Sjávarútvegurinn þegar með annan fótinn í ESB

Þessi frétt að íslenskur sjávarútvegur standi sem veð gegn 180 ma láni Seðlabanka Evrópu til Glitnis styrkir aldeilis hendi ESB í aðildarviðræðum við Ísland.

Það er búið að veðsetja allt hér upp í topp, útlendingar eiga kröfur á allt sem íslenskt er, ef vel er að gáð. 

AGS lánið er lokatilraun til að reyna að halda þessum yfirveðsettu eignum í íslensku eignarhaldi.  Það lán er í raun tryggingarvíxill til að leyfa okkur að endurfjármagna þessa vitleysu annars gengu útlendingar að sínum veðum.

En er svo slæmt að láta útlendinga taka þessar eignir?  Þar með þurfum við ekki AGS lánið, eignir lenda í nýju og fjárhagslega sterku eignarhaldi með hreina efnahagsreikninga.  Þar með lækkar kostnaður íslenskar fyrirtækja sem gerir þau samkeppnishæfari.  Atvinnuleysi myndi minnka, verð á vöru og þjónustu lækka, gengið styrkjast og vextirnir lækka.  Þetta eru góðu fréttirnar, hinar slæmu eru að aðalatvinnugreinar landsins og auðæfi lenda í höndum útlendinga!

Sá á kvölina sem á völina! 

 


mbl.is Skuldar ECB 180 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur Íslendingum tekist svo vel í rekstri á fyrirtækjum sem nýta auðlindir okkar, fyrirtæki eins og orkufyrirtækin og sjávarútvegsfyrirtækin. Mér sýnist ekki.

Skiptir yfir höfuð máli hver veiðir fiskinn eða nýtir orkuna ? Er ekki vænlegri nálgun að horfa á hlutina út frá hag þjóðarbúsins þ.e. hámarka arð af auðlindinni með því að:

1) Skilgreina og setja lög og reglur um auðlindir Íslands sem taka til nýtingarréttar, umgengni um auðlindina, friðlýst svæði ásamt framtíðarsýn í orkumálum o.s.frv.

2) Auðlindargjald af nýtingu auðlindar sem gæti tekið til IKR/kwst, IKR/kg fisk o.s.frv.

3) Reglur að lengd, tegund og aðkomu varðandi nýtingu auðlindar. Reglan er að auðlindin sé í eigu þjóðarinnar en nýtingarréttur falli í skilgreindan tíma í hendur annarra. Leigusamninginn sé ekki unnt að veðsetja.

Þannig mætti halda áfram.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 09:31

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Er þetta ekki full glannaleg ályktun, sem fram kemur í fyrirsögninni?

Að óbreyttu geta erlendir lánadrottnar ekki gert annað við kvóta, sem tekinn er upp í skuld, en að selja hann til íslenskra útgerða. Annað er ekki heimilt á meðan við stöndum utan ESB. Og þeir hafa aðeins takmarkaðan tíma til þess.

Innan ESB gætum við ekki tryggt með fullri vissu að þessi regla héldi. 

Haraldur Hansson, 10.9.2009 kl. 09:45

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Haraldur,

Kannski rétt hjá þér.  Spurningarmerki ef til vill í lagi, en það þarf að hrista upp í fólki og það verður ekki gert nema með umdeildum fyrirsögnum! 

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.9.2009 kl. 10:01

4 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Eins og komið er fyrir Íslensku auðlindinniog þjóðinni, þá er sennilega best að einhverjir aðrir eignist skíttið, allt er betra en Íslensku bófarnir og Landráðamennirnir sem sviptu þjóðinni sinni helstu auðlind.

Betra að evrópumenn eignist þetta, en Kapítalísku vargarnir sem IMF vinnur fyrir.

http://www.icelandcrash.com/antisocial-personality.html

http://kvotagreifar.blogspot.com/2007/07/glpa-kvta-greifar.html

Birgir Rúnar Sæmundsson, 10.9.2009 kl. 11:22

5 Smámynd: Kama Sutra

"...En er svo slæmt að láta útlendinga taka þessar eignir?..."

Ég segi fyrir sjálfa mig - ég sé ekki hvernig útlendingarnir geta orðið verri en íslensku dólgarnir hafa hagað sér hérna undanfarna áratugi og lagt þjóðarbúið í rúst.

Eins og staðan er núna hræðist ég Íslendingana meira en útlendinga.  Lái mér hver sem vill.

Kama Sutra, 10.9.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband