Íslenskt apartheid

Þjóðin er á fleygiferð inn í heimatilbúið "apartheid" þar sem tveir hópar byggja landið sem fá mismunandi fyrirgreiðslu.

Fyrstur er forréttindahópurinn sem fékk lán, oft án veða, í gegnum eignarhaldsfélög.  Þessi hópur ber enga persónulega ábyrgð á sínum lánum og er með allt sitt á hreinu.  Bankar og pólitískar skilanefndir setja þennan hóp í forgang enda er pólitísk og lagalega staða þessa hóps gulltryggð.  "100% löglegt en 100% siðlaust" er mottó þessa hóps sem hneykslast og hótar lögsóknum ef hinn hópurinn svo mikið sem andar á þessa elítu.

Undirmálshópurinn í íslensku samfélagi er síðan sá hópur sem neyddist til að taka lán út á persónulegar ábyrgðir og þurfa að borga sínar skuldir.  Þessi hópur hefur ekki sömu lagalegu eða pólitísku stöðu og hinn hópurinn. 

Að fá að taka lán í gegnum eignarhaldsfélög án veða eru forréttindi og gríðarlega verðmæt skattfrjáls hlunnindi.  Staðið verður vörð um þessi hlunnindi sem ekki verða skattlögð, heldur verður skattur hækkaður á allan almenning til að vernda elítuna.

Er von að útlendingar og erlendar stofnanir hristi hausinn og haldi sér frá Íslandi!

 


mbl.is Vanskil aukast hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það eru núsitjandi stjórnmálamenn sem staðfesta þessa "apartheid" stefnu með því að lýsa yfir ábyrgð ríkisins á skuldum gjaldþrota einkabanka.  Í stað þess að benda lánadrottnum þeirra á að sækja sínar útistandandi skuldir til þeirra sem þeir lánuðu. 

Það sem meira er að þeir skila þeim líka þeim hluta bankanna sem tekin var með bráðabyrðalögunum.  Þetta tekur því "apartheid" fram að því leiti að skuldunum er hlaðið á hluta þjóðarinnar og henni síðan skilað í fang erlendra lánadrottna.

Magnús Sigurðsson, 17.9.2009 kl. 08:30

2 identicon

Og hugsaðu þér hlutföllin Andri, minna en 1% landsmanna tilheyra forréttindahópnum. Þetta hlýtur að vera alveg ný lágkúra í sögunni.

TH (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 08:46

3 identicon

Þetta er ákaflega gott innlegg og tvær ástæður fyrir því.  Er á mannamáli og segir hlutina eins og þeir eru hér.

Hugtakið óreiðumaður, sem Davíð Oddsson hóf á loft, á nú við ábyrgðarmenn þessa sem þú tiltekur - sem eru núverandi og þáverandi stjórnmálamenn sem hafa svikið kjósendur sína, þ.e. almenning / launafólk og gefist fámennum klíkum á vald.

Það er ekki hægt að leggjast lægra í starfi en að svíkja þá sem maður á að þjóna og vinna fyrir.  Mikil og ævarandi er skömm þeirra.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 09:26

4 identicon

Andri, þetta er öflugur pistill og vel orðaður.   Og grátlegt hvað ósvífni þeirra sem fara með völdin er óendanleg.   Geturðu komið efninu í pistlinum í fjölda fjölmiðla?  

ElleE (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:22

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Vel mælt en ætli þetta verði bara ekki úr þessu að fá að hafa sinn gang? Það virðist vera sem svo að það sé ekkert sem við getum gert úr þessu, það er ekki hlustað og við munum alltaf standa okkar plikt!

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.9.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband