5.1.2010 | 20:48
Atvinnuleysi og stöðnun í boði InDefence og Bessastaða
Ólafur og Indefence voru ekki lengi í paradís. Gaman væri að heyra frá talsmönnum Indefence og Ólafi hvernig þessi neitun á Icesave muni koma hjólum íslensks atvinnulífs í gang og minnka atvinnuleysið? Athyglisvert er að Seðlabankastjóri sem auðvita var fyrrum persónulegur ráðgjafi Ólafs Ragnars neitar að tjá sig? Hagsmunir fyrrum húsbónda eru augljóslega ofar hagsmunum Íslands. Klassískur embættismaður af gamla skólanum, hann Már.
Varla eru liðnir 12 tímar frá ákvörðun Forsetans og allt er í uppnámi. Algjör stöðnum blasir við. Erlendir aðilar og bankamenn munu halda að sér höndum. Engin ný lán fást til Íslands og vextir fara hækkandi. Varla er þetta frjór jarðvegur fyrir atvinnulífið en ekki þurfa Ólafur og Indefence að hafa áhyggjur af því, enda á ríkisjötunni en ekki í einkageiranum sem hingað til hefur þurft að axla mestar byrgðar.
Spurningin er: er Íslendingum viðbjargandi eða standa allir á tortímingartakkanum?
Hvað halda menn að gjaldeyrisvarasjóður landsins dugi lengi? Og hvað tekur þá við? Jú við borgum fyrir bensínið með matador peningunum okkar, auðvita munu Hollendingar afgreiða bensín frá Rotterdam fyrir krónur. Við skellum þessu bara í þjóðaratkvæði ef þeir eru með eitthvað vesen!
Gríðarleg óvissa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú getur líka sett dæmið upp þannig að eftir 7 ár þegar að það á að fara að borga af þessu blessaða láni að þá fer ísland í þrot.
Skil heldur ekki hvað vakir yfir stjórnvöldum að semja um vexti uppá 5.5% þegar að vextir í þessum löndum eru í kringum 0.5 til 1 %.
Afhverju að láta Hollendinga og Breta stórgræða á bankahruninu með einhverjum okur vöxtum.
Allavega að þá kvitta ég ekki undir þessa vitleysu.
Bogi (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 21:06
Ég svara með því að benda á þessa færslu:
Plan ríkisstjórnarinnar og AGS mun ekki ganga upp, en þ.s. verra er, það getur ekki gengið upp!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.1.2010 kl. 21:10
Er það eina sem þið getið þessir kommar er að stunda hræðsluáróður um eitthvað sem þið vitið ekki um í staðin fyrir að tala upp til þjóðarinnar en ekki niður.Bara benda þér á það að Bretar hætta ekki að kaupa fisk af okkur og ekki hættum við að flytja út ál svo væri líka best að sossarnir færu frá svo að hægt verði að byggja hér upp en ekki rífa niður einsog sossarnir eru að gera alla daga bara til að láta drauminn rætast um ESB aðild.....
Marteinn Unnar Heiðarsson, 5.1.2010 kl. 21:12
Málflutningur samþykktarsinna virðist eiginlega bera það með sér að ykkur þyki það skynsamlegt að reyna að endurbyggja brennandi hús áður en eldarnir hafa verið slökktir.
Icesave-málinu þarf einfaldlega að ljúka með einhverjum þeim hætti að niðurstaðan geti ekki leitt til þess að við lendum aftan við byrjunarreit áður en yfir lýkur.
Annars þykir mér það full sterkt orðalag að allt sé í uppnámi. Breskir og hollenskir ráðamenn hafa sagt að þeir vilji þennan samning samþykktan (en ekki hvað?) og Fitch hefur lækkað okkur úr næstum ruslflokki í ruslflokk. Það er nú allt og sumt.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 21:22
"Málflutningur samþykktarsinna virðist eiginlega bera það með sér að ykkur þyki það skynsamlegt að reyna að endurbyggja brennandi hús áður en eldarnir hafa verið slökktir.Áttirðu ekki við "áður en eldarnir hafa brennt allt húsið" ? En það er eimitt að fara í gang núna ? " Þökk" sé forsetanum í Indlandi
Sævar Helgason, 5.1.2010 kl. 21:28
Ég held að íslenska þjóðin sé í sjokki yfir viðbrögðum erlendis frá. Jafnvel þó menn ná réttum áttum í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þá tel ég að álitsskaðinn sem og efnahagsskaðinn verði seint bættur.
Við virðumst enn vera undir hinum heimska járnhæl hrunamanna.
Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur.
Andrés Kristjánsson, 5.1.2010 kl. 22:17
Andrés,
Það þarf enginn að vera í sjokki fyrir þessum viðbrögðum. Þau voru augljós öllum með opin augu. Enn eina ferðina lætur þjóðin glepjast af óvitum.
Andri Geir Arinbjarnarson, 5.1.2010 kl. 23:27
Þessi jákvæðu teikn, sem Samfó var svo tíðrætt um, voru öll villuljós. Ekki eitt einasta þeirra, var raunverulegt.
Skárra ástand hvað ytra útlit varðaði, stafaði af því að ríkisstjórnin veitti 50% fyrirtækja, fyrirgreiðslu í formi tímabundinna lækkana greiðslubyrði.
Þannig, gátu þau frestað því að segja upp fólki, frestað því að skera niður starfsemi - en, þ.e. allt og sumt sem þessar aðgerðir afrekuðu, að fresta samdrættinum þangað til aðeins seinna.
Hann, gat ekki annað en komið - eftir nokkra mánuði, gat hann ekki annað en komið fram. Í versta falli, ef H&B bregðast mjög hart við, kemur hann örlítið fyrr en ella.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.1.2010 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.