IMF úthlutar íslenskum fyrirtækjum til nýrra eigenda?

Einhver mestu hrossakaup íslenskrar viðskiptasögu er í uppsiglingu.  Öll helstu fyrirtæki landsins eru nú þegar eða á leið í ríkisumsjá.  Þetta vekur upp nokkrar spurningar: 

  • Hvernig munu þessi fyrirtæki komast í hendur nýrra eigenda?
  • Hvernig verður þessi nýi eigendahópur valinn og af hverjum?
  • Hvaðan mun nýtt eiginfé koma?
  • Hvaða hlutverki munu pólitísk bankaráð gegna?
  • Hverjir munu fara með völd í eignarumsýslufyrirtæki ríkisins og hvernig verða þeir valdir?
  • Hvaða hlutverk mun íslenska Kauphöllin og lífeyrissjóðirnir hafa í þessu ferli?

Já, spurningarnar eru margar og flestum er ósvarað. 

Eitt mikilvægasta atriðið fyrir farsæla lausn á þessu mikla máli er að vel sé vandað til vals á lykilstarfsmönnum sem hér munu fara með mikil völd og leggja línurnar fyrir íslenskt athafnalíf og velferð þjóðarinnar á komandi árum.

Hér verður núverandi ríkisstjórn að læra af fyrri mistökum og falla ekki í þá íslensku gryfju að ráða aðeins fólks sem stjórnmálamenn þekkja frá fortíðinni eins og gerðist með skilanefndirnar og nýju bankaráðin. 

Gamla klíkan sem stóð vaktina í hruninu og á mikinn þátt í hvernig komið er hefur yfirburða stöðu hvað varðar sambönd og upplýsingar um stjórnmálamenn sem hún mun miskunnarlaust nota til að viðhalda gömlum og hættulegum valdastrúktúr.

Nú verða stjórnmálamenn að sýna þjóðinni að þeir hafi kjark og þor til að velja fólk í lykilstöður eftir óháðu og sjálfstæðu ferli.  Hér þarf erlenda reynslu og einstaklinga með í för. 

Vonandi að IMF geti haft einhver áhrif í þessa átt með sinni heimsókn. 

 

 


mbl.is IMF hittir fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú kemur í ljós hvort ný ríkisstjórn hefur afl til að endurnýja opinber battarí.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 19:50

2 identicon

Af hverju lagast ekki klíkuskapurinn?  Hvað þurfum við fólkið að gera til að stoppa klíkuskap og meðfylgjandi spillingu?

EE elle (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 21:51

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

EE Elle, við þurfum byltingu, stjórnarfarslega og hugarfarslega.

Arinbjörn Kúld, 26.5.2009 kl. 02:51

4 identicon

Já, ég held það sé akkúrat bylting sem þarf.

EE elle (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband