Aðalhagfræðingur ekki úr röðum kunningja og vina

Nú þegar staða aðalhagfræðings Seðlabankans er auglýst er mikilvægt að í hana veljist einstaklingur sem hefur óháða og sjálfstæða hugsun og er ekki úr vina-, flokks- og/eða kunningjahópi nýs Seðlabankastjóra eða bankaráðs. 

Æskilegt er að þessi einstaklingur hafi ekki starfað í Seðlabankanum áður.  Hér þarf einstakling sem getur komið inn með nýjar hugmyndir, ferska hugsun og aðra innsýn á hlutina en "gamla gengið"

Hvað hagfræðihugmyndir og kenningar varðar er einnig æskilegt að nýr hagfræðingur sé ekki á sömu bylgjulengd og nýr Seðlabankastjóri.  Mikilvægt er að skapa umhverfi þar sem gagnrýnin umræða er leyfð og studd af æðstu stjórn bankans.  Þetta gerir auðvita meiri kröfur til stjórnunarhæfileika Seðlabankastjóra en þannig á það að vera.

 


mbl.is Staða aðalhagfræðings Seðlabankans auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandi Seðlabankans er að hann vandar tilfinnanlega vigt. Er á því að tímabundin aðkoma Sven í SÍ hafi komið að mun faglegri umgjörð en verið hefur. Einhverjir kunna að dæma hann út frá gengi IKR en vel að merkja þeir sem gera slíkt eru ekki að átta sig á raunstöðu hagkerfisins. Engin mynt hefði haldið staðið slíka ágjöf og IKR hefur mátt þola.

Ég held að það væri mjög mikilvægt að fá virtan erlendan hagfræðing. Best væri ef hann kæmi frá mið-Evrópu og hefði mikil sambönd við evrópska seðlabanka.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband