Allt gert til að bjarga Baldri

Mál Baldurs er mjög einfalt en á sama tíma mjög vandræðalegt fyrir íslenska stjórnsýslu og stjórnmálamenn.

Hér eru nokkrar spurningar sem verður að svara:

  • Er eðlilegt að ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu sé að sýsla með hlutafé í bönkum?
  • Gerði hann ráðherra grein fyrir hlutafjárstöðu sinni og fékk hann leyfi ráðherra til að selja?
  • Hvað liðu margir daga frá fundi til sölu?
  • Telur Baldur það fullkomlega eðlilegt að hann selji sín hlutabréf í Landsbankanum eftir að hafa setið fund um bankana í London og að hvítþvottur FME gefi honum hreint vottorð?
  • Hvaða reglur gilda innan stjórnarráðsins um sýsl með verðbréf?
  • Eru þessar reglur hliðstæðar því sem best gerist á hinum Norðurlöndunum?
  • Hvernig hefði verið tekið á þessu máli í Noregi eða Danmörku?

Það verður gaman fylgjast með röksemdafærslu saksóknara á þessu máli.  Hvernig komst fjármálaeftirlitið að sinni niðurstöðu?  Eftir hvaða reglum var farið?  Og hvers vegna endaði þetta hjá saksóknara ef FME gaf grænt ljós á þennan gjörning?  Þetta stemmir einfaldlega ekki.

Þetta mál verður ekki svo auðveldlega þaggað niður.  Eins og sagt er í Bretlandi "this story has legs" og þögn Morgunblaðsins hefur gert vonda stöðu verri og vakið upp grunsemdir.  Nei, Davíð hefur gert Baldri hér mikinn bjarnargreiða sem báðir muni sjá eftir.  Þeirra tími er vonandi liðinn.


mbl.is Fjármálaeftirlitið taldi skýringar fullnægjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú verður úr því skorið eftir helgina hvort Baldur fari í leyfi. Skildi hann fara í launalaust leyfi.?

Lára Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 18:46

2 identicon

Og hvað ætlar litla menntamála tyggjódúkkan að gera núna?

axel (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 19:00

3 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Eru nú fréttir Mogga „sótthreinsaðar"? Síurnar eru allavega orðnar þéttari.

Eiður Svanberg Guðnason, 18.10.2009 kl. 21:13

4 identicon

hvort sat "hluthafinn"Baldur eða ráðuneytistjórinn Baldur fundinn í London?

zappa (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 00:10

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það ætti auðvitað ekki, ef allt virkaði rétt, að vera hægt að bjarga Baldri, en annað eins hefur nú gerst í Náhirðinni...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.10.2009 kl. 06:56

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Fréttablaðið birtir þetta í dag:

Baldur sat í samráðshópi ásamt ráðuneytisstjórum forsætis- og viðskiptaráðuneytis auk forstjóra Fjármálaeftirlitsins og fulltrúa Seðlabankans í mars 2008. Samráðshópurinn fékk kynningu á hugsanlegu bankahruni sjö mánuðum fyrir fall bankanna. Hópurinn kom meðal annars að undirbúningi lagasetningar sem seinna varð að neyðarlögum.

Ef þetta er rétt er Baldur í vondum málum og athyglisvert verður að sjá hvort mogginn fjalli um þetta mál.  Mogginn er varla lengur fyrstur með fréttirnar og þegir þegar aðrir þora.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.10.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband