Bjóðumst til að borga Icesave með myntkörfuláni

Við eigum að fara fram á myntkörfulán fyrir Icesave sem samanstendur af krónum, evrum og pundum.  Þá er hægt að höggva á þessa fyrirvara og jafnframt förum við fram á að Seðlabanki Evrópu styðji við krónuna svo Bretar og Hollendingar tapi nú ekkert á þessu.

Þar með er tryggt að þeirra skattgreiðendur fái allt sitt tilbaka og á vöxtum og við fáum alvöru gjaldmiðil á móti og getum fjármagnað þann hluta Icesave sem fellur utan ríkisábyrgðar í krónum með ríkisskuldabréfum.

 Við verðum snúna vörn í sókn hér og koma andstæðinginum á óvart.  


mbl.is Icesave-málið þungt í skauti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góð tillaga! Láttu heyra hærra í þér!

Jón (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 16:07

2 identicon

Einfaldlega frábær tillaga.

Að engin skuli hafi látið sér detta þetta í hug fyrir löngu síðan.

Mats Wibe Lund (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 16:09

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góður. Svo er hægt að sækja um frystingu líka seinna þegar verður erfitt að borga :)

Guðmundur St Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 16:09

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

VIÐ EIGUM EKKI AÐ BORGA ICESAVE-einkaskuld Landsbankans! Það voru þjóðarsvik að samþykkja þennan Icesave-samning og ríkisábyrgðina, þvert gegn fullum rétti okkar og sakleysi samkvæmt 'dírektívinu' frá Evrópubandalaginu 1994, og >ríkisábyrgðin sjálf var stjórnarskrárbrotHÉR). Við eigum að berjast fyrir rétti okkar á alþjóðavettvangi, kynna hann, í stað þess að þegja um hann eða taka undir með fjendum okkar (eins og ríkisstjórnin hefur gert), sbr. HÉR!.

Jón Valur Jensson, 26.9.2009 kl. 16:35

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið, partur af innlegginu brenglaðist.

... ríkisábyrgðin sjálf var stjórnarskrárbrot (sbr. og HÉR). Við eigum að berjast ... o.s.frv.

Jón Valur Jensson, 26.9.2009 kl. 16:40

6 identicon

Jón Valur,

veistu ég er ekki að kaupa þennan málflutning og annara sem berjast með kjafti og kló í krafti þjóðernisvitleysi. Hvernig væri raunsætt að horfa á málið:

*Landsbankinn og Kaupthing voru gjaldþrota í upphafi árs 2008. Innrás þeirra á Bretland og Holland með innistæðureikninga var ekkert annað en tilraun til að bjarga lausafjárvanda. Þetta var gert með vitund og sammþykki stjórnvald, seðlabanka og fjármálaeftirlits.

*Landsbankinn og Kaupthing auglýstu og staðhæfðu að þessar innistæður bæru ríkisábyrð !! Erlendis vita menn hvað ríkisábyrgð merkir.

*Íslensku bankarnir tóku mikla áhættu og það er klént að kenna reglum EB um hvernig þeir höguðu sér. Ég er hins vegar sammála að regluverk EB er gatasigti þegar kemur að samræmdum regluverki á fjármálamörkuðum en að kenna umferðarlögunum um ef maður lendir í árekstri vegna þess að keyrt var á ofurhraða er varla rök sem eru bjóðandi siðuðu fólki. Ég kaupi ekki svona vitleysu.

*Vandi Íslendinga í dag stafar af stórum hluta af áralangri

pólitískri spillingu,

linkind,

skort af faglegum nálgunum í opinberrum málum,

gatslitnu lýðræðskerfi,

þjóðfélag sem er enn í fjötrum lénsskipulags (Micheal Hudson - er sammála honum)

o.s.frv.

Við eigum að hunskast að finna hentuga lausn á Icesave málinu og Andri Geir hefur komið með nokkrar annars verður ljóst að við erum ekki að höndla hrunið á Íslandi. Þá eigum við að horfast í augu við að við stöndum svo nálægt slysstaðnum og erum það stór hluti af hruninu sjálfu að við þurfum utanaðkomandi aðila til að taka til hjá okkur.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 17:24

7 identicon

Björn Kristinsson: Ágætis innlegg og sérstaklega hugleiðingin um stöðu þjóðarinnar.  Hún er ekki góð.

Við eigum mjög erfitt nú þegar með að rekast í samfélagi þjóðanna.

Ein birtingarmynd þessa er sú afneitun sem nú hefur komið fram hjá lykilmönnum hrunsins og kemur hún upp nánast daglega í fjölmiðlum.  Þessi afneitun á m.a. eftir að tefja verulega fyrir enduruppbyggingunni hér og hafa þ.a.l. slæmar afleiðingar fyrir land og þjóð.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 18:25

8 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Björn, þetta er engin þjóðernisvitleysa, heldur byggt á þeirri frumreglu að standa á lagalegum rétti. Hér á þjóðin allan lagalegan rétt, reyndu ekki að tala gegn henni.

Kristin stjórnmálasamtök, 26.9.2009 kl. 20:32

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakaðu, Andri Geir, þetta innlegg var mitt og átti ekki að vera í nafni Kristinna stjórnmálasamtaka; ég hafði ekki gætt þess, að ég var enn loggaður inn á það vefsetur.

Jón Valur Jensson, 26.9.2009 kl. 20:38

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

IceSave samningarnir eru einmitt upp á myntkörfulán, samansett úr Evrum (hollenski hlutinn) og Pundum (breski hlutinn). Að fara fram á að Seðlabanki Evrópu styðji við þetta með einhverjum hætti er að mínu mati óraunhæft, því óljóst er í hverju slíkur stuðningur ætti að vera fólginn og ólíklegt að fyrir því sé mikill pólitískur stuðningur. Svo má líka benda á að ECB gefur aðeins út Evrur en stór hluti IceSave pakkans er í breskum Pundum.

Persónulega skoðun mín á IceSave málinu yfir höfuð er sú að íslenskum almenningi beri engin skylda til að taka á sig ábyrgðir vegna gjaldþrots einkafyrirtækis og starfsemi þess á erlendri grundu. Hinsvegar beri íslenskum yfirvöldum ótvíræð skylda til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja sem mestar endurheimtur af þrotabúi Landsbankans og láta þær ganga til endurgreiðslu að sem mestu leyti og í þeirri kröfuröð sem tryggi best jafnræði milli innstæðueigenda. Þar á ég við lágmarkstryggingu sem forgangskröfu, allt umfram það voru viðbætur sem Bretar og Hollendingar ákváðu sjálfir að greiða sínum þegnum án þess að skylda bæri til skv. gildandi reglum og var þar að auki eftirágjörningur og því engan veginn á ábyrgð Íslands.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.9.2009 kl. 01:26

11 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Guðmundur,

Þetta mál er allt hápólitískt svo það er eðlilegt að tengja það við EB umsókn og aðstoð í gjaldmiðlamálum. Að fá að borga hluta þess í krónum skiptir máli.

Það sem ég er hræddur við er að neyðarlögunum verði hnekkt að öllu eða hluta og að kröfuhafar fái borgað til jafns við innistæðueigendur. Þetta myndi þýða að stærsti hluti Icesave lendir á skattgreiðendum.  Þetta er áhættuþáttur sem er lítið ræddur.

Andri Geir Arinbjarnarson, 27.9.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband