Eva Joly og íslensku dagblöðin

Mjög athyglisvert viðtal birtist í Financial Times í gær við Evu Joly um rannsókn hennar á bankahruninu.

Óhugsandi er að íslensk dagblöð gætu tekið á málum eins og FT.  Þar koma ansi margar athyglisverðar tilgátur fram um pólitíska spillingu og hversu hátt og vítt rannsókn Evu muni ná.

Þeir sem stýra og stjórna íslenskum dagblöðum geta ekki tekið hlutlaust á málum, margir eru bendlaðir við þá sem eru undir rannsókn, ef þeir eru þá ekki sjálfir undir rannsókn.

Eva gagnrýnir íslensk dagblöð hart og segir:

“Lots of newspaper articles were saying that what happened was just bad luck, that a new page had to be turned and that was that."

Varla hefur staðan batnað með komu fyrrverandi Seðlabankastjóra sem ritstjóra moggans.  

Athyglisvert er hvernig Morgunblaðið og Fréttablaðið taka á þessu viðtali.  Bæði blöðin slá upp sömu fyrirsögn og reyna að draga úr trúverðugleika Evu með því að gera áhuga hennar á Björk að aðalatriðinu en ekki rannsókn Evu á einu stærsta svikamáli sögunnar!

Þetta á ekki að koma á óvart enda hafa eigendur og stjórnendur þessara blaða sömu hagsmuna að gæta, nefnilega að sem minnst komi út úr þessari rannsókn.  

Í raun er afstaða íslensku blaðanna í þessu máli "a smoking gun" fyrir Evu.  Hún sýnir og sannar að Íslendingar geta aldrei farið óstuddir með rannsókn á eigin svikamálum af þessari stærðargráðu.

Sem betur fer hafa breskir blaðamenn áhuga á þessu máli og munu fræða íslenskan almenning á framvindu mála.  Íslensku blöðin munu reyna af öllum mætti að forðast þetta mál og draga úr trúverðugleika þeirra sem þar koma að.   Hér er íslensk blaðamennska afhjúpuð eins og hún er, fengin beint úr skóla HC Andersens.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega. Hárrétt.

Snati (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 16:19

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mikið rétt Andri. Við verðum sjálf að fylgjast með og afla upplýsinga gæti ég trúað. Maður hefur trú á að miðlar eins og eyjan.is og fleiri muni standa pliktina en trúlega gæti fjárskortur hamlað þeim. Blöðin verður maður að lesa með þeim fyrirvara að þeim er ritstýrt af öflum í samfélaginu sem skeyta bara um eitt, eigin hag.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 14.11.2009 kl. 17:10

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Morgunblaðið, ef það fjallar um þessi mál yfir höfuð, setur t.d. umfjöllun inn í viðskiptakálfinn.

Finnur Bárðarson, 14.11.2009 kl. 17:30

4 Smámynd: Kama Sutra

Gott að fá þig aftur á bloggið, Andri.

Kama Sutra, 14.11.2009 kl. 19:27

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Andri,

Sammála en ég er bara ekki viss um hvort íslensk blöð og fjölmiðlar gæti, hversu sjálfstæðir sem þeir væru, fjallað hlutlaust um þessi mál.  Þau snerta alla íslendinga og því held ég að það væri bara ekki hægt fyrir íslendinga að vera hlutlausa í þessum málum.  Þess vegna er umfjöllun erlendra fjölmiðla á hruninu og rannsókninni svo nauðsynleg fyrir íslendinga svo þeir geri sér grein fyrir því hvernig þessi mál koma fyrir erlendis. 

Kveðja frá Port Angeles:)

Arnór Baldvinsson, 14.11.2009 kl. 20:16

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Arnór,

Það er rétt að það er erfitt að vera hlutlaus og sjálfstæður á litla Íslandi en þar með er ekki sagt að við getum ekki gert betur og bætt okkur.  Þessi eilífi barlómur um að við séum svo smá og vanmáttug þegar kemur að erfiðum málum veltir upp spurningunni hvort við yfirhöfuð höfum burði til að reka fullgilt sjálfstætt hagkerfi innan OECD?

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.11.2009 kl. 21:33

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Góðir puntar um stórt mál Andri.

Þú segir að við séum sennilega of fá til að reka fullgilt, sjálfstætt hagkerfi. Þar tel ég að mergurinn málsins liggi. Við höfum verið að gera hér hagkerfistilraunir á sjálfum okkur í stað þess að vera hluti af stærra hagkerfi og nú sitjum við í súpunni. Eva Joly er einstök kona og einstök persóna sem er að gera hér mjög þarfa hluti. Kannski erum við ekki enn tilbúin að horfast í augu við allt sem hún hefur að segja, en því fyrr því betra.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.11.2009 kl. 08:34

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Björgólfur Guðmundsson var stærsti eigandi Morgunblaðsins. Var hann hæfari til að fjalla um bankahrunið en núverandi  eigendur?

Sigurður Þórðarson, 15.11.2009 kl. 11:51

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hólmfriður,

Takk fyrir innlitið.  Eva heldur upp spegli og við neitum að horfa í hann.

Sigurður,

Einmitt.  Hvers vegna var Morgunblaðið ekki sett í dreifða eignaraðild almennings?  Hvers vegna eru íslensk fyrirtæki ekki í dreifðu eignarhaldi eins og tíðkast erlendis? Hvers vegna þarf alltaf svo kallaða "kjölfestufjárfesta" og hver og hvernig eru þeir valdir?  Þetta eru spurningar sem aldrei fást svör við á Ísland.

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.11.2009 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband