7.1.2010 | 11:04
Ólafur Ragnar spilar sóknarleik
Hvað sem segja má um ákvörðun Ólafs verður það ekki tekið af honum að hann er öflugur talsmaður Íslands erlendis. Hann þorir þar sem Geir Haarde brást. Menn eru kannski búnir að gleyma að Geir Haarde var boðið að koma í viðtal við Paxman rétt eftir hrun en afþakkaði. Ólafur segir að Ísland muni standa við sínar skuldbindingar nokkuð sem Geir og Davíð sögðu aldrei tæpitungulaust.
Það skiptir máli fyrir lítið land að hafa talsmann sem hefur sjálfstraust, þekkingu og reynslu. Fyrir utan Ólaf er leitandi með ljósi að ráðamanni sem kemst með tærnar þar sem Ólafur hefur hælana þegar kemur að því að útskýra málstað Íslands erlendis á ensku.
Það læðist að manni sá grunur að margir erlendir aðilar séu loksins að átta sig á "gæðum" okkar þingmanna. Auðvita er ákvörðun Ólafs niðurlægjandi fyrir þingið og þá sem þar sitja. Ólafur gefur í skyn að kjósendur hafi ekkert raunverulegt val þegar kemur að því að velja þingmenn, því verði að skjóta mikilvægum málum beint til þjóðarinnar. Það er ljóst að prófkjör eins og við þekkjum þau verður að afleggja. Þjóðin en ekki flokksklíkur verða að fá að velja þá einstaklinga sem kosnir eru á hið háa Alþingi. Annars mun beint lýðræði gera Alþingi að stofustássi.
Ólafur í kröppum dansi á BBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hann var þjóðinni til sóma.
Eva Sól (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 11:11
Þetta var stórglæsilegt hjá honum. Hann leyfði Paxman ekkert að komast upp með neitt vesein.
Ég held annars að íslenskir stjórnmálamenn mættu snúa blaðinu við, gera eins og Ólafur, og beina athyglinni að því að Bretar og Hollendingar höfnuðu sanngjörnum samningum.
Svo almenningur í þessum löndum átti sig á því að það eru ekki bara Íslendingar sem segja nei, heldur voru það þeir sem höfnuðu sanngjörnum samningum.
Andri (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 11:34
Alveg rétt hjá Evu Sól og Andra, forsetinn stóð sig glæsilega.
Málstaður okkar er svo góður, að hann er nú sigrandi.
Já, það er rétt hjá Andra, að Bretar og Hollendingar eiga að átta sig á því, að þeir fengu í rauninni afar sanngjarnt samningstilboð í lögunum frá 28. ágúst, þeim sem forsetinn staðfesti (með fyrirvörunum) 2. sept. – já, allt of sanngjarnt fyrir þá sjálfa, en ósanngjarnt fyrir okkur, því að við EIGUM EKKI AÐ BORGA!
Og nú eru Icesave-fjölmiðlarnir hér á landi komnir í vandræði með að snúa ofan af spunahjólum sínum, sem miðuðust við að hræða Íslendinga til uppgjafar í krafti valinna, snöggsoðinna "frétta" og "álita virtra manna" erlendis!
Matsfyrirtækin, sem voru að skella landi okkar niður í ruslflokk strax í fyrradag, eru reyndar þau sömu sem mátu Landsbankann hærri og sterkari en Glitni og Kaupþing vegna hinna glimrandi góðu Icesave-reikninga sem Landsbankinn var þá farinn að bjóða upp á!!!
Jón Valur Jensson, 7.1.2010 kl. 12:12
Ólafur stendur sig gríðarlega vel, hann veit alveg hvað hann er að gera og getur svo sannarlega komið okkar málstað vel til skila. En það var ömurlegt að sjá úrklippuna með forsætisráherranum okkar, hún er náttúrlega afar vonsvikin eftir að hafa tapað sínu eina baráttumáli sem var að koma Íslandi í ESB. Hefur Samfylkingin eitthvað erindi í ríkisstjórn núna? Eru þau ekki alltof löskuð eftir ESB aðildartapið til að geta unnið þjóðinni gagn?
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.1.2010 kl. 12:25
Í þessu er ég alveg sammála þér. Það hefur alltaf vantað nothæfa pólitíkusa á Íslandi og það má Ólafur eiga að hann er meira en fullfær á ensku.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 12:49
Ólafur Ragnar hefur alla tíð verið umdeildur sem forseti. Pólitísk fortíð hefur þar mest að segja og sumir munu aldrei sætta sig við Ólaf vegna þess. Ég hef oft verið ánægður með störf Ólafs en sumpart einnig óánægður. Það hefur mikið dunið á kallinum vegna stuðnings við útrásarvíkingana og síðasta útspil hans með að synja lögunum setti allt á hvolf. Hins vegar spilar Ólafur stórleik í þessu viðtali hjá Paxman og hefur mér heyrst að harðir sjálfstæðismenn séu jafnvel pínu stoltir af forsetanum (það fer þó ekki hátt). Já það er nú stutt í þjóðernisstoltið okkar og það verðum við að halda í.
Það má kannski benda á varðandi það sem Guðrún skrifar um ESB og Samfylkinguna að Ólafur Ragnar afskrifaði alls ekki ESB heldur kvað það viðræður munu halda áfram. Ég held líka að það sé skynsamlegt að sjá hvað kemur út úr þeim viðræðum og að svo fái almenningur að taka ákvörðun.
Guðmundur (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 13:34
Ég er sjálfstæðismanneskja og hika ekkert við að viðurkenna að hann kom mér gríðarlega á óvart þegar hann stóð við það að vera samkvæmur sjálfum sér. Ég er mjög fylgjandi auknu beinu lýðræði og sammála Styrmi í því máli. Ef vinstrið og hægrið í pólitík er ekki sammála um að virða lýðræði erum við á miklum villigötum. Það gengur ekki að stjórnmálaflokkar geti gengið þvert á stefnur sínar og markmið og haft heil fjögur ár til þess að gera verk sem þeir í raun hafa ekki umboð fyrir. Því er málskotsréttur eða þjóðaratkvæðagreiðsla sem er annað en orðið tómt mikilvæg til viðsnúnings. Ég er stolt af Ólafi fyrir að þora þessu og þakklát fyrir að vinstrisinnaðir leiðtogar okkar eru ekki allt amlóðar og raggeitur.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 7.1.2010 kl. 14:09
Guðmundur, því verður ekki neitað að ESB aðild Íslands er ekki á dagskrá ESB þjóðanna eftir síðustu atburði. Þess vegna hefur Samfylkingin ekkert að gera í Ríkisstjórn lengur. Samfylkingin er dragbítur með sinn bölmóð og hræðsluáróður. Skiljanlega eru þau illa á sig kominn sem stjórnmálaafl og þess vegna geta þau ekki unnið að neinu viti fyrir þjóðina.
Steingrímur er að sækja í sig veðrið eins og sást glögglega á Channel 4 nú þurfa Ögmundur og félagar úr V-G að funda stíft með Steingrími og vinna að alvöru að lausn Icesave málsins í samstarfi við Evu Joly, Ólaf Ragnar og erlenda sérfræðinga sem geta hjálpað okkur.
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.1.2010 kl. 14:22
Er algjörlega innilega sammála þér.
Sigrún Björk Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 15:14
Alveg sammála!
HF (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 15:44
Ólafur Ragnar er að standa sig vel. Hann er að gera það sem ríkisstjórn GHH, bráðabirgða- og rikisstjórn Jóhönnu og Steingríms áttu fyrir löngu að gera: "Maybe they All should have"!!!! Já, Ólafur Ragnar skorar hátt hjá þjóðinni núna, enda fastur fyrir og fylginn sér, sem nýtist núna þjóðinni afskaplega vel til heilla. Hitt atriðið sem Andri nefnir er einnig hárrétt: Flokksklíkur 4-flokksins hafa allt of lengi vélað um hvaða fólk velst á þing. Til viðbótar er það mín skoðun að minnihluta-stjórnir séu alls ekki sá slæmi kostur sem hingað til hefur verið talið hér á landi. Víða hafa þær gefist vel; verið lýðræðislegri en "sterkar" stjórnir.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.