Tenging á milli Samson og FME fundin

Á vefsíðu Verne Global, fyrirtækis í 40% eigu Novators félags Björgólfs, er að finna athyglisverða tengingu á milli Fjármálaeftirlitsins og Samson.  Þar koma líka við sögu Novator, Straumur og Viðskiptaráðuneytið.

Allt tengist þetta einum manni, Birgi Má Ragnarssyni, lögmanni, samkvæmt vefsíðu Verne Global.

Birgir Már situr í stjórn Verne Global og er kynntur þar sem:

Birgir Már Ragnarsson graduated from the Law Faculty of the University of Iceland in February 1999 and became a member of the Icelandic Bar Association in 2000. In June 2003, he earned a master's degree (LLM) from Harvard Law School where he specialized in International Finance. His previous experience includes positions as Partner at Lex-Nestor Law Offices, CEO of Audkenni, Senior Attorney at the Icelandic Financial Supervisory Authority, and Legal Adviser with the Icelandic Ministry of Industry and Commerce. Birgir Már is a board member of various companies.

Hins vegar virðist sem starfsferilsskrá Birgis hafi verið "hreinsuð til" því ekkert er minnst á að Birgir Már var framkvæmdastjóri Samson frá 2005 til 2007 og sat í stjórn Straums þegar sá banki féll.

Nú er enginn að segja að Birgir Már eigi nokkurn þátt í bókhaldsóreiðu hjá Samson eða hruni Straums, en hvers vegna er þá ekki minnst á störf hans hjá þessum fyrirtækjum?

Maður er nú farinn að skilja hvers vegna stjórnvöld vilja skoða Verne Global aðeins betur áður en skattgreiðendur eru látnir styrkja þetta lið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Skondið ef að þeir sem rannska öll þessi mál ná ekki tengingunum sem sífellt koma í ljós. Eru menn ekki að vinna vinnuna sína. Eru menn að vernda vini sína? Þetta er orðið með ólíkindum og eins og þú sagðir, og menn hafa svo sem bennt á margoft, lengi virðist vont geta versnað.

Hafði annars þakkir fyrir frábæra pistla.

Bestu kveðjur úr Eyjum

Gísli Foster Hjartarson, 14.1.2010 kl. 16:00

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þessar færslur þínar Andri eru einkar athyglisverðar. Í ljós er að koma að það er ekki eitt skemmt epli í tunnunni heldur mörg.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 14.1.2010 kl. 16:09

3 identicon

Mér var tjáð í dag út frá þessum pistli þinum, að Birgir Már hefði ekki verið lengi hjá FME og verið þar um í kringum 2000 og 2001 áður en allt brjálæðið byrjaði. Þá var hann farinn frá eftirlitinu ásamt flestum sem höfðu starfað þar.

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 17:35

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Já þessi Birgir virðist hafa komið víða við, Lex, FME, Novator, Straumur, Samson, Auðkenni, ráðuneytin, CCP, Verne Global og eflaust er ekki allt talið upp.  

Það þarf ekkert óeðlilegt að vera við þessa yfirferð, menn byrja á einum stað og enda á öðrum.  Það sem er athyglisvert er að staða hans sem framkvæmdastjóri Samson í yfir 2 ár virðist vera hans lengsta stjórnunarstarf en ekkert er minnst á þetta í starfsferilsskrá hans á Verne Global.  

Starfsferilsskrá er ekki eins og kínversku matseðill þar sem hægt er að velja og hafna eftir eigin höfði.  Göt í skránni setja viðvörunarbjöllur af stað.

Þetta gefur ákveðna innsýn inn í vinnubrögðin hjá Verne Global.  Er allt þar upp á borði eða eru menn orðnir gleymnir og ónákvæmir?

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.1.2010 kl. 18:21

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er ekki möguleiki að komnar séu fram upplýsingar hjá Sérstökum saksóknar sem hringja bjöllum gagnvart þessu öllu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2010 kl. 20:51

6 identicon

Þetta Samson mál er nú nokkuð merkilegt. Björgúlfur eldri leygði nú skrifstofu í einhverja mánuði áður en hann lýsti sig gjaldþrota.

Styrmir Magnússon (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 22:09

7 Smámynd: Huckabee

Þetta er leiður rógur,ofangreindir aðilar eru allir gildir meðlimir í flokknum og eðli þeirra að leita leiða að efla hag lands og þjóðar sem ávallt.Upplýsingar um efnahagshrunið munu leiða sannleikan í ljós hver sem hann verður.Ég er alsaklaus enda búin að færa lögheimilið  fyrir löngu  

Huckabee, 15.1.2010 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband