Ögmundur tekur upp hnífinn og sker niður!

Því meir sem Ögmundur sker niður í heilbrigðiskerfi landsmanna því erfiðar verður fyrir hann að standa í vegi fyrir öðrum rekstrarformum í heilbrigðisgeiranum.  Það er þegar tvöfalt kerfi í gangi sem lítið er talað um.  Þeir sem hafa efni og sambönd fara erlendis í skoðun, aðgerðir og til lyfjakaupa til að komast hjá biðlistum og skömmtunum hér á landi. 

 

Auðvita væri eðlilegra að þessir sjúklingar gætu fengið þessa þjónustu á Íslandi.  Það myndi skapa ný störf og spara gjaldeyrir.  En nei! Úreld 20. aldar hugmyndafræði VG sem jaðrar við að vera trúarbrögð kemur í veg fyrir að íslenska heilbrigðiskerfið geti þróast eins og það hefur gerst á hinum Norðurlöndunum.  Hvernig væri að Ögmundur færi t.d. til Finnlands og skoðaði hvernig önnur rekstrarform vinna með ríkiskerfinu?  


mbl.is Erfitt að hindra skerðingu heilbrigðisþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er vont mál og auðvitað eiga menn að líta til annara landa og læra af þeirra reynslu. Ég sjálfur hef enga hugmynd um framkvæmd niðurskurðar annan en leita fyrirmynda sem og fá starfsfólkið á viðkomandi stofnunum til að koma með hugmyndir um kostnaðarminnkun án þess að skerða þjónustu að ráði. En hvað veit ég svo sem.

Arinbjörn Kúld, 19.3.2009 kl. 09:56

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er ekki skemmtilegt fyrir Ögmund að hreinsa upp í rústunum sem sjálfstæðismenn hafa skilið eftir sig í heilbrigðiskerfinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.3.2009 kl. 10:16

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína,

Hvernig getur fækkun á legurýmum á Grensás og fækkun á krabbameinsskoðunum talist pólitísk hreinsun?  Þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert mörg mistök og ekki er það mitt að taka upp hanskann fyrir þeim er ansi djúpt tekið í árinni að heilbrigðiskerfið á Íslandi sé i rústum.  Margt má betur fara en að skera niður þjónustu við sjúklinga er ekki hreinsun.  Við verðum að halda heilbrigðiskerfinu fyrir utan pólitíska hugmyndafræði og láta fagfólk ráða en ekki stjórnmálamenn.

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.3.2009 kl. 11:37

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég sagði ekki "pólitísk hreinsun" heldur að hreinsa til í rústum efnahagskerfis sem sjálfstæðisflokkurinn hefur rústað. 

Það er því miður svo að margir skilja ekki hversu alvarlega sjálfstæðisflokkurinn hefur skaðað samfélagið í stjórnartíð sinni enda gerir hann lítið til þess að skýra það og reynir nú sífellt að blekkja almenning.

Það er búið að hreinsa verðmæti úr þjóðarbúinu í stjórnartíð sjálfstæðismanna en einnig gengu sjálfstæðimenn að afarkostum ASG sem þýðir að skera þarf niður í heilbrigðiskerfinu.

Það sýnir eindæma heigulshátt sjálfstæðismanna að reyna nú að klína þessu klúðri sínu á aðra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.3.2009 kl. 11:55

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það er alveg rétt hjá þér að af öllum islenskum stjórnmálaflokkum ber Sjálfstæðisflokkurinn  mesta ábyrgð á efnahagshruninu.  Það sem ég skil ekki er af hverju hinir flokkarnir leyfðu Geir að segja af sér án þess að slíta þing og efna strax til kosninga.  Að horfa upp á Ögmund skera niður í velferðarkerfinu er svo absúrt að það getur ekki annað en skaðað VG. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.3.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband