...en hvað segja kjósendur?

Bjarni  fær sitt svar 25. apríl. 

Að Sjálfstæðisflokkurinn skuli halda að það sé nóg að flokkurinn rannsaki sjálfan sig og þar með sé allt sem skiptir máli komið fram sýnir að Bjarni á engra kosta völ en að fylgja í fótspor Geirs og kyngja skýringum prófkjörskónganna í flokknum.

Kannski hefur hann rétt fyrir sér.  Þetta mun eflaust hafa lítil áhrif á kjósendur í áskrift en ansi er ég hræddur um að þetta mál allt of þessi furðulegi kattarþvottur muni ekki sannfæra óákveðna kjósendur.

 


mbl.is Allt komið fram sem máli skiptir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Andri finnst þér skorta að stjórnmálaflokkarnir leiti til þín til þess að fara yfir málin. Það að taka við þessum styrkjum var ekki lögbrot, en fór yfir þær upphæðir sem flokksforystan sjálf hafði sett sem viðmiðun. Ný forysta hefur tekið rösklega til hendinni í þessu máli og vonandi fyrirmynd þess sem koma skal í íslenskri pólitík.

Það vekur hins vegar athygli hversu áhugasamir stuðningsmenn annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins er um þetta mál. Það skyldi þó aldrei vera að þar búi eitthvað annað undir en vilji til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fari eftir eigin viðmiðum um styrki.

Sigurður Þorsteinsson, 11.4.2009 kl. 18:36

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Löglegt en siðlaust og það gildir um allar upphæðir sem voru þegnar af öllum flokkum og ekki stóðust ný lög frá þeim tíma sem lögin voru samþykkt á Alþingi þar til þau tóku gildi.  Hvers vegna tóku lögin ekki gildi umsvifalaust?

Sem óháður kjósandi (og ég hef ekki enn ákveðið hvað ég kýs) gagnrýni ég allt og alla sem mér finnst ekki hafa staðið sig. 

Þú verður að taka það upp við Morgunblaðið og mbl.is hvers vegna þeir aðallega birta fréttir um Sjálfstæðisflokkinn og þessa styrki á mbl.is. 

Um aðra flokka get ég aðeins sagt: Ekki er sú mús betri sem læðist en sú sem stekkur.

Andri Geir Arinbjarnarson, 11.4.2009 kl. 19:13

3 identicon

Sigurður, þú hefur ekki hugmynd um það hvort þetta hafi verið löglegt eða ekki, mútuþægni er ólögleg. Það getur vel verið að hér sé um landráð að ræða. Þetta hyski sem er búið að fara rænandi hendi um samfélagið er til alls líklegt og gott að fólk sé að opna augun fyrir því. Síðan finnst mér stórundarlegt að heiðarlegt fólk skuli geta lagt lag sitt við' svona skítaflokk. Eini maðurinn með viti í þessum blessaða FLokk er viðskiptasiðfræðingurinn sem sagði sig úr stjórn SUS, og sagði við það tækifæri að heiðarleikinn væri meira virði en að leggja hann að veði  fyrir svona flokk. Sigurður, nú veit ég svo sem ekkert um það hvort þú sért heiðarlegur maður, geri frekar ráð fyrir því en ekki, en ef þú kýst Sjálfstæðisflokkinn og ert sáttur við útskýringarnar sem Bjarni hefur gefið þá ertu í besta falli létt siðblindur.

Valsól (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 19:45

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Andri við getum alveg verið sammála að flokkarnir hefðu átt að taka tillit til þeirra laga sem til stóð að samþykkja. Þú nefnir það réttilega siðlaust, en löglegt. Ef við skoðum framgöngu Bjarna Benediktssonar í þessu máli, þá kemur hans afstaða skýrt fram í því að hann beitir sér fyrir því að þessu fé sé skilað og skýrt komi fram hverjir stóðu að fjáröflunum og hverjir vissu um tilurð þessa fjár. Mér finnst það mjög virðingarvert.

Stóryrði þeirra sem ekki hafa manndóm til þess að blogga undir nafni eins og Valsól gerir, eru ekki svaraverð. Grímur skrækur allra tíma, bar ekki virðingu fyrir sjálfum sér, og ætlast ekki til að aðrir beri virðingu fyrir honum.

Sigurður Þorsteinsson, 11.4.2009 kl. 21:58

5 identicon

haha, Sigurður, þú getur sem sagt ekki átt í ritdeilum við aðra en moggabloggara? Það er augljóslega ekki NÓG að peningunum sé skilað, það þarf að opna bókhaldið alveg aftur að ári fyrir einkavæðingu bankanna eða úthlutun kvótans, og sýna ÖLL framlög (líka í prófkjörum) og svo rannsaka nánari tengsl allra flokka við hagsmunaaðila þá eru gáfu þeim peninga. Þeir sem ekki fatta þetta ættu ekki að tjá sig.

jón (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 04:19

6 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er rúin trausti og hefur enga ábyrgðartilfinningu.Látið ykkur ekki detta í hug að kjósa þennan  flokk afur. Kjósum Borgarahreyfinguna.

Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband