Myllusteinn um háls næstu kynslóðar

Frétt Daily Telegraph um hin myrku mál í íslensku bönkunum og rannsókn Evu er aðeins byrjunin.  Svona fréttir eiga eftir að birtast í blöðum heims trekk í trekk efir því sem rannsókninni miðar áfram og meiri upplýsingar koma fram.  Þar með verður hinum vafasömu og spilltu aðferðum íslenskra bankamanna haldið í sviðsljósinu stöðugt í mörg ár.

Orðstír Íslendinga mun bíða óbætanlegt tjón.  Sífelldar fréttir af þessu óvenjulega hruni munu móta hugi margra erlendis og síast inn sem séríslenskt þjóðareinkenni.

Eins og Bretar eru yfirleitt kurteisir verða Íslendingar taldir spilltir og varasamir.

Það mun enginn taka í höndina á Íslendingum nema að telja að þeir hafi enn fimm fingur eftir handabandið!

Hversu óréttlátt sem það kann að virðast mun öll þjóðin smitast af erlendum viðhorfum til útrásarvíkinganna, því hvernig eiga útlendingar að þekkja hinn heiðarlega Íslending frá hinum sviksama?

Hins vegar verður nær útilokað fyrir útrásarvíkinga með óhreint mjöl í pokanum að leynast nema ef til vill í einhverjum afdölum í Afganistan.

 


mbl.is Telegraph: Ekkert venjulegt hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hefsagt það áður og segi það aftur. Við eigum að setja hér bráðabirgðalög sem leiða inn dauðarefsingu og svo á að taka þessa menn af lífi.

óli (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 06:20

2 identicon

Hvernig viðhorf útlendinga til Íslendinga almennt verður ræðst af því hvernig stjórnvöld standa sig í að vinda ofan af spillingunni og útrýma henni.

Heiðarlegar frásagnir af því hvað fáir einstaklingar í skjóli spilltra stjórnmálamanna gerðu heillri þjóð og saklausum einstaklingum mun ekki móta viðhorf til þjóðarinnar heldur hvernig unnið verður í að byggja upp heiðarlega.

Boltinn er hjá stjórnvöldum og hingað til hafa þau ekki staðið sig vel

Helga (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 07:35

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Ég hef verið að tala við Breta um Icesave og Bretar eru ekki reiðir okkur sem þjóð heldur þeim öflum sem leyfðu þessu að gerast ,þeir hafa sagt mér að drottninginn sjálf hafi tapað miklu fé á Icesave.Gordon er nú ekki hátt skrifaður þarna ytra af því fólki sem ég hef átt orð við ,við erum ekki ein um það að vera reið eða vera í vanda vegna Icesave.

Þessir svokölluðu útrásavíkingar ásamt hjálparkokkum með græðgi að vopni gengu berserksgang á kostnað þjóðarinnar svo að það er alveg ljóst að það verður líka að gera þá kröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 16.8.2009 kl. 07:51

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Helga,

Góður punktur, en einhvern veginn finnst mér að líkurnar að stjórnvöld klúðri þessu háar.  Svo er vandamálið að allir 3 bankar landsins voru í sama braski.  Ef þetta hefði verið aðeins einn eða tveir væri auðveldar að útskýra þetta sem einangrað atvik en ekki kerfisbundinn galla.  Betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og vona hið besta en búast við hinu versta.  

Það er mikilvægt fyrir næstu kynslóð að foreldrar hennar klúðri ekki meir en nauðsynlegt er, annar má búast við miklum landflótta því næsta kynslóð vill varla ala sín börn upp við núverandi aðstæður á Íslandi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.8.2009 kl. 07:51

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Guðmundur,

Vantraustið er mest hjá þeim sem þekkja best til.  Til dæmis ríkir algjört vantraust á Íslandi hjá erlendum fjármálamönnum. Það sem er svo slæmt er að ekki sér fyrir endann á þessu.  Í hverri viku koma nýjar upplýsingar fram og hlutirnir versna og versna.  Þetta tekur auðvita enda en ef það verður ekki fyrr en eftir mörg ár verður skaðinn mikill.  Því er svo mikilvægt að vinna þetta hratt og faglega með styrkum stuðningi erlenda aðila.

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.8.2009 kl. 07:57

6 identicon

Fjárhagslegi þátturinn er mum minni, ekki spurning.

Það er forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu hér á landi að þeir einstaklingar sem brutu lög - finnist þeir - séu kallaðir til ábyrgðar.

Nú svo er annað sem vekur upp óhug. 

Ef enginn "finnst" og skilaboðin eru þau:  Allt var í lagi.  Allt var innan laganna og enginn braut af sér.  Pólítíkusarnir gerðu heldur ekki neitt rangt. Og  allir gömlu "leikendurnir": snillingarnir, kúlu-fólkið (innan og utan stjórnmála auðvitað), mútuþegarnir, skuldsettu-yfirtöku-skuldahala-Grúppurnar, sniðugu löglegu svarta-markaðs-braskara-haftamiðlararnir, skulda-bréfa-vafnings-viðskipta-snillingarnir og svo framvegis og svo framvegis halda áfram í atvinnulífinu og pólítík.

Hvað þá ?   Getur þú mögulega séð það fyrir þér ?  "Hroll".

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 11:39

7 identicon

Sæll Andri Geir,

Ég verð að taka undir með Helgu hér að ofan. Þetta er eitt stórt PR vandamál og það er fyrst og fremst mál stjórnvalda og almennings sem býr yfir raunverulegum upplýsingum að upplýsa um þessi mál og láta þá sem gengu svona um sæta ábyrgð. Þetta er ekki vandi sem snýr beint við almenningi beint heldur því hvernig verður unnið úr þessu.

Nágranni minn hér í DK er yfirmaður hjá Danske Bank á mið-Jótlandi og í okkar samtölum hefur komið fram að það sé nú frekar almennt viðhorf hjá þeim að almenningi sé svo sannarlega ekki um að kenna hvernig fór og þeir sem eiga enginn tengsl við þessa kappa séu ekki litnir öðrum augum en næsti maður.

En því miður verð ég að hallast að því að þeir (yfirvöld og pólitíkin á Íslandi) komi til með að klúðra þessu fyrir almenningi til að redda enginn skinni.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 11:52

8 identicon

Hér vantar sérstaka saksóknara utanfrá, sem tekur eingöngu á pólitísku spillingunni hér.

Það er besta leiðin til að endurheimta traust erlendis og sýna umheiminum að einhver þurfi að axla ábyrgð hér.

Ef engir pólitíkusar verða afhjúpaðir, verðum við stimluð sem 3ja heims líðræði um aldur og æfi. Fjórflokka samtrygginguna verður að brjóta upp.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 12:26

9 identicon

Andri, tek heilshugar undir svarið þitt til mín.

Helga (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 15:41

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ríflega 90 prósent þeirra sem Norton Rose, breska lögfræðiskrifstofan töluðu við (í könnuninni) sögðu að það væri „ólíklegt" og mjög „ólíklegt" að þau myndu fjárfesta á ný á Íslandi. Gríðarlegur meirihluti þeirra sagðist eiga von á löngu óvissutímabili í fjármálageira landsins. Heil 98% þeirra sem svöruðu töldu yfirvöld ekki hafa komið fram af sanngirni við alþjóðlegar lánastofnanir," segir í grein Financial Times.

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.8.2009 kl. 21:12

11 Smámynd: Kama Sutra

"Það mun enginn taka í höndina á Íslendingum nema að telja að þeir hafi enn fimm fingur eftir handabandið!"

Skemmtilega að orði komist  - og dagsatt.  En jafnframt ömurlegt fyrir íslensku þjóðina.

Kama Sutra, 17.8.2009 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband