Lítið svigrúm til að eignast hlut OR í HS orku.

Það verður erfitt fyrir ríkið að eignast hlut OR í HS orku.  Fjármálaráðuneytið gaf nýlega út skýrslu þar sem segir:

"Ríkissjóður taki ekki á sig frekari skuldbindingar vegna bankahrunsins en það sem
þegar hefur verið ákveðið að gera í samstarfssamkomulagi stjórnvalda og AGS."

Þýðir þetta að ríkið verði að hækka skatta eða auka niðurskurð til að eignast þennan hlut?


mbl.is Eignist hlut OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Finnbogason

Ætli ekki sé hægt ad breyta lögum thannig ad ekki thurfi ad selja thennan hlut OR?

Thad var vegna laganna sem úrskurdad var ad OR thyrfti ad selja.

Jón Finnbogason, 21.8.2009 kl. 08:11

2 identicon

Það mætti halda að HS Orka væri síðasta eða eina fyrirtækið í orkugeiranum.

Hugmyndin um að ríkið eða sveitafélög sem eru á hausnum með gríðarlegum niðurskurði í m.a. almannaþjónustunni fjárfesti í þessu fyrirtæki er fáranleg og getur ekki flokakst undir annað en gæluverkefni VG til að ríghalda í sín stefnumál fram yfir almannahagsmuni þar sem skorið er niður hægri vinstri s.s. löggæsla og fleira.

Í orkugeiranum er og á að vera samkeppni, hvernig á það að ganga upp ef öll fyrirtækin eru í opinberi eigu, þá er úti um samkeppnina.

Þorir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 08:45

3 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Þórir, það er þekkt að þegar einkaaðilar eignast hluti einsog orkuver samgongur eða vatnsdreifingu þá hækkar verðið verulega og þ´jónusta minkar.  það eru ekki þjónusta við almenning sem vakir fyrir þessum félögum heldur hagnaðarvon.  það hefur marg sýnt sig að sú hugnyndin um að einkaaðilar geti rekið fyrirtæki betur en opumberir er bara hugnmynd og á enga stoð í raunaveruleikanum.

væri til dæmis ekki lífið dásamlegt ef bankarnir hefðu ekki verið seldir fáum útvöldum með rétt flokksskyrteini í vasanum

ég hef aldrei og mun sennilega alldrei kjósa VG eða samfylkinguna, svona ef þú heldur að þetta séu bara skoðanir vinstrimanna.

Jóhann Hallgrímsson, 21.8.2009 kl. 09:09

4 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Jóhann, þetta er ekki algilt. Þetta á nær einvörðungu við þegar slík þjónusta er einkavædd OG einokun skapast. Þarna er eitthvað fyrirtæki að eignast tæplega helmingshlut í HS Orku, leigir auðlindina, kaupir hana EKKI, og er í samkeppni við OR, Landsvirkjun og fleiri okrufyrirtæki sem öll eru í opinberri eigu.

Að eitt orkufyrirtæki fari að hluta til í eigu erlendra einkaaðila er ekkert athugavert. Einnig má benda á að íslensk orkufyritæki eru að skila lélegum arði miðað við orkufyrirtæki annars staðar í heiminum. Getur verið að HS fái þarna aðila sem vikilega KUNNA að reka orkufyritæki? KUNNA að verðleggja orkuna til stóriðju? KUNNA að fara í vel heppnaða útrás? Nota bene, allt sem þessi eigandi Magna hefur snert hefur orðið að gulli. Við eigum ekki að slá á slíka aðila núna, allt í einstækum ofsaótta við einkaframtakið í orkugeiranum. 

Sigurjón Sveinsson, 21.8.2009 kl. 09:15

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Eikaframtak er orðinn frasi sem ég skil ekki lengur. - Núna virðist það eiga við allt sem ekki er ríkis. -Svo kemur á daginn að þetta einka var alltasaman baktryggt af ríkinu þrátt fyrir allt. Þetta voru ekki einka aðilar heldur klíkur sem sameinast um kennitölur til að búa til lögvarnaraðila sem er ekki pappírsins virði egar á reynir af því að búið er að flytja allar eignir í annað klíku fyrirtæki á annari óskyldri kennitölu.

Vá maður æðsilegt einkaframtak. Ég held að löggjöf um athafnasemi sé della. Þeir einir sem eru einka eru þú og ég sem eigum okkar prívat kennitölu sem er eilíf og óumbreytanleg. - Og þegar upp er staðið eigum við ríkið og allar ábyrgðir þess.

Mín niðurstaða er að hið raunverulega 'einka' er hér í fullum ríkisrekstri við að reka ábyrgðartryggingakerfi 'gerfi einkafyrirtækja' einkavinavæðingarinnar.

Gísli Ingvarsson, 21.8.2009 kl. 09:37

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

ps. Það má alveg bóka það að á bakvið Magma fokking Energí eru 'eigendur' sem eru í eign annara og svo framvegis. Þannig að öll greining á því hvert hið raunverulega eignarhald verður er mjög óljóst vægt til orða tekið. Sennilega endar þessi langavitleysa með því að það eru íslenskir menn standa á bakvið þetta í nafni einhvers kanadísks þokufyrirtækis sem er kallað ?magma?.

Hver vegna ættu einhverjir kanadískir áhættufjárfestar að vilja koma með verðlausa pappíra hingað til að greiða fyrir yfirverð á hlut HS orku?? Þetta er fiskur og lyktar einsog fiskur gamall og úldinn.

Gísli Ingvarsson, 21.8.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband