Hamarshögg AGS mun negla okkur við ESB

Ekki verður önnur ályktun dregin en að stjórnmálaflokkarnir allir sem einn hafi afsalað sér völdum í ríkisfjármálum til AGS.  Engar haldbærar tölulegar upplýsingar er að finna í stefnuskrám þeirra, aðeins almennar viljayfirlýsingar.  Þetta ásamt hinni kostulegu "hálfóléttu" stefnu allra flokka í ESB málinu nema Samfylkingarinnar ættu að vera mikið áhyggjuefni kjósenda.  Staðan er mun alvarlegri en margir gera sér grein fyrir og stjórnmálamenn vilja viðurkenna svona rétt fyrir kosningar.  Tölurnar tala sínu máli og svo gerir aðgerðaáætlun AGS.

Því miður fáum við víst ekki fókus í málið fyrr en fjárlagafrumvarp næsta árs verður lagt fram í lok ársins.  Þá verður ekki hægt að skýla sér bak við almennar yfirlýsingar.  AGS mun á miskunnarlausan hátt neyða stjórnvöld til að horfast í augu við staðreyndir og ekki verður lengur hægt að ýta kr. 200ma halla á undan sér að ekki sé minnst á Icesave.  Niðurskurðurinn verður blóðugur og skattahækkanir gríðarlegar.  Atvinnuleysi, veik og óstöðug króna, skortur á fjármagni og gjaldþrota fyrirtækja munu magna upp örvæntingu og vonbrigði fólks.

Kröfur um ESB aðild verða háværari og slagyrði um að Ísland sé best borgið fyrir utan ESB munu hljóma fölsk og ósannfærandi.  Þjóðaratkvæði verður ekki umflúið sem að öllum líkindum mun leiða til stjórnarslita og stjórnmálakreppu.

Ekki falleg spá en betra að gera ráð fyrir hinu versta og vona það besta.  Þetta "reddast" hugsunarhátturinn er stórhættulegur eins og öll þjóðin ætti nú að vita af bitri reynslu.

 


mbl.is Ekki hörð frjálshyggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ef að stjórnmálamenn ætla að halda áfram eins og zombies og halda þessari ESB aðildarviðræðum áfram í gíslingu þá er eiginlega það eins sem mögulega geti bjargað okkur er að finna slattann allan af olíu.

Íslendingar eru reyndar bara þannig að þeir eru ofurbjartsýnir og þeir eru gjörsamlega farnir á að stóla a þessu olíu engu líkara en peningurinn sé kominn í bankann. Þetta munu  anti-ESB sinnar nota óspart í baráttu sinni gegn aðildarviðræðum, þeir munu halda áfram með sama ruglið: "...og hvað þegar við erum ætlum að byrja vinna olíuna, þá mun ESB stíga inn og segja nei, við ætlum að láta Þjóðverja bora þessa olíu og hirða hagnaðinn."

Maður er að verða svo sturlaður á þessum hálfvitum að það er ekki einu sinni fyndið.

Jón Gunnar Bjarkan, 30.3.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband