Stjórnlaust Ísland

Það er sorglegt að horfa upp á stjórnleysið og agaleysið í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir.  Hver dagur byrjar með nýjum fréttum um ósætti og alls konar óviðeigandi uppákomur.  Hvernig hjálpar þetta endurreisn landsins?  Skapa þessi vinnubrögð atvinnu, eða styrkja þau krónuna? 

Það er skylda allra Alþingismanna að útskýra fyrir kjósendum hver af eftirfarandi möguleikum er best fallinn til að endurreisa íslenskan efnahag og hvers vegna?

  1. Hafna ESB og hafna Icesave
  2. Hafna ESB og samþykkja Icesave
  3. Samþykkja ESB og hafna Icesave
  4. Samþykkja ESB og samþykkja Icesave

 

 


mbl.is Utanríkismálanefnd margklofin um ESB-ályktunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Aðgöngumiðinn að ESB er ICESLAVE þó við eigum ekki að borga þá ætla sossarnir að láta okkur borga til að uppfylla draum sinn í ESB.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 9.7.2009 kl. 07:57

2 identicon

Við höfum ekkert erindi inn í ESB eins og staðan er núna. Í fyrsta lagi þá höfum við enga samningsstöðu heldur komum skríðandi. Í öðru lagi þá hafa lang flestir sagt t.d. norðmenn, skotar o.fleirri að það sé útilokað að við fáum undanþágur með fiskinn. Í þriðja lagi er evran alltaf nefnd, að aðal ávinningur þess að fara í ESB sé evran. Við erum svo svakalega langt frá því að uppfylla skilmálana og ef við samþykkjum Iceslave ofan á þetta þá er lágmark 10 ár í að við uppfyllum skilyrði til að fá evru  (held því miður að það sé samt mikið lengra en 10 ár, því fyrst förum við á hausinn og síðan þurfum við að rífa okkur upp og þá er búið að ráðast stórfellt á fiskinn okkar og jafnvel fallvötnin líka).

Auðbjörg (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 08:53

3 identicon

Gott að þú ert byrjaður aftur eftir alltof langt hlé. Þú ert besti afruglari á fréttir sem ég hef fundið á netinu. Takk

Jóhannes Magnusson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 09:16

4 identicon

Líkt og utanríkismálanefndin er þjóðin marklofin í afstöðu til ESB.

Svo er heldur ekkert víst að lönd ESB taki okkur opnum örmum þó svo að sumir haldi annað hér á landi. 

Því eru stjórnvöld ekki að vinna að brýnni málum sem eru að bjarga heimilum landsins og að koma hljólum ativnnulífsins á snúning?

Sveinbjörn J. Kjartansson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 09:30

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jóhannes,

Takk fyrir.  Ég var í sumarfríi og ekki með tölvuaðgang.  

Það sem þarf að gera er að fara ofaní þessa 4 möguleika sem ég nefni hér að ofan og lista kosti og galla hvers og eins og reyna eins og hægt er að koma tölum á afleiðingarnar, þ.e. fyrir atvinnustig, gengi, skuldir, aðgang að fjármagni osfrv.  

Hér verður að ganga fumlaust og faglega til verka. Slagorð og pólitísk hentisemi bjarga litlu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.7.2009 kl. 11:13

6 identicon

Liggur ekki megin orsakaþáttur þessa ósættis og ringulreiðar sem nú ríkir í þeirri einföldu staðreynd að:

Verkefni A: Aðildarumsókn að ESB

Verkefni B:  Lausn á Icesave

eru með öllu óskyld - en samt er verið að blanda þessum málum saman og þvæla fram og aftur. 

Því miður hef ég ekki tíma núna að færa rök fyrir þessari fullyrðingu minni; vil þó benda á eitt að ESB er langtímamál en Icesave er skammtímamál.  En taki menn nú niður pólítísk gleraugu sín og leggi til hliðar pólítíska röksemdarfærslu og líti aðeins út fyrir kassanna verður það niðurstaðan.

Þú leysir aðeins vandamál með því að "fókúsera" með það fyrir augum að greina orsakir og taka síðan á þeim. Þessvegna nota ég orðið hér að ofan "þvæla" - því svona vinnubrögð eru ekki bjóðandi uppá meginþorra landsmanna.

Varðandi Icesave er aðeins ein leið og það er að fara á byrjunarrreit og taka þetta mál til afgreiðslu (án ESB umræðu-þvælunnar) með aðstoð hluttlauss dómsstóls þar sem m.a. verður gengið útfrá því viðskiptaumhverfi sem viðskiptaferlarnir byggðust á í upphafi (EES viðskiptaumhverfið, sem hlýtur að byggjast á lögum og reglugerðum - kröfum og skyldum aðila).

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 11:50

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hákon,

Vandamálið er að í augum Breta, Hollendinga og Þjóðverja eru þessi mál skyld og þeir sitja hinum megin við borðið bæði í ESB og ICesave málinu.  Það er alltaf hollt og gott að reyna að setja sig í spor sinna viðsemjanda og skilja þeirra sjónarmið og áherslur. 

Nú reynir á samningsgáfur og hæfileika Íslendinga í fyrst sinn.  Frá byrjun lýðveldisins gátum við alltaf skotið okkur undir pilsfald Bandaríkjamanna þegar við áttum í deilum við okkar Evrópu nágranna.  Ekki lengur, enda sést það vel í því ofmati á stöðu Íslands í umheiminum bæði hjá stjórnvöldum og almenningi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.7.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband