Um fimmþúsund kalla og milljarða

Umræðan á Íslandi er æ meir að líkjast fréttaflutningi frá forsetatíð George W Bush.  Stóru málin eru eingöngu fyrir innmúraða klíku en almenningur er fóðraður á snakki og tilbúnum fréttum. 

Ekki má ræða ríkisfjármálin, endurreisn bankanna, hæfni og reynslu skilanefnda eða samninga við kröfuhafa.  Aðalforsíðufréttirnar um þessar mundir eru yfirleitt um hverjir hafi kaup sem er hærra en forsætisráðherra og aðrar "fimmþúsundkalla" fréttir.  Fólki er talið trú um að miklu mikilvægara sé að allir séu jafnir og enginn hafi krónu meir en forsætisráðherra.  Þetta er hið stóra og mikla mál sem mun bjarga þjóðinni.  Hæfni og reynsla eru aukaatriði sem fáir hafa áhuga á, enda best að opna ekki þá ormagryfju enda óljóst hvar sú umræða endar og í hvaða skott hún bítur.

Á meðan blaðamenn froðufella yfir kaupum og kjörum, virðast milljarðarnir brenna upp í ákvarðanafælni og reynsluleysi út um allt þjóðfélag.


mbl.is Niðurlægjandi fyrir þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ísland í hnotskurn og maður fer hreinlega að trúa því að okkur sé ætlað að fara til andskotans og þaðan til ömmu hans.

Arinbjörn Kúld, 26.5.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband