Seðlabankinn: Grátleg mistök eða vítavert gáleysi og vanhæfni?

Ármann Þorvaldsson ritar athyglisverða grein um hið meinta 300 ma kr. gjaldþrots Seðlabankans vegna ritdeilna sem hafa farið fram um orsakir þess.

Ekki ætla ég að fara út í tæknilegu hlið málsins enda hafa margir gert henni góð skil.  Hitt sem mér finnst athyglisverðara eru viðhorfin sem koma þarna fram um íslensk vinnubrögð, þar sem segir:

"Þó að greinarhöfundur efist ekki um að starfsmenn Seðlabankans hafi verið að vinna eftir bestu sannfæringu við erfiðar aðstæður voru þetta grátleg mistök.”

Hvar liggja mörkin á milli mistaka, gáleysis og vanhæfni? 

Þetta er spurning sem fæstir á Íslandi vilja svara, en við verðum að fara að taka á.  Það er ekki boðlegt að flokka allt undri "grátleg mistök".   Þar með, þarf ekki að gera neinar faglegar kröfur til starfsmanna, engin ber persónulega ábyrgð á neinu og enginn þarf að taka erfiðar ákvarðanir og standa við þær. 

Þetta er hið íslenska "get-out-of-jail-free" kort sem stórjaxlar og stjórnmálamenn beita óspart á almenning og láta hann borga fyrir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt!

Það að tapa hlutafé, lánsfé og skattpeningum almennings jafn gáleysislega og í þeim mæli sem Ármann og Davíð gerðu er kriminalt.

TH (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 13:13

2 identicon

Þetta er svona svipað og það er kallaður mannlegur harmleikur þegar sendiráðsstarfsmaður sýnir einbeittan brotavilja við það að ræna 50 milljónum af fjármunum utanríkisþjónustunnar. 

Það er eitthvað alvarlegt að siðferðinu hér á landi, allavega hjá æðstu mönnum þjóðarinnar. 

Melur (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 13:19

3 Smámynd: Sævar Helgason

Er stóra málið að einn maður, menntunnar,þekkingar og reynslusnauður, tók þær ákvarðanir sem honum þóknaðist ? 

Yfirtaka Glitnis virðist allavega ekki hafa verið tekin af löggiltum embættismönnum- bankamálráðherra var haldið með öllu utan við málið, t.d.

En allt þetta hlýtur að skýrast í byrjun febrúar 2010 þegar skýrsla rannsóknarnefndar alþingis liggur fyrir.

Sævar Helgason, 17.10.2009 kl. 13:25

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Grátleg mistök, en ekkert alvarlegt. Við borgum fyrir öll grátlegu mistökin. Afglöp í starfi kalla á brottvísun viðkomandi úr starfi samstundis.

Finnur Bárðarson, 17.10.2009 kl. 13:45

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Við eigum að nota þetta ástand og leggja niður Seðlabankann. Þetta kerfi sem búið var til utan um atvinnulausa forsætisráðherra er í eðli sínu kosmískt.

Endurreisum Efnahagsstofnun og endurskilgreinum hlutverk Seðlabankans og drögum stjórnendur til ábyrgðar.  Hlutur Seðlabankans og sérstaklega samskipti Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar má ekki undanskilja í rannsókn á hruninu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.10.2009 kl. 15:08

6 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Jæja.... treystir þú ennþá Gjaldeyrissjóðnum og Íslenskum stjórnmálamönnum.?

Ég geri það ekki.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 17.10.2009 kl. 15:54

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sóldís,

Þegar maður er með vanhæfan Seðlabanka, stjórnmálamenn kosna í vinsældarkosningum og allt fljótandi í skuldum og spillingu þá á maður engra kosta völd en að treysta á útlendinga og því er enn meiri ástæða til að halda sér við AGS og ekki treysta íslenska stjórnkerfinu sem byggir á lýðskrumi og upphrópunum. Af tvennu illu er AGS betri en íslenskir stjórnmálamenn.

Þetta er hræðileg staða að vera í en stundum verður að segja sannleikann eins og hann er en ekki eins og maður vildi hafa hann. 

Ef maður treystir engum þá gerist ekkert.

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.10.2009 kl. 16:09

8 Smámynd: Kama Sutra

Já Andri, það er aumt að þurfa að viðurkenna það - ég treysti líka AGS betur en íslenskum stjórnmálamönnum.

Ég mun heldur ekki treysta neinu sem á (ekki) eftir að koma fram í Hvítþvottaskýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, með íslenskan sjálfstæðismann í forsvari.  Ef einhver glæpsamleg vanræksla verður afhjúpuð þar (sérstaklega ef sjálfstæðismenn eiga í hlut) mun hún verða kölluð "tæknileg mistök".

Kama Sutra, 17.10.2009 kl. 16:58

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Kama Sutra,

Það kallast víst "grátleg mistök", núna!

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.10.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband