Jón Ásgeir í fýlu

Það er athyglisvert viðtal við Jón Ásgeir í Morgunblaðinu í dag.  Þar fer Jón Ásgeir hamförum fyrir samstarfi sínu við Helga Felixson kvikmyndagerðarmann og kallar hann öllum illum nöfnum og hótar að tala aldrei aftur við hann. "Oh dear...."

Og hvers vegna er Jón Ásgeir í fýlu?  Jú hann gerði sér ekki grein fyrir að kvikmyndagerðarmaður hefði kvikmyndavél með sér og að hún yrði notuð.

Þetta gefur okkur áhugavert sjónarhorn inn í hugsunarhátt og viðhorf Jóns Ásgeirs.  

Eftir að hafa lesið þetta viðtal koma orð upp í huga manns eins og "barnalegur" og "einfaldur"?

Svo er alveg óskiljanlegt hvers vegna Jón Ásgeir er að væla og kvarta í samkeppnisfjölmiðli?

Maður skilur nú miklu betur hvers vegna Baugur féll eins og spilaborg!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Án þess að ætla að verja kvikmyndagerðarmanninn eða hafað séð myndina, en hvað í ósköpunum hefur Jón Ásgeir að fela sem er svona hættulegt honum eða áhorfendum myndarinnar?

 Snýst þetta fjaðarafok hans um að "off record" gerir hann grein fyrir að allt sem hann segir í myndinni er í stíl við annað sem kemur gjarnan frá Baugslygaveitunni?

En þetta er það besta sem gat komið fyrir kvikmyndagerðarmanninn, til að auglýsa myndina.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 11:40

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þetta snýst öruggleg um völd og virðingu.  Jón Ásgeir er vanur að vera númer eitt og að fólk bukki og beygi sig fyrir honum og geri eins og hann skipar fyrir.  Allt í einu er hann núll og nix og er ekki par ánægður yfir því. 

Hins vegar er þetta ein besta auglýsing sem Helgi getur fengið, eins og þú segir.

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.10.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband