Hófstillt mótmæli en hvar eru lausnirnar?

Íslendingar eru sérfræðingar í að mótmæla en ekki eins góðir í að finna lausnir á vandamálum sem þeir geta sameinast um.   Það er gott og blessað að ná innlendri samstöðu en Icesave er milliríkjadeila sem þarf að leysa og hún verður ekki leyst einhliða eða með þjóðaratkvæði.

Okkar staða er veik, við erum lítil og okkar hagkerfi skiptir önnur lönd engu.  Við eyðum allt of miklum tíma í deilur heldur en lausnir.  Við erum að fá á okkur orð að geta ekki leyst okkar mál á farsælan og tímanlegan hátt.  Hættan er að útlendingar hreinlega gefast upp á okkur og afgreiði okkur sem reynslulausa óvita.

Þetta viðhorf kemur vel fram í grein FT í dag um Icesave þar sem er vitnað í Nick Chamie:

Nick Chamie, head of emerging markets research at RBC Capital Markets, said the Fitch ratings downgrade was no surprise. “This drama has been going on for a long time. It is a big setback for Iceland, but in terms of the wider markets, Iceland no longer matters. The fact it is in a mess has been priced into the markets.”


mbl.is Kurteis og hófstillt mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott og blessað að ná samstöðu innanlands, segir þú, einsog það sé aukatriði þegar um milliríkjadeilu er að ræða. Öllum má vera ljóst að samstaða innanlands skiptir öllu máli einmitt þegar um milliríkjadeilu er að ræða.

Doddi D (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 09:57

2 identicon

Við vinnum okkur ekki virðingu með því að láta traðka á okkur.

Íslendingar eru upp til hópa réttsýnir og friðsamir, eins og sést best á því að ekki hefur enn verið gripið til ofbeldisverka gegn fjármála(glæpa?)mönnunum sem menn nefna gjarnan útrásarvíkinga.

Í nóvember 2008 samþykkti þáverandi ríkisstjórn að semja um greiðslur, en núverandi ríkisstjórn klúðraði málum algerlega (viljandi?). Það eru þeir aulasamningar sem fólk mótmælir og tíminn vinnur með okkur. Það má binda miklar vonir við rannsóknir íslenskra og ekki síður breskra rannsakenda á gjörðum bankafólksins. Það er vel hugsanlegt að það eigi eftir að koma þeim í koll að hafa flutt lögheimili sín til Bretanna.

Við getum aldrei samþykkt samninga við Breta og Hollendinga sem taka fyrir allan rétt okkar gagnvart lögum.

Haffi (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 10:09

3 identicon

Þetta er jafn gáfulegt og vísa í húsmóður í vesturbænum. Þetta mál er komið í fullkomið rugl í boði forsetans og mun kosta okkur enn meira en áður. Því miður. Horfum á staðreyndir og hættum að llifa í blaustum draumum stjórnleysingja.

Sigríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 10:10

4 identicon

Málunum var auðvitað fyrst klúðrað í október í fyrra þegar menn grðu sér enga grein fyrir hversu mikils virði gott PR fólks væri fyrir okkur. Geir tókst með einhverjum undarlegum hætti að ráða saklausan fyrrv. fréttamann sem opinberan talsmann, mann sem sætti sig við að fá ekkert að vita og ekkert að segja. Næstu stjórn og núverandi stjórn tókst ekki og tekst ekki enn að sjá hvaða gagn væri í að fá t.d. KOM til liðs við sig. Með aðgerðum ORG tekst þeim kannski að sjá ljósið. Betra seint en aldrei. Þá gefur þetta líka tækifæri á að biðja um aðstoð og þiggja aðstoð reyndra samningamanna sem kunna að slást við þau samningaljón sem bretar og hollendingar tefla fram í þessu máli. Betra 14 mánuðum of seint en aldrei. Nú er væntanlega nánast síðasta tækifærið

Erlingur Friðriksson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 10:54

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Innlend samstaða er auðvita nauðsynlegt skilyrði fyrir að leysa milliríkjadeilu en ekki nægjanlegt.  Við þurfum að fara að huga að nauðsynlegu og nægjanlegu skilyrðunum til að finna lausn á þessu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 6.1.2010 kl. 11:21

6 identicon

Held að við séum sérfræðingar í að klúðra málum. Dæmi um það er krónan okkar sem hefur rýrnað tvöþúsund (2000) sinnum meira en sú danska síðan við tókum hana upp. Að mönnum með þannig sögu (krónu) detti í huga að gera Ísland (krónuna) að stórveldi í fjármálageira himsins er dæmi um fáheyrðan aulagang. Enda runnu menn fljótt á rassinn með þá tilraun og settu landið á hausinn í leiðinni. Mörg fleiri dæmi mætti nefna en efst í hug mér er sú snilli ráðamanna að selja raforku til stóriðju á undirverði og láta almenning borga mismuninn. Starfsemi Alþingis undanfarna mánuði hefur gefið nokkuð góða mynd af ástandinu. Það hefur verið stjórnlaust á löngum köflum. Einnig er þar að finna fólk með mjög svo vafasama fortíð en það má ekki hreyfa við þessu fólki frekar en glæpamönnunum sem settu landið á hausinn.

HF (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 12:53

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Fáum þjóðstjórn til að stjórna og þegar um hægist þá verðum við að stokka upp stjórnkerfið með því að leggja nyður flokksræðið og byggja upp nýtt kerfi t.d kjósa fólk í stað flokka.

Sigurður Haraldsson, 7.1.2010 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband