Atvinnurekstur á villigötum

Ef þessar tölur eru réttar að afskrifa þurfi lán 75% fyrirtækja sem eru í rekstri vekja þær upp spurningar um viðskiptakúltúr og stjórnunarhæfni Íslendinga.  Það er ekki hægt að velta allri ábyrgð yfir á bankamenn og Seðlabankann þó auðvita beri þessir aðilar mesta ábyrgð.

Þeir sem eru í atvinnurekstri verða að reka sín fyrirtæki af ábyrgð og skynsemi.  Fjárhagslegar áætlanir verða að vera raunhæfar og byggðar á alþjóðlegum viðurkenndum forsendum um uppbyggingu efnahagsreikninga og myndun og notkun lausafés.  

Framtíðin er ekki björt.  Hvernig á að endurreisa þessi fyrirtæki og fjármagna það starf?  Hver eignast þau?  Hver á að endurskipuleggja þau og endurþjálfa stétt íslenskar atvinnurekenda?  Hver er hin raunverulega verðmætamyndun hjá þessum fyrirtækjum?  Hvert stefnir atvinnuleysið á Íslandi? 

Það er erfitt að ímynda sér að erlendir fjárfestar og bankamenn standi í röðum til að lána enn meiri peninga til Íslands?  "Throwing good money after bad" verður viðkvæðið erlendis þegar Ísland og íslensk fyrirtæki ber á góma.

  


mbl.is Afskrifa 75% fyrirtækjalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerður Pálma

Er ekki nauðsynlegt að skoða hvert og eitt fyrirtæki fyrir sig og sjá hvar hnífurinn stendur í kúnni og hvernig hann komst þangað. Hættan er að sum fyrirtækin hafi verið illa rekin og ábyrgðalausar áhættur teknar sem nú ógna tilvist þessara fyrirtækja og þyrfti að skipta um mannskap ef um björgunaraðgerðir yrði að ræða. Önnur fyrirtæki hafa hugsanlega verið vel rekin og unnið frábært verk og orðið fórnarlamb aðstæðna þar verða önnur sjónarmið í björgunaraðgerðum að ríkja.
Fyrirtækin í landinu eru grundvöllur framtíðar, en þau þurfa að vera heilbrigð og rekin í samræmi við þjóðfélagið sem þau eru staðsett í.
Eins og þú réttilega segir, ekki henda góðu fé eftir slæmu.

Gerður Pálma, 25.4.2009 kl. 08:43

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Gerður,

Það er alveg rétt að athuga verður hvert og eitt fyrirtæki út af fyrir sig.  Sum fyrirtæki ráða einfaldlega ekki við 15.5% vexti en gætu spjarað sig við 5%.  Öðrum er ekki hægt að bjarga og svo eru það þau sem sett voru upp í góðærinu og hafa verið haldið gangandi á lánsfé og aldrei skilað hagnaði. 

Málið er á hvað forsendum á að skoða þessi fyrirtæki?  Hver ákveður þessar viðmiðanir? Hvernig á að skera úr ágreiningi?  Hvar finnum við hæfa sérfræðinga sem geta unnið þetta starf faglega og á óháðum grundvelli?  Það er aragrúi af spurningum ósvarað, hálfu ári eftir hrun. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.4.2009 kl. 09:27

3 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Hagsmunasamtök heimilanna - skrá sig  núna: http://skraning.heimilin.is/

www.heimilin.is

Þórður Björn Sigurðsson, 25.4.2009 kl. 11:12

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér sýnist Ísland vera án hagkerfis. Skuldirnar eru þvílíkar að að það er útilokað að nakarnir endurreisist nema með Steingrímur dæli inní þá nýprentuðum seðlum í tonnavís. Og til hvers leiðir það ?

Enginn vill taka undir með mér um kreppuvíxlaútgáfu almennings með milligöngu td. MP banka eða Kauphallar til þess að koma atvinnulífinu á stað.Það vantar traust milli manna. Kreppuvíxilinn er byrjun á því.

Halldór Jónsson, 29.4.2009 kl. 07:54

5 Smámynd: Halldór Jónsson

nakarnir= bankarnir

Halldór Jónsson, 29.4.2009 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband