7.1.2010 | 20:47
Rannsóknarnefnd að hætti H. C. Andersen?
Maður veit ekki hvort maður eigi að trúa fréttum á visir.is þar sem segir eftirfarandi um rannsóknarnefnd Alþingis:
"Heimildir herma að meðlimir endurskoðunarnefndar Landsbankans hafi ekki verið boðaðir í yfirheyrslu hjá nefndinni."
Ef þetta er rétt, hvað er verið að rannsaka? Ef það eru tveir aðilar í hverjum banka sem eiga að vera efstir á lista yfir þá sem þurfa að koma í yfirheyrslur þá eru það formaður stjórnar bankans og formaður endurskoðunarnefndar bankans.
Hvernig getur Páll Hreinsson gefið út þá yfirlýsingu að nefndin eigi eftir að færa þjóðinni þær verstu fréttir sem nokkur opinber nefnd hefur þurft að gera á Íslandi? Er hann hér að dreifa athyglinni frá einstökum "flokksgæðingum" sem verður að vernda? Er hann hér með að færa áherslur yfir á minniháttar atriði og einstaklinga til að slá ryki í augu þingmanna og almennings?
Því meir sem maður heyrir af vinnubrögðum þessarar nefndar í gengnum fjölmiðla því meir fer nefndin að líkjast vefurunum úr Nýju Fötum Keisarans.
Í raun verða það ef til vill ekki niðurstöður nefndarinnar sem verða athyglisverðastar heldur vinnubrögðin og aðferðirnar til að nálgast þessar niðurstöður. Skýrslan verður aldrei betri en þær staðreyndir og upplýsingar sem hún byggir á.
Hér eins og annars staðar mun djöfulinn búa í smáatriðunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:00 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er sannarlega áhyggjuefni. Hvorugur Björgólfa hefur heldur verið kallaður fyrir nefndina.
Munu fjölmiðlar spyrja Pál Hreinson hverju þetta sæti?
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 21:19
Að vísu ekki traustvekjandi ef satt reynist. Ég efast hins vegar ekki andartak að skýrslan verður lesin vandlega inn á milli þess sem við kjósendur pælum í gegnum Icesave pappírana. Verði niðurstöðurnar byggðar á einhverju öðru en vandlega athuguðu máli eða ljóst að ekki hafi verið varpað ljósi á einhvern afkima þá efa ég ekki að á það verður bent.
Þangað til er ástæðulaust að pirra sig.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.