...nema í löndum þar sem IMF hefur lánað peninga!

IMF vill meiri innspýtingu stjórnvald til að koma atvinnulífinu aftur af stað.  Hins vegar gildir þetta ekki um Ísland og önnur lönd sem hafa þurft að leyta á náðir sjóðsins.

Uppsskrift stjóðsins er nefnilega að endurgreiðsla lána til IMF kemur fyrst á undan uppbyggingu atvinnulífsins.  Kreppan hjá þjóðum sem hafa þegið IMF hjálp verður því mun alvarlegri og lengri en frjálsum þjóðum.  En það er eitt af hinum ófrávíkjanlegu skilyrðum sjóðsns.  Allir hugsa fyrst um sig.

IMF veit einnig að Ísland hefur enga aðra möguleika og getur því skipað fyrir af öryggi.  Við höfum reyndar tapað okkar efnahagslega sjálfstæði og sagt okkur á sveit hjá IMF.  Kaldur raunveruleiki sem er erfitt að horfast í augu við.

Allt tal um að við getum skipt um "kennitölu" og hlaupið frá okkar erlendu skuldum eins og Icesave er barnaskapur.  Meir en 2/3 af okkar útflutningi fer til ESB og þar er Bretland langmikilvægasti markaður okkar.  Þessir aðilar halda á öllum trompunum eins og Gordon Brown hefur sýnt í verki.

Ef Bretar beita okkur hryðjuverkalögum verður þeim og ESB ekki skotaskuld úr því að rifta EES samningnum og bjóða okkur tvíhliða samning með sérstökum "Icesave" tolli á okkar sjávarútvegsvörur.  Svo þurfa allar gjaldeyristekjur okkar að fara um erlenda banka, þannig að ansi erfitt er fyrir okkur að lýsa yfir "gjaldþroti" og byrja aftur á nýrri kennitölu. 

Því miður hafa Íslendingar gjörsamlega ofmetið stöðu sína í alþjóðasamfélaginu.  Smæð hagkerfisins hér gerið það að verkum að útlendingar geta beðið og sýnt okkur þolinmæði.  En ekki misskilja þessa þolinmæði, við erum geymd en ekki gleymd.  Sá dagur mun renna upp að við verðum krafin greiðslu. 

Útlendingar eru praktískir, þeir munu leyfa íslenskum stjórnmálamönnum að telja landsmönnum trú um að auðlindir landsins séu í eigu þjóðarinnar.  Afrakstur og hagnaður mun hins vegar renna í erlenda vasa til að borga skuldir. 

ESB verður okkar eina raunhæfa leið út úr vandanum til að varna landflótta, fátækt og viðvarandi atvinnuleysi.  IMF samningurinn mun að lokum sannfæra meirihluta þjóðarinnar.  Þegar niðurskurðurinn og launalækkanir fara að bíta af alvöru munu margir skipta um skoðun.  Það er enn langur tími til jóla.

 


mbl.is Vilja meiri innspýtingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband