Samúð með almenningi en ekki valdshöfum

Hinn hollenski þingmaður, Paul Tang, lýsir vel viðhorfum útlendinga til Íslands.  Almenningur á Íslandi og útlendingar hafa verið sviknir af íslenskum áhættuspilurum og "sofandi" valdshöfum hér á landi.

Hollendingar og Bretar eru einfaldlega fórnarlömb íslensku bankanna eins og almenningur hér á landi og húsnæðiseigendur á Spáni.  Þessi uppsetning er erfið fyrir Íslendinga, en svona er heimurinn og það verður að fást við raunveruleikann eins og hann er en ekki eins og íslenskir stjórnmálamenn vildu að hann væri.

Paul bendir einnig á að eignir Landsbankans gæti dugað mest alla leiðin upp í skuldina en það vitum við ekki fyrr en eftir nokkur ár.  Hefði nú ekki verið skynsamlegra að samþykkja þennan Icesave án "gjaldþrota" viðauka og sjá hvað setur.  Ekki að skilja að þessi Icesave samningur hafi verið góður en hann var okkar eini aðgangsmiði sem alþjóðasamfélagið afhenti okkur.  Þar með hefði aðgangur að lánsfé verið tryggður og gjaldeyrisvarasjóður aukinn sem hefði styrkt lánstraustið og uppbygging hefði geta hafist nú þegar.

En í staðinn er við með viðauka sem jafngilda gjaldþrotaviðurkenningu.  Við borgum ekki meir en sem samsvarar hlutfalli að hagvexti sem þýðir að við treystum okkur ekki til að standa við erlend lán á samningsforsendum lánadrottna.  Þar með skapast algjör óvissa um fjármögnun í framtíðinni og hvernig staðið verði að uppbyggingu hér á landi.

Á meðan allt er í háalofti út af Icesave heldur landflótti áfram og nú bætast stöndug íslensk fyrirtæki í hópinn og vilja út og í hendur erlendra aðila.  Íslenskur rekstur í erlendu eignarhaldi er framtíðin!  Öðruvísi fæst ekki fjármang til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi.  Sorglegt en satt.

Því miður sér ekki enn fyrir endann á kreppunni né klúðrinu.

 


mbl.is Tang: Skilur afstöðu Íslendinga vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hverjum í íslensku fjármálalifi treystir þú til að skrifa upp á fleiri erlendar skuldir fyrir?

Héðinn Björnsson, 19.8.2009 kl. 09:05

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Héðinn,

Það verður engum í íslensku fjármálalífi boðið að skrifa upp á lán.  Brennt barn forðast eldinn og hér á landi logar allt stafnanna á milli.  

Hins vegar eru þessir Icesave viðaukar fjármálaleg uppgjöf Íslands.  Afleiðingarnar verða að eignarhald helstu fyrirtækja landsins lendir í höndum útlendinga sem í auknum mæli munu ganga að veðum og taka málin í sínar hendur.  

Hér með lýkur ákveðnum kafla í lýðveldissögu landsins.   Kannski var þetta óumflýjanlegt eftir hrun bankanna en betur hefði mátt halda á spilum en gert var í þessu Icesave fíaskói.

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.8.2009 kl. 09:20

3 Smámynd: Sævar Helgason

Tek undir þetta.

Við áttum að samþykkja ICESAVE samningi eins og hann lá fyrir og láta síðan reyna á hvernig tiltækist með greiðslu- þar með talið eignir LB uppí skuldina. Þau skilaboð sem við sendum frá okkur til alþjóðasamfélagsins um að við teystum okkur ekki til að  borga reikninginn- er uppgjöf - yfirlýsing um gjaldþrot.  Hver treysti okkur í kjölfarið ?  Hér sígur enn á ógæfuhliðina. Við erum sjálf okkur verst...

Sævar Helgason, 19.8.2009 kl. 10:22

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú heldur áfram Andri að upplýsa okkur um algjöra vanþekkingu þína á alvarleika stöðunnar fyrir Ísland. Þú heldur áfram eð verja þína persónulegu hagsmuni, án minnsta tillits til annara.

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.8.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband