OR: skemmdarverkastarfsemi?

Efnahagsreikningur OR er slíkur að maður getur vart dregið aðra ályktun en að þar hafi verið stunduð fjármálaleg skemmdarverkastarfsemi af fyrri stjórn.  Málið er svo alvarlegt að það þarf að rannsaka opinberlega af óháðum aðilum. 

Eitt er að fjármálalegir óvitar stefni sínum einkafyrirtækjum í gjaldþrot og glötun en að leyfa pólitískum óvitum að leika sama leik með opinber fyrirtæki og fjármuni almennings er alls ekki ásættanlegt. 

Hvers vegna eru samþykktir fyrri stjórnar OR ekki rannsakaðar?  Ætli það sé ekki af því að þar sátu pólitískir gæðingar sem þarf að vernda?  Hvað höfum við lært af OR fíaskóinu?  Höfum við bætt okkar stjórnarhætti og krafist þess að þar veljist inn menn með reynslu og þekkingu?  Voru og eru þessar stjórnarstöður auglýstar?

Nei, mannaráðningar hjá öllum stjórnmálaflokkum fara eftir sama ferli - baktjaldamakk þar sem klíkuskapur og flokkshollusta er sett framar hæfileikum.  

Líkurnar á greiðslufalli hjá OR eru yfirgnæfandi enda er ekki hægt að sjá að ný stjórn hafi verið valin eftir viðurkenndum alþjóðalegum ferlum.  Þar á bæ hefur lítið breyst.  Pólitíkin ræður öllu og sú tík á eftir að fara með þetta fyrirtæki norður og niður til mikillar hrellingar fyrir íbúa Reykjavíkur.


mbl.is Hætta á greiðslufalli OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

því miður er þetta allt rétt hjá þér.

albert (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 09:54

2 identicon

Er þetta ekki gjaldið sem við verðum að bera fyrir stóriðjuna?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 11:52

3 identicon

Íslenskum kjósendum er bara ekki viðbjargandi.

 Þeir fá bara nákvæmlega það sem þeir eiga skilið og er engin vorkun af.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 12:03

4 identicon

Þetta ætti að flokkast undir afrek. Að fara svona með efnahag fyrirtækis sem hefir verið í einokunarstöðu í áratugi ætti eiginlega ekki að vera hægt.

Jóhannes (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 12:40

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta er því miður allt satt og rétt þjá þér Andri.

Vandamálið er að fulltrúar eigendanna, borgarfulltrúarnir í Reykjavík, sjá og skilja ekki þennan vanda.

Þeir átta sig ekki á því hvert vandamálið er. 

Þeir munu ekki skilja þetta fyrr en lánadrottnar fyrirtækisins koma inn og heimta að öllum þeim silkihúfum sem þar hefur verið raðað hver ofaná aðra verða reknar, fyrirtækið endurskipulag og ráðnir faglegir stjórnendur að félaginu eða Orkuveitan sett í gjaldþrot.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.11.2009 kl. 14:49

6 identicon

Það bætir gráu ofan á svart að framkvæmdir fyrir um 20 milljarða sem fjármagnaðar voru á erlendum lánum og standa líklega í um 40 milljörðum í dag gefa ekkert af sér þar sem þær voru mistök og farið og geyst. Óstjórnin við framkvæmdir á Hellisheiðarvirkjun hefur undanfarin ár verið slík að það eytt og sér gætu dugað til að setja fyrirtækið á hliðina. Nú er spurning hvort þeir aðilar innanlands sem eiga kröfur á fyrirtækið fari ekki þegar í stað fram á kyrrsetningu eigna svo þær verði ekki veðsettar til tryggingar á erlendum lánum

SAS (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 15:48

7 identicon

Það er alveg sama hvar er borið niður í þessu þjóðfélagi - alls staðar er sviðin jörð manna sem ætti hreinlega að rassskella opinberlega og henda síðan í fangelsi.

Stjórnmálaflokkar fara fremst í spillingunni og siðblinda er ´"aðalsmerki" þessa fólks. Það mun ekki takast að bjarga Íslandi með slíka hunda í helstu embættum. Jóhanna byrjaði á því að svíkja - ekki bara nánast hvert einasta kosningaloforð sem hún hafði gefið kjósendum sínum.  Nei - það mátti ekki duga minna en að SVÍKJA ALLA STEFNUNA!  Stefnuna sem flokkur hennar hefur haft frá upphafi. 

Til fjandans með hugsjónir.  Til fjandans með kjósendur.  Nú skal grætt og nú skal stolið, nú skal ota og nú skal pota.  

 Nýtt pakk - sama stefna.

Margrét (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 15:50

8 identicon

Hvað með sparnaðinn sem átti að nást með sameiningu Hitaveitu Reykjavíkur sem var til húsa á Grensásveginum fyrir nokkrum árum og hinu megin við götuna var Rafmagnsveita Reykjavíkur í góðu húsnæði. Það átti að leggja saman fyrirtækin til hagræðingar og samnýtinga húsnæði í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut.  Hvernig fór svo með allan sparnaðinn og hagræðinguna????

Maria (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 01:55

9 identicon

Látum ekki heimskuna taka af okkur öll völd.Það er óþægilegt að skrifa um fjármál OR og vita ekki hvert er vandamálið.Ef vandamálið er, að of mikið af tekjum er í íslenskum krónum, og krónurnar hafa lækkað um helming.Áður dugðu krónurnar til að greiða af öllum lánum, en nú aðeins helmingnum.Við viljum alls ekki sleppa þessum eigum okkar, sem hafa skapað okkur ódyra orku til rafmagnsframleiðslu og upphitunar húsa og sundstaða.Ef þetta er þannig lagað, þá verðum við að hækka greiðsluna fyrir orkuna strax upp í sama verðgildi og það var fyrir ári síðan.Ef einhverjir geta ekki greitt það verð, þarf að styrkja þá til að standast þetta sama verð í dollurum, sem yrði nú tvöfallt hærra í íslenskum krónum.Þá ættum við að geta komið þessum rekstri í lag.Ef við gerum það ekki, nær einhver rekstrinum af okkur og selur okkur orkuna aftur á heimsmarkaðsvetði, olíuverði.Það yrði mun dýrara fyrir okkur.Komum rekstri þessara fyrirtækja í lag, strax.Ef við höfum fjárfest í ransóknum og tækjum til að selja erlendum fyrirtækjum orku, þá sýnum við þeim að við erum tilbúnir að hækka orkuna til okkar meira, þannig að þeir sem vildu kaupa orku af okkur og halda að þeir geti fengið hana á útsölu eru á villigötum.Við eigum að styrkja stjórnendur og þá sem eru að vinna fyrir okkur í sveitarfélögum og á landsvísu.Ef við styðjum þá ekki, þá koma útlend fyrirtæki og hjálpa okkur að losna við allt saman.Margir segja að okkar menn klúðri öllu, en við breytum því.Við eigum ágæta stjórnendur og pólítukusa og það er okkar að standa rækilega við bakið á þeim við að halda öllu í Íslenskum, okkar höndum.Það er alveg ólíðandi að við styðjum ekki við fyrirtækin okkar.Flokkar sem segjast vera að vinna fyrir fólkið slái nú þegar skjaldborg um Rarik , Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkuveitu Suðurnesja öll bæjar og ríkisfyrirtækji, sem hafa skaffað okkur orku á viðráðanlegu verði.Auðvitað styðjum við einkarekstur, og bjóðum út flest verk, en við getum vel stýrt þessu sjálfir.Að vísu skulum við lesa söguna og muna að um aldamót 1899-1900 þá var drykkjan slík að útlendingar sem komu í íslenskar réttir og sáu lýðinn veltast um í réttunum ofurölvi, höfðu á orði að þessi lýður gæti aldrei stjórnað sér sjálfur.Í byrjun aldarinnar var farið að kenna fólkinu að það væri til skammar að vera ofurölvi og reindar óþarfi að nota meðal til að gera sig vitlausari en efni stóðu til.Ungmennafélögin voru stofnuð og lýðurinn lærði í málfundafélögum að standa fyrir málefnalegum umræðum á mannamótum.Það fór allt að blómstra hjá okkur.Nú um stundir hefur þessi reynsla og lærdómur gleymst, og allt farið í vandræði.Það er ekki þannig að einhverjir 100 eða 1000 hafi ruglast, heldur öll þjóðin.Nú um stundir hefur hver bent á annann, og sakað hann um alls konar mistök.Trúlega er það oft rétt en nú snúm við á nýja braut, og tökum til við að byggja upp landið.Nú höldum við áfram að framleiða seljanlega vöru og þjónustu,og komum öllu í lag hjá okkur.

Egilsstaðir, 15.11.2009 Jónas Gunnlaugsson

http://www.herad.is/y04/1/

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 02:27

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Vandamálið er að OR á ekki einu sinni fyrir skuldum alveg sama í hvaða gjaldmiðli.  Rekstur fyrir fjármálaliði er rekinn á "núlli" sbr. nýjasta milliuppgjör.

Rekstratekjur fyrir fjármálaliði eru um 29 milljónir en fjármálaútgjöld um 14 milljarðar. (annar ársfjórðungur)

Vaxtaútgjöld eru um 2.6 ma sem eru aðeins hærri en launakostnaður en hann er um 2.3 ma.  

Það er hinn óútskýrði liður sem kallaður er:

Foreign exhange difference and forward currency swaps 10.2 ma kr.

sem rústar öllu hjá OR.

Þennan lið þarf að útskýra og rannsaka.

Látum tölurnar tala.

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.11.2009 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband