"Ein volk, ein reich, nein Icesave"

Þökkum fyrir að þetta er ekki enn orðið að fyrirsögn erlendis um Íslendinga.  Því lengur sem stjórnvöld og Íslendingar halda að hægt sé að sópa öllu undir teppið og segja að ekki megi persónugera vandann, því erfiðara og kostnaðarsamara verður endurreisnarstarfið.

Á sama tíma og útlendingar furða sig á hvers vegna engin kæra hefur verið lögð fram á útrásarvíkingana eða bankamenn, eru íslensk stjórnvöld í gengnum skilanefndir að eyða tíma og peningum í að greiða götu þessara manna til að halda í eignir sem þeir telja sínar.

Hvað hefur mikill tími og kostnaður farið í að reyna að bjarga Jóni Ásgeiri, Wernersbræðrum, Bakkabræðrum, Björgólfi yngri, og fleiri?  Kostnaður skilanefnda síðan þeim var komið á laggirnar er öruggleg kominn á annan miljarð og þar á ekkert að spara!

Er vona að útlendingar hristi hausinn fyrir þessari vitleysu og seinagangi!


mbl.is Telja íslensk stjórnvöld draga lappirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ljósið í myrkrinu er að verið er að vinna í þessu hjá Evu Joly og sérstökum saksóknurum. Of mikill hraði og óvönduð vinnubrögð myndu skaða okkur til lengri tíma litið.

En já, þetta fer nettríflega í taugarnar á manni. Sérstaklega er ergilegt að hugsa út í það sem þú tekur fyrir í næstsíðustu efnisgreininni. Alveg er það nóg til að vekja hugsanir um blóð og ofbeldi.

Rúnar Þór Þórarinsson, 9.10.2009 kl. 18:24

2 identicon

Það eru óendanleg vonbrigði hvernig norræna velferðarstjórnin hefur nákvæmlega ekkert gert til að stöðva þessa menn.

Við þurfum erlenda íhlutun!

TH (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 18:50

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta er svo satt hjá þér, að það er þyngra en tárum taki ...

Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.10.2009 kl. 23:04

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jamm Andri, kerfið okkar er FUBAR og stjórnmálamenn okakr eru ekki af þessum heimi.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 10.10.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband