Gömlum stjórnarháttum viðhaldið hjá Geysi

Á aðalfundi Geysis Green Energy á að viðhalda gömlum útrásarháttum.  Allt gengur út á að tryggja völd og hagsmuni.  Bankaráðin eru jú pólitísk svo það er það eina sem þau kunna.

Væri nú ekki skynsamlegra að ráða 2 óháða stjórnarmenn sem hafa engin tengsl við hluthafa.  Faglega aðila sem geta gætt hagsmuna almennings, starfsmanna og annarra aðila sem GGE hefur tengsl við.

Er ekki komin nóg reynsla af gömlu stjórnarháttunum sem byggjast á að gæta hagsmuna meirihlutaklíkunnar á kostnað almennings.

Ætli faglegir og óháðir stjórnarmenn séu ekki hæfari til að sýra GGE en íslenskir aðilar sem hafa flokksskírteinið í lagi?


mbl.is Vilja fjóra menn í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég veit ekki hverra hagsmuna þessir fjórir sem þarna vilja í stjórn eru að gæta.

Því miður, það eina sem liggur fyrir er að þessir menn eru ekki að fara þarna inn til að gæta hagsmuna almennings sem á þessa banka sem þeir starfa fyrir né heldur þeirra sem eru að nota þjónustu þessarar veitustofnunar.

Ég óttast eins og sjálfsagt margir að þessir menn vilji komast þarna inn í eitthvert morknasta og rotnasta mál á Íslandi í einhverjum allt öðrum tilgangi en hafa almannahagsmuni að leiðarljósi.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 1.9.2009 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband