Þessu trúa útlendingar

Loksins fá útlendingar og sérstaklega Danir staðfestingu á tilgátu sinni um uppruna íslenska auðsins frá manni sem ætti að vita þetta. Vandamálið við þessa yfirlýsingu er að útlendingar munu trúa henni. Þessu verður ekki hnekkt nema með beinhörðum staðreyndum. "Misskilnings" yfirlýsingar frá Íslandi á móti munu hafa öfug áhrif og styðja tiltrú erlendis. Ekki er á óhöpp Íslendinga bætandi. Hvar endar þetta?
mbl.is Segir Rússa hafa keypt Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var staddur á Íslandi fyrir sex árum og var að ræða við leigubílstjóra um allar einkaþoturnar í Reykjavík . Hann sagði mér að þetta væru rússar, sem kæmu hingað til að þvo peninga!

Sel ekki dýrara en ég keypti.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 08:06

2 identicon

Sæll.

Ég held að þetta sé bara nokkuð réttur raunveruleiki, af hverju hefur engum dottið í hug að rannsaka þetta hérna upp á skerinu þar sem þessar tilgátur hafa verið ansi lengi í gangi.

Held að svínaríið á þessu litla landi sé svo mikið að þetta er ekki óraunhæfur möguleiki, ég fyrir mitt leiti hef fulla trú á að eitthvað þessu líkt hafi verið í gangi á vissu tímabili.

Hanna (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 17:13

3 identicon

Kannski er eitthvað til í þessu, en  persónlega held ég , það sé ekki mikið að marka heimildarmannin, ómerkilegan landflótta þjóf , sem keypti sér hæli hjá tjallamafíunni, fyrir aurana sem hann stal í Rússíá, á meðan þarlendi forsetninn þáverandi var á fylliríi.

Bjössi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband