Hættur að versla í Lyf og Heilsu

Ekki dettur mér í hug að versla í Lyf og Heilsu og þar með styðja þennan vafasama gjörning sem virðist eingöngu hafa verið gerður til að bjarga eigendum á kostnað almennings.

Með því að versla í þessum "útrásarverslunum" er fólk að borga tvisvar fyrir vöruna.  Fyrst borgar það við kassann og svo í hækkuðum sköttum þar sem þessar eignir renna ekki upp í skuldir og þar með til ríkisins.  


mbl.is Bræðurnir seldu sjálfum sér Lyf og heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eru smokkarnir of dýrir?  Ég þekki Indverja sem getur skaffað verjurnar billega: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/956329/#comments

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.9.2009 kl. 12:52

2 identicon

Þetta eru skrítnir karlar. Hvernig á venjulegt fólk að skilja þetta rugl: Að selja sjálfum sér. Fá lánað hjá sjálfum sér. Þetta stenst ekki raunveruleikatékk.

Í boði hvers eru þessir "snúningar" ?  Leggur Ríkisskattstjóri blessun sína yfir þetta ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 12:59

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

merkilegur húmor sem villi hefur.. alveg stórmerkilegur.

Óskar Þorkelsson, 29.9.2009 kl. 13:19

4 identicon

Reykjavíkur Apótek er einkarekið. Tvær fjölskyldur, önnur af skaganum og hin RVK sem eiga þetta fína apótek. Farðu þangað. Ég geri það.

Margrét Hugrún (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 14:02

5 identicon

Hef oft bölvað því að þurfa að verzla við þetta fyrirtæki, Lyf og Heilsa er að ég held dýrasta apotekið á landinu en þeir einoka þennann litla markað hér í Vestmannaeyjum, boluðu út einkareknu apoteki sem hér var

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 14:27

6 identicon

 Lyf og Heilsa á líka Apótekarann sem er á 4 stöðum á höfuðborgarsvæðinu og með eitt útibú á Akureyri.

eyjaskeggi (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 17:16

7 identicon

ÞAÐ ÆTTI ENGINN AÐ VERZLA VIÐ FYRIRTÆKI WERNERSBRÆÐRA. LÁTUM ÞÁ RÚLLA Á HAUSINN !!!

ÞEIR EIGA LYF OG HEILSU, APÓTEKARANN, SKIPHOLTSAPÓTEK, FLEXOR Á SUÐURLANDSBRAUT OG GLERAUGNABÚÐINA Í MJÓDD.

VESTMANNAEYINGAR GÆTU KANNSKI SAMIÐ VIÐ EINKAREKIN APÓTEK Í REYKJAVÍK AÐ LÁTA FAXA LYFSEÐLANA ÞANGAÐ OG SENDA SÉR LYFIN TIL VESTMANNAEYJA.

LYF OG HEILSA SELUR MEIRA AÐ SEGJA LYF, SEM ÞEIR EIGA EKKI Á LAGER OG LÁTA TRYGGINGASTOFUNINA (EÐA OKKUR SKATTGREIÐENDUR) BORGA. EF ÞÚ KEMUR MEÐ LYFSEÐIL FYRIR 5 PÖKKUM AF LYFI, VERÐLEGGJA ÞEIR ALLA PAKKANA 5 OG LÁTA TRYGGINGASTOFNUNINA GREIÐA ÞÁ, ÞÓTT ÞEIR EIGI BARA 1 PAKKA Á LAGER. SVO FÆR FÓLK INNEIGNARMIÐA OG ER SAGT AÐ KOMA NÆSTA DAG OG SÆKJA RESTINA. STÓR HLUTI SJÚKLINGA GLEYMIR ÞVÍ HINS VEGAR EÐA TÝNIR MIÐANUM. HAFI LYFIN EKKI VERIÐ SÓTT INNAN NOKKURRA MÁNAÐA, ER ÞEIM BÆTT INN Á LAGERINN OG ÞAU SELD ÖÐRUM SJÚKLINGUM OG TRYGGINGASTOFNUNIN LÁTIN GREIÐA LYF OG HEILSU AFTUR FYRIR LYFIN. SAMI UNDARLEGI VIÐSKIPTAHÁTTUR ER STUNDAÐUR Í APÓTEKARANUM OG SKIPHOLTSAPÓTEKI. ÞARNA ÞYRFTI SÉRSTAKI SAKSÓKNARINN AÐ GRÍPA Í TAUMANA.

Steini (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 17:49

8 Smámynd: Kama Sutra

Ég mæli með Lyfjaveri á Suðurlandsbraut.  Ég held alveg örugglega að það sé ekki tengt neinum útnáradólganna.  Vonandi leiðréttir mig einhver hérna ef það er ekki rétt.

Kama Sutra, 29.9.2009 kl. 17:59

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ég þakka góðar athugasemdir og uppástungur.

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.9.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband