkar króna rýrnað tvö-þúsund-og-fjögurhundruð (2400) sinnum meira en sú danska. Og við búum við óðaverðbólgu, okurvexti og óstjórn.
HF (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.