...en eru kjósendur sannfærðir?

Það er alveg sama hvað Guðlaugur ítrekar og yfirlýsir.  Skaðinn er skeður.  Það er nú að koma í ljós hversu óráðlegt það var af Sjálfstæðisflokknum að setja Guðlaug og Illuga í forystusætin í Reykjavík. 

Það er alveg ljóst að ekki eru öll kurl komin til grafar í þessu máli sem og öðrum.  Hvernig geta kjósendur treyst að forystumenn flokksins í Reykjavík séu með allt sitt á hreinu? 

Hinn nýi formaður verður að taka á þessu af festu annars er hætta á hruni í Reykjavík.

Hið eina rétta í þessari stöðu er að bæði Illugi og Guðlaugur stígi til hliðar og yfirgefi stjórnmál í eitt kjörtímabil.


mbl.is Guðlaugur ítrekar fyrri yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Veit ekki hvort eitt tímabil sé nóg. Ferill þeirra og fleirri manna innan FLokksins er í rúst. Held að það þurfi meira en fjögur ár til að kjósendur gleymi þessu.

En hvað veit maður annars. Fólk hefur kosið þessa hörmung yfir okkur í áratugi.

Væri fróðlegt að opna bókhald þeirra 30 ár aftur í tíman. 

ThoR-E, 11.4.2009 kl. 16:19

2 identicon

Undir forystu GHH var aldrei áhugi fyrir að fá "allt upp á borðið", hvorki í einu tilliti né öðru. Nú eigum við eftir að sjá hvort arftaki hans er öðru vísi innréttaður eða hvort fólk verði bara svona af því að starfa í þessum FLokki.

Kolla (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband