Er Verne Holding þvottastöð fyrir gamla Icesave peninga?

Það má aldrei gleymast að Björgólfur yngir var í þeirri stöðu sem líklega ber mesta ábyrgð á Icesave og þeim hörmungum sem það hefur og mun leiða fyrir þessa þjóð.

Það er því með ólíkindum að ráðherra í núverandi ríkisstjórn skuli vera að taka upp hanskann fyrir þessum manni og hans fjármagni.  Getur sami ráðherra upplýst þjóðina og sannað að hér sé ekki verið að fjárfesta gamla Icesave peninga? 

Á meðan rannsókn á hruninu stendur eiga gamlir útrásarvíkingar alls ekki að koma að endurreisnarstarfi hér.  Svo einfalt er það.

Svo er auðvita spurningin: hvers vegna notar Björgólfur ekki peninga sem hann virðist eiga afgangs til að borga upp skuldir sem hann og faðir hans hafa skilið eftir sig?  Hvernig ætli standi á því að Björgólfur eldri er gjaldþrota en ekki sonur hans?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Telst það ekki vera óábyrg meðferð fjár að greiða skuldir sem hægt er að láta aðra borga?

allidan (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 09:51

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er með hreinum ólíkindum. Björgólfur eldri á lögheimili hér á landi en ekki hinn yngri, kannski er það skýringin sem og sá eldri gekkst í persónulegar ábyrgðir en hinn ekki.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 20.12.2009 kl. 11:39

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

það verður að halda umræðunni um þetta mál lifandi og við verðum að hafa augun opin fyrir þeim meinbugum sem eru á þessu máli, óttast eftir að hafa hlustað á SJS í morgunn að það eigi að reyna að troða þessu í gegnum þingið fyrir áramót.

það vakti líka athygli mína að það var ekkert útboð á þessu verkefni, og að það hvílir leynd á því hvaða verð þeir fá orkuna á.

Fyrst ber þessu ágæta fólki eins og BTB að axla ábyrgð á icesave. Best væri ef beðið yrði með þetta mál þangað til að rannsóknarskýrslan hefur verið krufin til mergjar.

Birgitta Jónsdóttir, 20.12.2009 kl. 13:41

4 Smámynd: Halldór Bjarki Christensen

Birgitta,

Fyrir forvitni sakir: hvaða lið í þessu væri hægt að bjóða út? 

Ekki að ég ætli að bera blak af einum eða neinum í þessu máli, ég skil bara ekki alveg hvað þú meinar. 

Halldór Bjarki Christensen, 20.12.2009 kl. 13:56

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Það hefði átt að bera allt verkefnið út eins og venja er með svona stór verkefni

Birgitta Jónsdóttir, 20.12.2009 kl. 15:32

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

því þeir fengu ríkisábyrgð sem féll öll á ríkið fyrir farice

Birgitta Jónsdóttir, 20.12.2009 kl. 15:32

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

fimm milljarða nánar tiltekið

Birgitta Jónsdóttir, 20.12.2009 kl. 15:33

8 identicon

Hvernig var með vinstri-græna... Átti ekki að upplýsa almenning um verð á raforku til stóriðju! Ég sé ekki annað en að það sé ennþá leynimakk um raforkuverð. Hvernig geta þingmenn vinstri-grænna umturnast á prinsipp málum með því eitt að sitja í ríkisstjórn?

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 16:07

9 identicon

Er enn að velta fyrir mér fólkinu sem verslar í Bónus og hneykslast á Verne.

Magnús W (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 17:20

10 identicon

Ég vil að skattborgarar landsins fái að vita varðandi fjárfestingu Verner holding í gagnaveri hér á landi:

1) Hver borgar kostnað við lagningu og reksturs nýs sæstrengs ?

2) Hvers vegna fær Verner holding sér skattameðferð ?

3) Hvert er verð orkunnar sem nota í keyrslu gagnaversins ?

4) Hvar á að ná í þessa orku ?

5) Hver kostar virkjun þessarar orku ? 

6) Ef tekin verður upp orkuskattur mun það leggjast í fyrirliggjandi orkuverð til Verner holdings - gagnaversins ?

7) Hvert er eiginfjár framlag þeirra fjárfesta sem koma að verkefninu ?

8) Hvert rennur hagnaður móðurfélagsins sem rekur gagnaverir þ.e. er það skráð hér á landi eða erlendis ? Þetta er mikilvægt þannig að skattur móðurfélagsins sé greiddur hér á landi.

9) Hvað er það sem Verner holding hefur umfram önnur sambærileg fyrirtæki sem koma að áþekkri starfsemi ?

10) Ber ríkið ábyrgð á einhverjum hluta verkefnisins (sæstrengur, húsnæði, orkuvinnsla,...) ?

Ég vil leyfa öllum að njóta sammælis og vil halda því til haga að margt af þeirri reynslu sem áunnist hefur í hinni svokallaðri útrás er frammúskarandi. Hins vegar urðu ákveðnir þættir brennimerkir siðferðisbresti á það lágu plani að slíkt verður erfitt að bæta.

Það hefur enn sem komið er enginn af lykilgerendum í aðdraganda hrunsins komið fram fyrir þjóðina og beðist afsökunar. Í skjóli þess tel ég að óbreyttu afasamt að Björgólfur Thor hafi hér beina aðkomu að uppbyggingu hér á landi. Hins vegar hefur hann persónulega tækifæri til að byggja upp nýtt "track reckord" með því að koma fram og sýna raunverulega ábyrgð. Það er val sem hann hefur og mun þegar upp er staðið bera honum styrkari stoðir.

Ég tel að hann geti lagt hér margt gott til og ef ákveðið lykilatriði verða gerð upp þá veit ég að Björgólfur getur látið margt af sér gott leiða. Á meðan þessi sömu atriði liggja hins vegar í dróma er betra heima setið fyrir hann sjálfan.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 17:59

11 identicon

Það var með ólíkindum að hlusta á flokksbróðir sinn á Bylgjunni í morgun.Ég er að rita um hann Steingrím J Sigfússon.Spurning mín er, hvar er Steingrímur sem var fyrir kosningar,hann virðist gufaður upp.Í staðinn er komin lygalaupur og hrokagikkur sem heitir sama nafni og ég veit það að það er þessi sami Steingrímur,en gjörbreyttur.Hroki og fyrirlitning gagnvart almenningi virðist vera hans aðalsmerki þessa dagana,hvað notar Samfylkingarspillingin á hann,uss fuss og svei á kallinn.Sigurjón M Egilsson var alltof eftirgefanlegur á Steingrím í morgun,þáttastjórnendur verða að vera hvassir á spurningar,og mér fannst flokksbróðir minn komast alltof auðveldlega frá spurningunum.

Númi (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 22:23

12 identicon

Að mínu mati,að þá tel ég Katrínu Júlíusdóttur hafa talað sig útúr pólitíkinni í fyrradag er umræðan um glæpamanninn hann Björgólf Þór var til umræðu í Kastljósinu hjá Helga Seljan.Katrínar verður hér eftir minnst fyrir þaug orð er hún lét þar falla.Þaug orð eiga eftir að verða og eru að verða henni að falli,hún hefir valdið vonbrigðum þessi,dugnaðarstelpa.

Númi (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 22:28

13 identicon

Vegna orða hér um iðnaðarráðherra Katrínu Júlíusdóttir, þá sækir hún þangað sem hún kann best !

Þessi stúlka fæddist með ,,demanta" í kjafti , ekkert lélegt gull" !

Hún ólst upp ,við og með, kvótan í kaupum og sölu !

Pabbinn keypti tuskubúðir fyrir kvóta , sem Kata átti síðan að sttýra en gafst upp á !

JR (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 22:46

14 identicon

Ætti Katrín Júlíusdóttir þá ekki bara alveg eins að skipa fyrsta rónann sem hún sér niður í bæ sem forstjóra ÁTVR og Lalla Johns sem fangelsismálastjóra ?

Stóra Hraun (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 04:56

15 identicon

Sammála öllum þessum pistli,  það liggur í augum uppi að það vantar milljarða inn í Landsbankann.  Samkvæmt fréttum af Landsbankanum voru um 4 milljarðar punda inn í ICESAVE i Bretlandi þegar mest lét og 1.75 milljarður EVRA í ICESAVE Hollandi.

 Þetta er gríðarlegt magn peninga og samt var ekki til peningur inn í ICESAVE + eignir til þess að greiða forgangskröfur... rikissjóður þarf svo að auki að greiða 122 milljarða með Landsbankanum (sem er stórfurðulegt því hagkvæmast hefði verið fyrir þjóðarbúið að láta bankann fara í þrot eða inn í Íslandsbanka)

 Svo gengur Ríkisstjórnin fremst í flokki með að semja við þessa menn, og segja að við verðum að díla við þá eins og í réttarríki?...   

Í hvaða réttarríki eiga ríkisstjórnir viðskipti við menn sem eru grunaðir um að hafa komið þjóð á hausinn,  hélt ég alltaf að Steingrímur J væri maður með gott siðferði en mín skoðun hefur svo sannarlega breyst á síðustu mánuðum.

tverhaus (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 08:33

16 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

JR væri ekki athugandi að gæta svona aðeins að því sem setja á blað. Sérstaklega þegar menn skrifa nafnlaust. Finnst með afbrigðum uppnefni og skítkast í skjóli nafnleyndar.

Annrs getur maður lesið um Katrínu  á althingi.is en þar stendur:

Katrín Júlíusdóttir

      F. í Reykjavík 23. nóv. 1974. For.: Júlíus Stefánsson (f. 17. nóv. 1939) framkvæmdastjóri og k. h. Gerður Lúðvíksdóttir (f. 19. maí 1942) skrifstofumaður. Þau skildu. Sonur Katrínar og Flosa Eiríkssonar: Júlíus (1999).
      Stúdent MK 1994. Nám í mannfræði við Háskóla Íslands 1995-1999. Námskeið í verkefnastjórn í hugbúnaðargerð hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 2001.
      Innkaupastjóri hjá G. Einarsson & co. ehf. 1994-1998, framkvæmdastjóri þar 1999-2000. Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1998-1999. Verkefnastjóri og ráðgjafi hjá ráðgjafar- og hugbúnaðarhúsinu Innn hf. 2000-2003. Skip. iðnaðarráðherra 10. maí 2009.
      Í stjórn Verðandi, ungliðahreyfingar Alþýðubandalagsins, og ritari Alþýðubandalagsins í Kópavogi 1994-1998. Í miðstjórn Alþýðubandalagsins 1996-2000. Fulltrúi Röskvu í Stúdentaráði og háskólaráði Háskóla Íslands 1997-1999. Í kennslumálanefnd Háskóla Íslands 1997-1999. Í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar 2000-2003, varaformaður 2001-2003. Í stjórn Evrópusamtakanna 2000-2003. Varaformaður Ungra jafnaðarmanna 2000, formaður 2000-2001.
  

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.12.2009 kl. 08:59

17 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Bjóða út?! Þessi málflutningur er alveg snarruglaður. Háttvirtur þingmaðurinn heldur þó ekki að þetta verkefni sé undan rifjum ríkisins runnið?

Maður er nú orðinn ýmsu vanur, en þetta er meiri steypan. Hérna lestu þetta háttvirtur þingmaður:

http://runirokk.blog.is/blog/runirokk/entry/994907/#comment2729258

Þið hin, venjulegu borgararnir megið gægjast líka.

Rúnar Þór Þórarinsson, 21.12.2009 kl. 10:02

18 identicon

Rúnar Þór Þórarinsson, 21.12.2009 kl. 10:02

Hugmyndin um gagnaver er góð og í reynd mjög góð. Bæði með tilliti til orkunýtingar sem og afleiddra starfa.

Það sem hefur hins vegar breyst á síðustu 14-16 mánuðum er að almenningur hefur fengið innsýn í hve ömurlegt viðskiptasiðferði var hér á landi.

Óháð persónu Björgólfs Thors þá var hann ásamt föður sínum lang stærsti hluthafi í Landsbanka Íslands þar sem þeir réðu yfir um 40% af hlutabréfum bankans. Með slíkan ráðandi hlut og þar sem annar þeirra var stjórnarformaður bankans bera þeir eðlilega ríka ábyrgð á starfsemi bankans, banka sem hefur þegar valdið þjóðinni ómældu tjóni bæði fjármunalega séð en ekki síður óeiningu.

Ég legg hins vegar áherslu á að ég vil ekki leggja neinn dóm það er dómstóla að skera út um slíkt.

Ég endurtek hins vegar það sem ég skrifaði í fyrri pósti að ég er þeirrar skoðunar að Björgólfur Thor getur gert marga góða hluti í þeirri endurreisn sem er þörf hér á Íslandi. Það eru hins vegar ákveðin atriði sem þarf að gera upp til að ná sátt í samfélagið.

Uppbygging samfélags okkar verður hins vegar að vera byggð upp á öðrum siðferðisgildum en voru tíðkuð fyrir hrun og í reynd löngu fyrir þann tíma, áratugum saman. Alþingi er þar engin undantekning.  

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 11:46

19 identicon

Takk fyrir góðan pistil. Athugasemdirnar eru einnig athyglisverðar. Mér dettur ekki í hug að reyna að leggja mat á það hversu góður pappír yngri Bjögginn er en hitt vil ég benda á að hann hefur margoft verið orðaður við rússnesku mafíuna. Hvort það er satt eða logið veit ég ekki en ég er ekki viss um að það trekki að fyrirtæki sem vill geyma gögnin þín sé orðað við rússnesku mafíuna.

HF (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 12:29

20 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl verið þið. Ég bendi ykkur á að skoða heimasíðuna verneglobal.com. Þar má sjá að fyrirtækið getur tryggt viðskiptavinum sínum verðbólguvarið rafmagnsverð með skjaldborgarvörn gegn hækkandi heimsmarkaðsverði á raforku næstu 20 árin. Þetta dæmi er þvílíkt 2007 spillingar og ránsbull að það er með ólíkindum. Og ef einhver nennir að setja sig betur inn á málið þá má sjá að þessi gagnaver með hörðum diskum og miklum kælibúnaði eru að syngja sitt síðasta. Þessi tækni verður úrelt innan tveggja ára og þá verður gagnaverið sem slíkt ekki lengur samkeppnishæft. Allir helstu harðdiskaframleiðendur eru byrjaðir að bjóða, eða ætla að gera það á næstu mánuðum, minniskort sem koma í stað hefðbundinna harðdiska. Minniskortin eru miklu endingarbetri, nota minni orku, þurfa litla eða enga kælingu. Hafa ótal kosti fram yfir þetta úrelta dót sem á að troða upp á okkur Íslendinga. Þetta er greinilega viðskiptahugmynd í anda Björgólfs, vanhugsuð og á eftir að koma öllum í koll nema honum sjálfum.

Jón Pétur Líndal, 21.12.2009 kl. 14:47

21 identicon

Jón Pétur Líndal, 21.12.2009 kl. 14:47

Áhugavert varðandi minniskortin. Getur þú uppfrætt okkur aðeins meira um þessi atriði svo sem eins og:

*Hvað er þessi tækni komin langt

*Hve áræðanleg er hún

*Hvað hefur þessi tækni umfram þá sem er í geymslu á hörðum diskum

*Einhverjar krækjur fyrir okkur hin (linka)

Eitt að lokum. Hvers vegna eru þá fréttir um að mörg fyrirtæki (3-4) séu að leitast eftir slíku gagnaveri hér á landi ef þessi tækni er á leiðinni/komin ?

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 18:35

22 identicon

Björn leitaðu að SSD, solid state drive(disk nota sumir), það er hægt að fá fartölvur með þessum kortum í dag, t.d. Airbook frá Apple.

Karl (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband