Gjaldeyrisstefna IMF í molum

Eitt helsta markmið IMF var að ná stöðuleika á krónuna.  Þetta hefur mistekist og prógramm IMF hefur beðið mikinn hnekki.  Hvað þekkja svokallaðir "sérfræðingar" IMF til Íslands og þeirra aðstæðna sem hér ríkja.  Hvað höfðu margir af þessum sérfræðingum komið til landsins fyrir fall?

Sú saga gengur að sumir af sérfræðingum IMF hafi ekki einu sinn vita hvar á landakortinu Ísland er staðsett!  Alla vega er erfitt að telja fólki trú um að hér sé á ferðinni A-lið sjóðsins.  Líklega er þeir starfsmenn uppteknir af Lettlandi, Ungverjalandi og Úkraínu.

Já það er misjafn sauður í mörgu fé, einnig hjá IMF.


mbl.is Töluverðar vaxtagreiðslur í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Um síðustu aldamót fyrir rúmum átta árum var gjaldeyrisforði Íslendinga 7 milljarðar.

Nú er búið að selja ráðamönnum okkar og ráðgjöfum þeirra að við þurfum nú minnst 600 milljarða í gjaldeyrisforða, þ.e. lánið frá AGS upp á USD 4,5 milljarða

Hvað hefur breyst svona svakalega á þessum 8 árum?

Svarið er: Ekkert.

Það eina sem hefur breyst er að hér eru komnir til starfa erlendir ráðgjafar á vegum AGS sem telja þörf á svona svakalegum gjaldeyrisforða.

Fyrir mig sem leikmann er þetta hreinlega út í hött. Fyrst við gátum rekið þessa krónu og þetta samfélag með 7 milljarða gjaldeyrisforða áratugum saman þá er alveg ljóst að 600 milljarðar nú er algjört yfirskot.

Þessi mál á að leysa með öðrum en AGS. Það verur að finna aðrar leiðir. Einhliða upptaka evru eða dollars. Allt er betra en þetta rugl sem nú er í gangi.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.6.2009 kl. 15:33

2 identicon

Þetta er allt planað hjá þessu skítapakki. Það er verið að eyðileggja gjaldmiðilinn okkar eins mikið og hægt er, svo hægt verði að troða okkur í þetta fjandans evropusamband.

Geir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband