Seðlabankinn og starfsmenn - enn hluti vandans?

Nýleg yfirlýsing forsætisráðherra um peningamálastefnu Seðlabankans veltir upp þeirri spurningu hvort pólitísk ráðning æðstu stjórnenda þar hafi mistekist?  

Samkvæmt RÚV segir Jóhanna:

Þó seðlabankinn vilji halda stýrivöxtum háum, eru stjórnvöld áfram um að þeir verði lækkaðir ... (og) ... að ekki koma til greina að breyta lögum um Seðlabankann. Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun.

Það er ekki bæði haldið og sleppt hér.  Ef ákvarðanir Seðlabankans eru pólitískar geta þær ekki jafnframt verið sjálfstæðar.  

Að forsætisráðherra þurfi að koma með svona yfirlýsingar í fjölmiðla bendir til að samband á milli Seðlabankans og ráðherra sé ekki sérstakleg gott.

Ekki er hægt að sjá að erlendir sérfræðingar sem sitja í peningamálanefnd getið setið undir svona ákvörðun og því líklegt að þeir segi af sér.  Þá væri best að setja Seðlabankann aftur undir ráðherra og skera hann verulega niður í stærð.  

Getur 320,000 samfélag rekið sjálfstæðan Seðlabanka að fyrirmynd hagkerfa sem eru 10-1000 sinnum stærri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Seðlabankinn á að lúta lýðræðislegu valdi. Vilji menn hafa hann sjálfstæðan er eina lýðræðislega leiðin að kjósa í hann sérstaklega.

Héðinn Björnsson, 27.9.2009 kl. 14:16

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þegar Churchill sagði:

The inherent vice of capitalism is the unequal sharing of blessings; the inherent virtue of socialism is the equal sharing of miseries.

gat hann ekki vitað að hann vara að tala um litla eyju fyrir norðan Bretlandseyjar um 50 árum seinna.

Andri Geir Arinbjarnarson, 27.9.2009 kl. 14:30

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Churchill hefur sennilega ekki verið neitt sérstakleg djúphugsandi maður ef hann hefur séð veröldina í svart-hvítu. Það er heilt litróf á milli öfgana sem getur falið í sér bæði hvatningu til þess að skapa verðmæti og dreifa þeim á jafnari hátt.

Ísland hefur rekið öfgakapítalisma og gerir enn. Þetta speglast meðal annars í því að mismunun er mest á Íslandi í hinum vestræna heimi....peningar verðlausir vegna þess að í stað þess að hugsa um að skapa verðmæti hafa menn hugsað um að græða á öðrum. Það segir sig sjálft að ekki geta allir efnast á því að græða á öðrum. Það segir sig sjálft að allt fer til fjandans þegar menn ætla að búa til peninga út engu og afhenda auðlindarentuna úr landi.

Ég held að það væri til bóta ef menn færu að hugsa í litrófi í stað svart-hvítu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.9.2009 kl. 14:48

4 identicon

Þessi Már var höfundur "kex ruglaðar peningastefnu Seðlabankans" og bara það hefði átt að "tryggja að þessi BJÁNI væri ekki ráði Seðlabankastjóri" - hann & Seðlabankinn eru til skammar.  Alveg hætt að rökstyðja að leggja niður 90% af þessari starfsemi þeirra.  Taka upp dollara og færa 5 manns úr Seðlabankanum yfir í Hagstofu og svo 5 aðilar sem halda áfram að sjá um seðlanna í kjallara Seðlabankans.  Reka allt hitt draslið úr vinnu.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jacob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 14:49

5 identicon

Hvað sem um Már má segja er hann þó að minsta kosti fyrsti háttsetti embættismaðurinn sem hefur sagt upphátt það sem allir vissu en engin þorði að segja. Það að AGS ráði ferðinni og allt hangi á Icesave.

Er það ekki gegnsæi og hreinskilni? Hann fær að minsta kosti plús í mínum kladda fyrir það.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 15:17

6 identicon

Annað hvort er Seðlabankinn sjálfstæður eður ei. Held hins vegar að hann sé sjálfur í þröngri stöðu einkum vegna þeirrar stefnu sem AGS keyrir á.

Ef stjórnvöld grípa nú fram fyrir hendurnar á Seðlabankanum þá eru þau komin í algjöra mótsögn við sjálfan sig. Jóhanna hefur sagt að þau muni allavega ekki grípa beint fram fyrir hendurnar heldur skipta um peningastjórnun !! Sé það raunin tel ég að nokkrir muni segja af sér, þar með talið Gylfi Magnússon og eins og Andri bendir á erlendir sérfræðingar í peningamálanefndinni.

Jakóbína: "Ísland hefur rekið öfgakapítalisma og gerir enn."

Ég er ósammála þessu. Í öfgakapitalisma er allt einkavætt. Hér á landi hefur vöxtur ríkisins verið ævintýralegur. Við höfum að megninu til opinbert:

heilbrigðis- og tryggingarkerfi

menntakerfi

orkufyrirtæki (ríki og sveitafélög)

ríkisstyrkt landbúnarkerfi

ríkisútvarp og sjónvarp

Á Íslandi hafa allir sama rétt að aðgangi að heilbrigðis og menntakerfinu sama hver menntunin er eða hvert meinið sé. Í öfgahagkerfi er slíku ekki til að dreifa.

Það sem gerðist á Íslandi var hins vegar græðgi, spilling og refsivert athæfi ákveðinna aðila. Þetta andrúmsloft leiddi hins vegar til ákveðinnar firringar sem smitaðist í samfélagið þannig að hugur fólks snérist of mikið um peninga og ónauðsynlega neyslu.

Ekki handa að þetta hafi verið séríslenskt fyrirbæri. Af því ég þekki nokk vel til mála í Danmörku og Noregi þá var sama vitleysan í gangi á þeim bæjum og þar með auðvelt að fabúlera að ástandið hafi verið áþekkt á fleiri stöðum í vestur Evrópu.

Almenningur hefur hins vegar snúist mjög hratt og þetta finnst á samfélaginu.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 16:31

7 identicon

Ætla að bæta einu við fyrri póst minn varðandi AGS. Gefum okkur að AGS stjórni hér peningamálum eins og Már Guðmundsson hefur gefið til kynna. Það sem hefur böglast með mér er hvað snýr upp og hvað snýr niður.

Ég ætla að skjóta út í loftið eftirfarandi sem byggist í reynd á því að skuldastaða landsins og aðstæður í hagkerfi heimsins eru slíkar og gætu orðið það óhagstæðar að það verði að kanna óhefðbundið scenario:

*Skyndilega mikið framboð af löngum og stuttum ríkisskuldabréfum (til að halda kreppunni í skefjum)

*Kína, Japanir, Noregur og fleiri ríkar þjóðir hætta eða neyðast til selja erlend ríkisskuldabréf (minni útflutningstekjur)

Hvað leiðir þetta tvennt til:

*Gengi viðkomandi gjaldmiðla hríðfellur

*Vextir fara upp úr öllu valdi

*Verðbólga gæti farið í 20%

Sé horft á skuldastöðu nokkurra landa eins og BNA, UK, Danmerkur, Spán og fleiri landa í Evrópu, þá er raunveruleg hætta á að slík staða kæmi upp. Þessi hagkerfi stæðu þá einfaldlega í sömu fótsporum og við erum nú.

Það væri ef til vill hollt fyrir okkur Íslendinga að horfa á hlutina í stærra samhengi. Þótt margt sé okkur á móti skapi og margt sé óréttlátt þá gæti verið að reynsla okkar væri "pilot-case" hvernig unnt sé að bjarga hagkerfi í áþekku gjaldþroti.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 17:04

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jóhanna verður að fara að ákveða hvað hún vill.

Íslenskar ríkisstjórnir virðast ekki geta þrifist án pólitísk Seðlabanka.

Íslandi hefur í raun alltaf verið stjórnað eins og skipi, það er aðeins pláss fyrir einn skipstjóra.  Okkur skortir breidd og dýpt í okkar samfélag til að fara eftir leikreglum stærri þjóða. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 27.9.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband