Fáar þjóðir geta ekki rekið McDonalds

Það eru ekki margar þjóðir sem ekki geta eða treysta sér að reka McDonalds hamborgarabúllur en Ísland er eitt þeirra.  Þjóð sem ekki getur rekið McDonalds getur varla rekið banka! 

Skýringin er klassísk íslensk "árinni kennir illur ræðari", öllu skellt á útlendinga.  Þessa skýringu kaupir enginn nema íslenskir blaðamenn.

Ætli bagaleg fjármálastjórnun sé ekki líklegri skýring.


mbl.is McDonalds verður Metró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Tja, ég veit ekki betur en að t.a.m. KFC og Subway séu enn rekin á Íslandi og engin áform séu um að hætta þeim rekstri. Er McDonalds einhver sérstakur mælikvarði í þessum efnum?

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.10.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess utan vissi ég ekki að íslenzka þjóðin hefði rekið McDonalds á Íslandi... ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.10.2009 kl. 22:26

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Reykjavík er búin að vera full af túristum frá því í aprí. Í dag, í lok október er bærinn ennþá fullur af túristum. Ferðaþjónustan, hóteleigendur og veitingamenn dæsa af ánægju eftir frábært ári í greininni.

Vandamálið með McDonalds, eins og umboðsmaður þeirra upplýsti í fréttum í kvöld, er að hráefnisverðið hjá McDonalds hefur hækkað um 100% vegna gengisfalls og á þeim verðum er hann búinn að reka staðinn í 18 mánuði. Veitingamaðurinn sér ekki fram á breytingar á genginu, hann getur ekki hækkað verðin því allir hinir veitingastaðirnir sem nota innlent hráefni, það hráefni hefur lítið hækkað.

Þessi umboðsmaður McDonald á Íslandi er búinn að gefast upp á McDonalds og þessu dýra innflutta hráefni þeirra. Hann getur ekki lifað við það lengur að vera eini veitingamaðurinn á Íslandi að öll hans aðföng hafa hækkað um 100% og þurfa að halda söluverðinu nánast óbreyttu. Þessi veitingamaður ætlar nú að reka þessa þrjá veitingastaði sína í eigin nafni og nota til þess Íslenskt hráefni.

Á sama tíma og fjöldi veitingastaða blómstra í Reykjavík í einu mesta ferðamannaári sögunnar þá snýr umboðsmaður McDonald´s á Ísandi baki við keðjunni vegna þess að þeir eru of dýrir. McDonalds getur ekki í dag keppt á íslandi með sitt innflutta hráefni.

Þetta er eitthvað fyrir McDonald´s af hafa áhyggjur af ekki okkur Íslendinga.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.10.2009 kl. 22:41

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Auðvita er nokkuð til í því sem þú segir en hver er skuldastaða þessa fyrirtækis? Það er líka hægt að horfa á þetta mál frá þeim punkti að hagnaður af "ekta" McDonalds nái ekki upp í skuldir og betra sé að nota "ódýrara" íslenskt hráefni og þurfa ekki að fara eftir erlendum stöðlum.  Þannig má fá meir upp í skuldir.

Það snýst allt um skuldir hér á landi.  Íslenskt brauð og nautakjöt hafa hækkað hér á landi síðasta árið.

Erlendis er þetta túlkað að kreppan sé að versna hér á landi.  Í flestum löndum hefur McDonalds verið eitt af þeim fáum fyrirtækjum sem hafa dafnað vel.  Því verður erfitt að útskýra hvers vegna loka þarf hér á landi.  Útlendingar munu draga sínar ályktanir.

Andri Geir Arinbjarnarson, 26.10.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það er þetta einstaka gengisfall. Hér varð gengisfelling upp á 100%. Þessi gengisfelling er svo einstök að fá ef nokkur dæmi eru um slíkt í Evrópu frá því er þýska markið féll í lok seinni heimstyrjaldarinnar.

Þetta þýðir að innfluttur varningur á lítinn möguleika að keppa við innlenda vöru.

Jafnvel Ikea gæti lent í vandamálum í samkeppni hér við innlenda húsgagnaframleiðslu haldi gengið áfram að vera þetta lágt.

Allur innflutningur er að láta undan í samkeppni við innlenda framleiðslu.

Kjöt og mjólkurvörur á Íslandi, mælt í evrum, eru á mjög samkeppnishæfu verði, jafnvel miðað við verð í Danmörku og Þýskalandi. Flutningskostnaður og tollar tryggja síðan afburða samkeppnisstöðu íslensku afurðanna.

McDonalds og aðrar erlendar samkeppnisvörur eiga ekki möguleika meðan gengið er svona rangt skráð.

Með sömu rugl skráningu á genginu þá verðum við farin að smíða okkar eigin bíla eftir nokkur misseri því þeir verða ódýrari en innfluttir.

Þetta McDonals mál allt er enn einn vitnisburður um hina hörmulega lélegu efnahagsstjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS,  hér á landi.

Efnahagsmálum þjóðarinnar er stjórnað þannig af AGS að jafnvel McDonalds hrökklast úr landi vegna rangrar gengisskráningar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.10.2009 kl. 01:05

6 Smámynd: Eygló

Svokölluð matvæli undir þessu framleiðslunafni máttu svo sannarlega missa sín hérna.  Mér varð bumbult þegar fyrsta skiltið sem ég sá í Moskvu var umrætt merki.

Eygló, 27.10.2009 kl. 01:16

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég las viðtal við rekstraraðila Subway á Íslandi um daginn. Hann hefur rekið Subway hér á landi frá upphafi eða frá því um svipað leyti og McDonalds kom til landsins. Hann lét bara vel af rekstrinum og sagði hann ganga vel. Vafalítið er hann bundinn af svipuðum kvöðum að þurfa að flytja inn sitt hráefni að stærstu leyti. Þess utan eru starfræktir hér á landi fjöldi annarra alþjóðlegra skyndibitastaða s.s. KFC, Domino's Pizza, Pizza Hut o.s.frv. Mér vitanlega eru engin áform um að hætta rekstri þeirra.

Hefur einhver pælt í því hvernig rekstur rekstraraðila McDonalds hefur gengið? Núverandi eigandi keypti fyrirtækið árið 2004. Hvernig var það gert? Skuldsett yfirtaka? Spyr sá sem ekki veit. Það er allavega engin ástæða til þess að ákveða að þetta sé allt krónunni að kenna (krónan gerir raunar lítið ein og sér) eða að "íslenzka þjóðin" geti ekki rekið McDonalds og að það sé einhver sérstakur áfellisdómur yfir henni án þess að skoða málið nánar. "Við" getum þess utan greinilega rekið Subway, KFC, Pizza Hut o.s.frv.

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.10.2009 kl. 08:11

8 identicon

Þetta eru bara vondir hamborgarar. Það er ekkert flóknara en það.

Óli (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband