Vanhæfar skilanefndir kynda undir skattahækkunum og niðurskurði.

Það er æ betur að koma i ljós hversu misráðið það var að skipa innlenda pólitíska aðila í skilanefndir bankanna en ekki erlenda fagaðila.  Það er enn óskiljanlegra hvers vegna ný ríkisstjórn VG og S hefur ekki haft getu eða þor til að tilnefna nýa og óháða menn í stað þeirra sem ríkisstjórn Geirs Haarde skipaði.

Þessi mistök við gjaldþrot Landsbankans í Lúxemborg eiga eftir að kosta skattgreiðendur mikið og geta gert útslagið um hvort eignir Landsbankans dugi upp í Icesave.  700 m evrur er enginn smápeningur og í raun miklu mikilvægari en þeir viðaukar sem Alþingi afgreiddi nýlega. 

Nei, íslenska flokksskírteinið er enginn trygging fyrir gæðum eða þekkingu.  Hvað er þjóðin tilbúin að borga mikla skatta og þola mikinn niðurskurð til að halda pólitískri elítu í störfum sem hún veldur ekki?


mbl.is Vill fund um Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vert þú bara þarna úti og vertu ekki að skifta þér að, við elskum okkar flokka meira en börnin okkar og kjósum þá aftur á þing :)

Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 03:05

2 identicon

Ágætt innlegg frá síðasta ræðumanni. Það virðist vera sem svo að fólk fynnist sinn flokkur vera eins og guð. Það má ekkert setja út á þann flokk en hins vegar eru hinir flokkarnir bölvaðir glæpamenn upp til hópa. Ég held að í öllum flokkum sé til gott fólk (þó það geti verið ansi erfitt að fynna það í sumum flokkunum) og eins eru sennilega í öllum flokkum hálfgerðir glæpamenn sem svífast einskis (og virðist það fólk vera mest ábeirandi og yfirleitt í meirihluta).

Ég held að fólk eigi að hætta að dásama sinn flokk þegar þeir eru að gera greinileg mistök og verja "glæponana" í sínum flokkum og fara mótmæla því sem rangt er gert (hvort sem það er í eigin flokki eða ekki) og hrósa því sem vel er gert þó það se hjá "óvinaflokknum" (sennilega er sjaldan sem maður fynst ástæða til að hrósa en kemur þó fyrir). Ég held að Steingrímur sjálfur sé að reyna gera það sem hann getur og auðvitað eru mismunandi skoðanir hvort hann sé að gera rétt eða rangt en ég held samt að hans sanfæring sé að hann sé að gera það sem nauðsinlegt er. Spurning er hvort það sé nóg og hvort hinn flokkurinn (og jafnvel hans eigið fólk) standi í vegi fyrir mörgu því sem hann telur að þurfi að gera. En ég er sammála að sennilega hefði þurft að fá "utanaðkomandi" fólk í allar skila og rannsóknarnefndir. Íslendingar eru svo fámenn þjóð að ég held að það verði aldrey alveg sannfærand ef ekki sé líka leitað út fyrir landsteina af fólki í þessar nefndir.

kjarri 

Kjarri (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 11:01

3 identicon

Hvað er allt pólitíska veldið að gera í öllum bönkum og ríkisfyrirtækjum yfir höfuð?  Yfirvöld hafa ekki getu og vilja til að stoppa neina spillingu í gegnsýrðum bönkum og ríkisbáknum.  

ElleE (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband