6.1.2010 | 11:46
Ekki sama hvernig hlutunum er stillt upp
Þjóðaratkvæðisgreiðslur eins og skoðanakannanir geta oltið á hvernig hlutunum er stillt upp og spurningar orðar.
Tökum dæmi. Íslendingar ætla að standa við skuldbindingar sínar. Hvernig ætli þjóðaratkvæði færi en spurt væri:
Veljið einn af tveimur möguleikum:
1. Ríkisstjórnin tekur lán á 5.5% vöxtum með ríkisábyrgð
2. Ríkisstjórnin tekur lán á 7.0% vöxtum með takmarkaðri ábyrgð
Spurt er hér til vinstri fyrir þá sem hafa áhuga.
Meirihluti styður forsetann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki hægt að kjósa um þetta. Einföld staðreynd.
Sveinbjörn (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 12:59
Það verður að hafa textann lagalega kórréttan. Því verður hann eins og tillaga ríkisstjórnarinna segir. Annað er ekki hægt.
En hvað eiga þeir sem ekki vilja borga að gera?
Sitja heima? Skila auðu eða ógildu?
Báðir kostirnir sem eru í boði snúast um að greiða - bara á mismunandi skilyrðum.
„Við borgum ekki“ fólkið getur ekki sagt já og ekki nei.
Hjálmtýr V Heiðdal, 6.1.2010 kl. 13:14
Það verður ansi mikil ósymmetría í þessari þjóðaratkvæðisgreiðslu. Ef sagt er já er kostnaðurinn nokkuð vel skilgreindur en hins vegar ef sagt er nei þá ríki algjör óvissa um heildarkostnaðinn. Hann gæti orðið lægri en líka hærri.
Hættan er að fólk einblíni á þekktan kostnað við já og haldi að með því að segja nei minnki kostnaðurinn án þess að hafa neitt í höndunum.
Það verður ekkert smámál að kynna þetta fyrir fólki.
Andri Geir Arinbjarnarson, 6.1.2010 kl. 13:36
Ég vel viðræður nýjan samning (það er enginn samningur nú) með hæstu Libor vöxtum + 5 punkta álag ( eða föstum vöxtum 2,5% þar sem þetta er uppgjör af sameiginlegu fjármlaslysi vegna galla í eftirlistregluverki ESB - með "frjálsu flæði fjármagns" )
og frá Icesave kröfunni - dragist að Bretar borgi tjónið vegna hryðjuverkalaganna - metið af hlutlausum alþjóðlegum greiningarfyrirtækjum að frádregnum "hagnaðinum" sem Bretar náðu með beitingu hryðjuverkalaganna sem dregst þá frá bótakröfu okkar á þá ef einhverslíkur "hagnaður" finnst.
Kristinn Pétursson, 6.1.2010 kl. 14:09
Kristinn - er ekki betra að ganga lengra og kjósa að árið 2000 sé komið til baka og við nýtum reynsluna úr framtíðinni (2000 - 2010) til að koma í veg fyrir vitleysuna.
Ég held að þetta sé jafn raunhæft og þín hugmynd um samninga við Breta á þeim nótum sem þú leggur fram
Hjálmtýr V Heiðdal, 6.1.2010 kl. 15:12
Ekki gleyma að ef Bretar og Hollendingar segja upp síðasta samningi þá þarf enga þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt er þetta mál með þeim endemum að maður skammast sín fyrir forsetann og þingið. Þó að þjóðin sé heimsk og veruleikafirrt á hún ekki skilið svona forsvarsmenn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.1.2010 kl. 17:02
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item319764/
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, telur mikilvægt að menn haldi ró sinni vegna neitunar forsetans á Icesave-lögunum. Hún bendir á að samningur við Breta og Hollendinga gildi langt fram í tímann og því liggi ekkert á.
Hún segir að forsetinn hafi tekið erfiða ákvörðun gegn þinginu og ríkisstjórninni. Forsetinn sé að leika mjög lýðræðislegan leik að leyfa almenningi að ákveða sína eigin framtíð. Hún beri mikla virðingu fyrir ákvörðun forsetans.
Ber meiri virðingu fyrir skoðunum Evu Joly heldur en íslenskra stjórnmálamanna sem stjórnast af hatrömmum flokkslínum. Almenningur á Íslandi hefur öðlast raunverulegan skjólstæðing - einstakling sem er reiðurbúinn að standa með landinu og sjá hlutina í víðara samhengi.
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 17:42
Ég er einn af stuðnigsmönnum Evu Joly hérlendis og myndir treysta henni best af öllum til að leiða hóp fagmanna - meða þverpólitískt bakland frá Íslandi - til að lenda málinu.
Kristinn Pétursson, 6.1.2010 kl. 18:55
Ég held að flestir sem skráðu sig á Indefence-listann hafi haldið að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði einhvern veginn svona:
Viltu skulda?
1. Já
2. Nei
Kama Sutra, 6.1.2010 kl. 19:31
Hvað felst í takmarkaðri ábyrgð? Á hvern eða hvað fellur ábyrgðin við þrot?
Persónulega þá tel ég litlar líkur á því að fá meira en 50% fyrir eignir LAIS. (Sigurjón digri et al mokaði út miljörðum í Rauðsól og Decode í dauðatygjunum...for christ sake.)
Þrándur (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 22:11
Sæll, hvað segir þú um skoðanir þessara aðila í UK.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/01/07/ekki_setja_island_i_skuldafangelsi/
Meira að segja virðulegir bretar standa með íslandi en ekki þú.........
Val (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 08:06
Val,
Það sem bjargar okkur erlendis er hversu óvinsæll Gordon Brown er. Svo eru Breta alltaf svagir fyrir litla aðilanum - the underdog. Í Bretland eru að koma kosningar og ekki einu sinni menn innan Verkamannaflokksins eru ánægðir með Gordon Brown.
Þetta snýst ekki um að standa með eða á móti Íslandi heldur hvaða leið er farin.
Andri Geir Arinbjarnarson, 7.1.2010 kl. 11:13
Það skiptir miklu máli hvernig spurningin á kjörseðlinum verður skrúfuð saman eins og þú bendir en þetta er ekki vandamál ef menn halda sig við meginatriðið sem er hvort lögin eigi að taka gildi eða ekki.
Þjóðaratkvæðagreiðslan er ekki skoðanakönnun heldur bindandi atkvæðagreiðsla sem fjallar eingöngu um hvort lögin sem samþykkt voru af meirihluta þings eiga að taka gildi eða ekki. Ég sé ekki að það geti verið einfaldara fyrir kjósendur. Með hvaða rökum kjósendur rökstyðja atkvæði sitt skiptir engu máli - þannig er lýðræðið.
Niðurstaða í þjóðaratkvæði róttæk endanleg niðurstaða sem ekki er hægt að breyta nema með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu -
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.