Rússar og Norðmenn slást um Ísland

Það er góð tímasetning á þessum fréttum um að Rússar og Norðmenn séu "áfjáðir" í að lána okkur peninga.  Hér erum við í einu allsherjar skuldafeni með allt niður um okkur og allt í háalofti út af Icesave.  Vinalaus þjóð sem vill ekki borga og er svekkt að nágrannaþjóðirnar skuli ekki fyrirgefa okkur allt okkar sukk og svínarí.

Nú virðist hins vegar rofa aðeins til, Norðmenn og Rússar hafa áhuga á að seilast hér til áhrifa og valda í krafti fjármagns sem við getum auðvita ekki lifað án. Tímasetning þeirra er óaðfinnanleg. Það verður gaman að sjá hvort hér er komin bakdyraleið út úr Icesave?  Hver ætli bjóði betur?

En hvað vill rússneski björninn og norska tröllið hafa fyrir sinn snúð? 

 


mbl.is „Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Á sama tíma birtir Financial Times leiðara þar sem talað er fyrir íslenskum hagsmunum í IceSave. Eftir að stjórnarliðar hafa hamrað á því vikum saman að okkur verði úthýst úr samfélagi þjóðanna ef við tökum ekki á okkur drápsklyfjar sem vonlaust er að standa undir kemur Financial Times með þennan leiðara. Það verður forvitnilegt að sjá viðbrögð krata og Breta á næstu dögum.

Tökum ekki "norska lánið" of hátíðlega í bili. Þetta er bara hugmynd sem einn pólitíkus úr Miðflokknum sló fram; Hærra lán, lengri lánstími og lægri vextir. Hann setur þetta fram sem vinarbragð.

Haraldur Hansson, 12.8.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Leiðarinn í FT eins og grein Evu er mjög gott innlegg í að útskýra okkar sjónarmið.  Sérstakleg er FT leiðarinn góður þar sem FT er víðlesnasta blaðið í Brussel og ráðuneytum í ESB löndunum. 

Hins vega má ekki gleyma að FT eins og The Economist eru algjörlega sjálfstæð blöð og oft á öndverðum meiði við stjórnvöld í Bretlandi og ESB. Ég er ekki mjög bjartsýnn að þetta breyti pólitíska landslaginu í Bretlandi og Hollandi.  Ein ástæða er að FT er ekki blað fólksins.  Fáir kjósendur lesa FT.  Málið er einfaldleg orðið of pólitískt.

Þegar til lengri tíma er litið er alveg ljóst að það verður ekki borgað af þessu öllu.  Spurningin er hvort það sé pólitískur vilji og stemmning í Bretlandi og Hollandi til að endursemja nú eða seinna.  Allt bendir til að ekki verði endursamið í bráð alla vega ekki fyrir kosningar í Bretlandi nema eitthvað óvænt gerist.

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.8.2009 kl. 14:05

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Nýleg könnun sýnir að í Hollandi hefur almenningur engan áhuga á IceSave. Þar, eins og í Bretlandi, er búið að greiða innstæðueigendum út sína peninga og þar með er áhugi þeirra á málinu horfinn.

Það skiptir því ekki máli að FT sé ekki blað fólksins. Þetta er, eins og þú segir, pólitískt mál og FT er mikið lesið af þeim sem eru í pólitík. Þess vegna er leiðarinn gott innlegg í umræðuna og okkur í hag. Hversu langt þetta dugir okkur vitum við ekki.

Haraldur Hansson, 12.8.2009 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband