Betra seint en aldrei - ekkert klúður núna!

Hugmynd samtaka atvinnulífsins er gott innlegg inn í umræðuna um Icesave.  Við megum ekki tapa okkur alveg í þessu Icesave máli og gleyma að byggja upp atvinnulífið aftur.

Nú þarf öruggt og kjarkmikið útspil af hálfu Íslendinga.  Forsetinn hefur hrist upp í almenningsálitinu erlendis með sinni ákvörðun sem hann gaf lýðræðislegt yfirbragð.  Nú verður að nota þetta tækifæri og hamra járnið meðan heitt er.  Sérstaklega er tækifæri á að klófesta Breta.  Brown er óvinsæll og þingkosningar á næsta leiti.  Ef breskir stjórnmálamenn skynja að almenningur og pressan þar sé að snúast á sveif með Íslendingum er erfitt að neita okkur um viðræður korteri fyrir þingkosningar.

Hér verður að spila vel og klóklega úr stöðunni, og tímasetja sóknina nákvæmlega.  Forsetinn hefur skapað tækifæri sem alls ekki má klúðrast.


mbl.is Leggja til að skipuð verði ný samninganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Preston: Við erum öll Íslendingar

Robert Preston er líklega áhrifamesti viðskiptablaðamaður á Bretlandi. Hann er viðskiptaritstjóri hjá BBC og höfundur víðlesinna bóka um efnahagsmál.

Preston helgar Íslandi og skuldavandræðum tvær færslur á bloggi sínu.

Fyrst skrifar hann á fimmtudag grein sem nefnist We´re all Icelanders now.

Og aftur á laugardag undir yfirskriftinni Why do we trust the financial priests.

Í báðum greinum er rauði þráðurinn hversu óréttlátt það sé að almenningur borgi fyrir græðgi og afglöp bankamanna og þeirra sem eiga að hafa eftirlit með þeim.

Og hann nefnir einnig, eins og viðmælendur mínir í þættinum í gær, að það sé nógu slæmt að borga, en ennþá verra þó í því ljósi að þeir sem stjórni fjármálamörkuðum ætli að svíkjast um að gera endurbætur á kerfinu.

Heimild:  http://silfuregils.eyjan.is/ 

Val (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband