Venesúelavæðing Íslands

Ef við hefðum ekki okkar yndislegu veðráttu gæti þjóðmálaumræðan bent til að Ísland væri eyja fyrir utan strönd Venesúela, einskonar Isla Margareta.

Morgunblaðið gæti allt eins verið málgagn Hugo Chavez, enda er allt útlendingum að kenna.  Allt innlent er gott og allt útlent vont.  Utanríkisstefnan byggist á hræðsluáróðri.  Fyrir þá sem hafa sagt upp mogganum birti ég hér brot af leiðara dagsins í dag.  Innihaldið þarfnast engra skýringa:

"Einkavæðing bankanna var opið gegnsætt ferli. Þar sátu allir við sama borð og allir vissu hverjir eignuðust bankana.  Og ekki varð annað séð en að fáeinum árum síðar væru þeir aðilar vinsælustu
menn landsins og helstu viðhlæjendur þeirra hinir sömu og nú þykjast hafa séð allt fyrir en þögðu þá þunnu hljóði af enn óupplýstum ástæðum. En ef sú einkavæðing endaði illa, hvernig halda menn að sú sem nú hefur verið stofnað til fari? Nú veit enginn annað en að „hrægömmum“ hafi verið fengið forræði banka, sem hafa íslenskt atvinnulíf í hendi sér og eru með innistæðueigendur sem ríkið segist munu ábyrgjast."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sagan skrifuð eftir hentugleikum. Dapurlegt. Verst er að margir trúa þessu kjaftæði.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 22.12.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband