Hverjir sátu í einkavæðingarnefn?

Hvaða einstaklingar skrifuðu upp á þessar eignartilfærslur frá skattgreiðendum yfir á hendur fárra útvaldra pólitískra gæðinga?  Það var einkavæðingarnefnd og Alþingi sem áttu að gæta hagsmuna skattgreiðenda, hinna raunverulegu eigenda gömlu ríkisbankanna.

Það eru þessir einstaklingar og stjórnmálamenn sem verða að svara fyrir sig og rökstyðja hvernig hagsmunum skattgreiðenda var best borgið með þessari söluaðferð.  Hvers vegna voru ekki hliðstæð einkavæðingarferli notuð hér á landi eins og á hinum Norðurlöndunum? 

Mjög auðvelt er fyrir stjórnmálamenn að velta allri ábyrgð yfir á útrásarvíkingana og telja almenningi trú um að allur vandinn stafi af aðgerðum þeirra.  Vissulega er þeirra ábyrgð mikil en hún hefði aldrei verið möguleg ef stjórnmálamennirnir hefðu staðið betri vörð um hagsmuni skattgreiðenda eins og þeim bar skylda til.


mbl.is Dýrt fyrir ríkið að selja banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Davíð Oddsson greip framm í fyrir hendurnar á einkavæðingarnefnd, það er ekkert við nefndina að sakast.

Arngrímur (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 07:59

2 identicon

Hugtakinu um dreifða eignaraðild var breytt af Davíð Odssyni.

Hans túlkun var að dreifð eignaraðild merkti að mjög fáir ættu eignir mjög víða.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 09:06

3 identicon

Nefndin átti að segja af sér þegar ráðherranefndin tók völdin. Þeir ráðherra sem sátu í þessari nefnd voru Davíð, Halldór, Geir og Valgerður Sverrisdóttir. Þetta er fólkið sem sveik þjóð sína.

Að hugsa sér að enn skuli 37% þjóðarinnar styðja Sjálfstæðis og Framsóknarflokk. Eru þessi 37% svona óheiðarleg og siðlaus, eða hvers vegna styður fólk menn og flokka sem eru svona gjörspilltir? Ég skil það ekki. Hvenær ætlar fólk að opna augun?

Þetta er svo ógeðslega siðspillt að maður á ekki til eitt einasta aukatekið orð yfir þetta, hvað var Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur eiginlega að pæla, að láta svona eins og þeir eigi landið og allt innan þess? Venjulegu og heiðarlegu fólki er algjörlega misboðið og ég get ekki að því gert annað en að undrast það að enn skuli þriðjungur þjóðarinnar styðja Íslandsmeistarann í spillingu, Sjálfstæðisflokkinn! Hvernig getur nokkur manneskja tekið ákvörðun um að gera svona gegn þjóð sinni og greitt atkvæði með svona spillingu? Ég bara botna það ekki. Ég gæti aldrei verið í vinnu fyrir fólkið í landinu og réttlætt fyrir sjálfum mér að gera svona hluti, aldrei.

Valsól (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 10:42

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Arngrímur,

Það verður að gera þær lágmarkskröfur til embættismanna að þeir hafi þekkingu, kunnáttu og sjálfstæða skoðun og hugsun.  Ef þeirra siðferði er misboðið eða þeir álíta gjörðir sinna yfirmanna mistök ber þeim að segja af sér umsvifalaust.  Því sem þú lýsir getur aðeins gerst í "einveldislöndum".   Það eru svona ráðherra vinnubrögð sem voru innleidd með Hannesi Hafstein og eru löngu úrelt sem hafa komið þessari þjóð á vonarvöl.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.7.2009 kl. 11:04

5 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert annað en skjól fyrir glæpamenn úr viðskiptalífinu. Það sama má segja um Framsókn. Þessir helmingaskiptaflokkar eru búnir að fara illa með landið okkar.

Hvernig er með allar hinar einkavæðingarnar? Það er greinilega ekki nóg að skoða bara bankana, verum minnug þess að þetta hyski var dæmt fyrir ólöglega sölu á Íslenskum aðalverktökum. 1300 miljónir græddu þeir sem keyptu, nokkrum mánuðum eftir kaupin. Það þarf að skoða allt einkavæðingarferli þessara flokka.

Valsól (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband