Beðið eftir nýju fötum keisarans

Þjóðin situr agndofa og bíður og vonar.  Hægt hefur verið að redda málum í 6 mánuði.  Fólk hefur þraukað í von um að krónan styrktist, vextirnir lækkuðu og höftin yrðu afnumin og að atvinnulífið tæki við sér.  En allt hefur farið á annan veg og nú þegar neyðin er stærst getur ríkið ekki boðið upp á margt annað en niðurskurð.

Málið er að landið er að drukkna í skuldum og minnka þarf íslenska hagkerfið á sama tíma. Það eru engir peningar til.  Aðgerðalisti ríkisstjórnarinnar er ósköp fátæklegur einfaldlega vegna þess að engar töfralausnir eru til og að mikil mistök hafa verið gerð á síðustu 6 mánuðum.  

Nú byrjar hins vegar slagurinn um þá fáu góðu bita sem enn ertu eftir á landinu.  Allir vilja fá sitt og þeir sem hafa sýnt  ráðdeild og hagsýni verður líklega fórnað og hin raunverulega hætta er að öll þjóðin kemst á vonarvöl.  Þeir sem enn hafa eitthvað, það verður hrifsað af þeim og brennt upp á skuldabáli hinna.  

Ísland er að breytast í efnahagslega eyðimörk.  Gjaldeyristekjur þjóðarinnar verða meir og meir að fara til útlendinga í afborganir lána á meðan landsmenn hafa það að aðalstarfi að borga af lánum og finna greiðsluaðlögunar smugur.  

Hvað getur ríkisstjórn gert sem er með tóman kassa sem starfsmenn IMF sitja á? 


mbl.is „Viljum hafa fast land undir fótum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er akkúrat málið Andri. Þó að þeir geti komið saman einhverri stjórn, sem allir fjölmiðlar þrá svona heitt með forsetanum,  þá gef ég henni ekki langar lífslíkur né að hún geri nokkurn skapaðan hlut nema illt verra.  Við verðum víst að láta þetta ganga yfir okkur.

 En þjóðstjórn núna væri betri kostur því við þurfum á öllu afli okkar að halda.

Halldór Jónsson, 4.5.2009 kl. 08:11

2 identicon

Það er mikill hroki í orðum forsætisráðherra, þegar hún segir að þær aðgerðirsem stjórnvöld hafi gripið til komi til með að duga" sjá mbl bls 4"

Hrokin felst í því að á meðan fólk á erfitt með að standa í skilum með sínar greiðlsur þá dundar hún við að mynda stjórn.

Hún gleymir því að þaðá eftir að gefa út reglugerð vegna greiðslustöðvana

"Hún egir að ýmsar aðgerðir hafi ekki komið til framkvæmd enn"

Ráðherra hvetur fólk til að kynna sér úrræðin, en gleymir því að ekki er á hreinu hvaða úrrði er um að ræða.

Vinna og velferð voru einkunnar orð Sf í kostningunum, þaau hefðu hldur átt að vera eymd og volæði.

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 08:38

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Landið var kaffært í skuldum og rugli(2003-2007).  Það er gríðarleg vinna framundan við að koma landinu á réttan kjöl.  Það sem gerir þetta starf erfiðara en venjulega er að erlendis er kreppa og gjaldeyristekjur okkar minnka.

Það eru ekki til peningar og þeir litlu sem til eru eiga að fara til þeirra sem þeirra þarfnast.  -  Það eru ekki til neinar töfralausnir.

Einföld aðgerð eins og að færa niður höfuðstól lána veldur verðbólgu, lækkun krónunnar og óstöðugleika.  Það er ekki umhverfi sem er hagstætt atvinnurekstri og því mun það ekki hjálpa okkur út úr kreppunni, auk þess sem verðbólga eykur misskiptingu og gerir stóra hópa þjóðfélagsins fátækari.

Það eru margar leiðir færar fyrir fólk með miklar skuldir.  Ég hvet fólk til að notfæra sér allar leiðir til að lækka greiðslubirðina.  -  Ráðgjafarstofa heimilana getur líka hjálpað.

Lúðvík Júlíusson, 4.5.2009 kl. 09:11

4 Smámynd: Örn Arnarson

Vel mælt Lúðvík

Örn Arnarson, 4.5.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband