Færsluflokkur: Menntun og skóli

Er betra að aðskilja kynin í grunnskóla?

Mikil umræða fer nú fram í Bretlandi um kosti þess og galla að kenna strákum og stelpum í blönduðum bekkjum eða aðskilja kynin.  Nýlega er lokið ráðstefnu um þessi mál þar ýmsar rannsóknir voru kynntar.  Ekki ætla ég að fara út í niðurstöður sem þar voru ræddar enda geta aðrir gert það betur en ég. 

Hins vegar finnst mér athyglisvert að þetta er einn af nokkrum málaflokkum sem er næstum "tabú" að ræða á Íslandi þar sem þetta gengur þvert á jafnræðisvitund og hugmyndafræði þjóðarinnar.  En er það rétt að setja hugmyndafræði ofar öllu öðru?  Eigum við ekki að ræða þessi mál og kynna okkur nýjustu rannsóknir á þessu sviði á hlutlausan hátt?

Ein ný kennsluaðferð hefur vakið töluverða athygli.  Það er svokölluð demanta aðferð en hún felst í því að aðskilja kynin frá 11 ára aldri til 16 ára.   Skólastjórar sem hafa fylgt þessari aðferð telja að hún henti báðum kynjum og skili sér í betri árangri en yfirleitt hefur alltaf verið talið að aðeins stúlkur sýni betri árangur ef kynin eru aðskilin. 

Er það framför í alla staði að hætta að flokka í bekki eftir kyni og getu?  

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband