Eva Joly: Ringulreið og stjórnleysi alls ráðandi á Íslandi

Þessi frétt um að Eva ætli að hætta kemur ekki á óvart.  Vanhæfnin, fámennið, reynsluleysið, stjórnleysið og pólitíski kunningsskapurinn á Íslandi er einhver sú eitraðasta blanda sem fyrirfinnst á þessari jörð.  

Það verður hlustað á Evu erlendis.  Gaman væri að heyra lýsingar hennar á Íslendingum og þeirra vinnubrögðum.  

Auðvitað verður nú uppi fótur og fit að reyna að redda málum fyrir horn.  Þetta er ekki fyrsti erlendi sérfræðingurinn sem hótar að hætta.  Nú mun starfsaðstaða og peningar allt í einu fást.  Reynt verður að þagga þetta niður á þann eina hátt sem Íslendingar kunna.  

Það er ömurlegt til þess að hugsa að enn viðgengst sá ófaglegi háttur hér á landi að ekkert fæst í geng nema með látum, hótunum og blaðaskrifum. 


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála Andri. Nú hlaupa menn upp til handa og fóta. Yfirlýsingar um að búið sé að ræða við frú Joly og sátt hafi náðst bla bla bla. Þetta er allt einn sýndarleikur.

Stjórnvöld hlusta ekki nema við almenningur grípum til okkar ráða í búsáhaldabyltingu II. Þau hlusta þegar þau eru hrædd.

Guðmundur St Ragnarsson, 10.6.2009 kl. 16:13

2 identicon

Stjórnvöld bera ábyrgðina enda búin að sýna og sanna að áhuginn er enginn að réttlætið nái fram að ganga.  Enda allir flokkar meira og minna á spena þessa glæpagengis.

 Mætið og mótmælið á Austurvelli kl. 15.00 í dag og á hverjum degi. Enginn annar getur gert það fyrir ykkur og afkomendurna.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:22

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Góðu fréttirnar eru samt þær að það er loks farið að virka að fjalla um hlutina í fjölmiðlum. Það er ljós punktur í myrkrinu. 

Ólafur Eiríksson, 10.6.2009 kl. 16:25

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég ætlaði að fara að segja eitthvað en Guðmundur tók af mér orðið, svo litlu er við að bæta :)

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 16:33

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mér sýnist þetta, vera byrtingarmynd þess vandamáls ríkisstjórnarinnar, hvað verkstjórn hennar er léleg.

Með öðrum orðum, hlutir sem þarf að gera, komast ekki í verk.

Mundu, enn hafa gömlu bankarnir ekki verið gerðir upp,,,sem þýðir, formlega séð eru nýju bankarnir ekki til, og allt á huldu um eiginfjárstöðu þeirra, sem skýrir af hverju þeir geta ekki veitt neina fyrirgreiðslu til atvinnulífsins, sem og til almennings.

Þetta ástand, er stærsta ástæðan fyrir stöðugu falli krónunnar, þ.s. verð gjaldmiðils, er byrtingarmynd mats markaðarins, á stöðu hagkerfisins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2009 kl. 16:54

6 identicon

Afturámóti er hún fagmanneskja sem kann á kerfiskalla eins og eru hér.  Hún nýtir sér almenning til að þvinga í gegn því sem hún þarf.  Hún hefur talað sérstaklega um þýðingu þess að hafa almenningsálitið með sér til að hafa áhrif á stjórnvöld, og með því að leka málum eins og þessu er hún einfaldlega að leika sinn leik.  Hún benti sérstaklega á að þetta var aðferð Baugsmanna í Baugsmálinu sem ákæruvaldið gætti ekki að sér með að svara að hörku.  Svo fór sem fór, og hún ætlar örugglega ekki falla á því bragði.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 20:13

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Guðmundur,

Það er alveg rétt hjá þér að Eva er sjóuð í þessum málum og gefur íslenskum ráðherrum tóninn, ekki veitir af.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.6.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband